Kvartmílan > Aðstoð

Camaro vandræði

(1/6) > >>

Jón Þór Bjarnason:
Ég er í vandræðum með Camaro z28 ´93 5,7 lt1. Ég er búinn að skipta um kveikju og kerti en hann fer ekki í gang hjá mér. Hann fær neista og startar án erfiðis en fer bara ekki í gang. Gæti verið að þetta sé eitthvað tengt bensínsíu eða bensíndælu. Þetta byrjaði þannig að hann drap á sér þegar ég ætlaði að botna bílinn og svo var allt í lagi þann dag en daginn eftir fór hann að vera máttlaus og átti það til að freta og sprengja þannig að ég skipti um kveikju og kerti. Ég fór með gömlu kveikjuna í mótorstillingu og þeir sögðu að kveikjan væri ónýt. Kertin voru bara eðlilega slitin.
Nonni 899-3819

CamaroGrl:
Ég hef lent í svona svipuðu með minn ´95 Camaro og það var nú bara seinasta fimmtudag (eins og sumir sáu) :? . Hann var með bevítans gangtruflanir og læti, svo drap ég á honum niðri á hafnarbakka og hann vildi ekki fara í gang eða hoppaði í gang en dó nánast strax, kafnaði þegar ég gaf honum inn :x . En hann fór síðan í gang og ekkert mjög stórt vandamál eftir þetta annað en svo lítill kjæfugangur í honum. Svo ég talaði við manninn minn (búinn að gera við nokkra trans am og camaro)og hann sagði að bensíndælan væri bara orðin svona svakalega léleg.
Þannig endilega athugaðu bensíndælina og ekki síst síuna líka. :)

Jón Þór Bjarnason:
Er bensíndælan ekki á einhverjum fáránlega erfiðum stað. Er öryggi fyrir hana. Vitiði hvar hún fæst.

Binni GTA:
þetta er bensín dælan,og hún er ofan í tanknum !

nr 1.2 og 3,að þessir bílar mega ekki verða bensín lausir ,því þá eyðilegst hún !

búin að lenda allt of mörgum sinnum í þessu  :lol:

Jón Þór Bjarnason:
Þarf ég ekki að rífa hásinguna undan bílnum til að ná bensíntanknum í burtu.

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

Go to full version