Kvartmílan > Aðstoð

Camaro vandræði

<< < (4/6) > >>

Jón Þór Bjarnason:

--- Quote from: "Boss" ---Skiptu um bensínsíu til að vera viss að þetta sé ekki hún,þú getur tekið Fuel Pressure Regulatorinn og þrýstimælt hann,bensínþrýstingurinn á að vera 43.5 p.s.i.
--- End quote ---

Hvar er regulatorinn staðsettur :?: set ég venjulegan dekkjamæli á ventilinn :?:

Jón Þór Bjarnason:
Ég er búinn að fá bílinn í gang með því að pumpa bensíngjöfina og gengur hann mjög ljúft en hann gengur mjög stutt áður en hann drepur á sér. Hann gengur á öllum. Nýtt kerti, kveikja, bensínsía. Ég er að verða geðveikur + ég er kominn með vott af lungnabólgu. Þegar bíllinn kemst í lag kemst ég það líka. HJÁLP

Jón Þór Bjarnason:
Ég er búinn að mæla þrýstinginn á regulatornum og mælist ca 44 p.s.i. þannig að ég hefði haldið að bensíndælan væri í lagi fyrst hún sýnir svona mikinn þrýsting. Ég fæ bílinn í gang með því að halda bensínpedalnum í botni og starta. Þá fer hann í gang en fer ekki upp í snúning þó svo að bensíngjöfin sé í botni og strax og ég slaka á bensíngjöfinni þá drepur hann á sér og gengur smá á eftir (trunt, trunt) en gangurinn er mjög fínn og engin óhljóð.

Racer:
talvan?
stilliskrúfan?
eitthvað mengunardrasl í mótmælagöngu og neyðir vélina til að þegja

svona aðallega vesen sem ég lendi í með bensínkerfið

Binni GTA:

--- Quote from: "Nonni_" ---Ég er búinn að mæla þrýstinginn á regulatornum og mælist ca 44 p.s.i. þannig að ég hefði haldið að bensíndælan væri í lagi fyrst hún sýnir svona mikinn þrýsting. Ég fæ bílinn í gang með því að halda bensínpedalnum í botni og starta. Þá fer hann í gang en fer ekki upp í snúning þó svo að bensíngjöfin sé í botni og strax og ég slaka á bensíngjöfinni þá drepur hann á sér og gengur smá á eftir (trunt, trunt) en gangurinn er mjög fínn og engin óhljóð.
--- End quote ---


þetta minnir mig á Kveikju vandræði sem ég lenti í með 86 bird,þá var maf sensor og kveikjumodul að stríða honum  :?

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

[*] Previous page

Go to full version