Ég fór á IHRA Nationals keppni á laugardaginn, sem var haldin á ný endurgerðri New England Dragway brautinni (qualifying). Veður skilyrðin voru eins og best var á kosið. Svalt veður og frábær brautar skilyrði urðu til þess að ég sá fjögur heimsmet sett. Þrjú í Pro Stock og eitt í Funny Car flokkunum. (Ég er ekki með það á hreinu hvort metin eru eingöngu IHRA met eða alsherjar heimsmet.) Ég sá tvo Pro Stock bíla vera fyrstu bílana að komast niður í 6,30s ET í sömu spyrnunni. Fyrstur var Ford Mustang á 6.395s ET á 219,44 mph. Tveimur þúsundustu úr sekúndu seinna kom Chevrolet 6.380s ET á 219,33 mph. Þetta var mjög spennandi.
Þessi kepni var fyrsta kepni sem ég hef séð Funy Car bíla og Top Fuel bíla keppa. Manni fanst FC bílarnir ansi hraðskreiðir og hávaða miklir. Eftir að hafa verið búinn að horfa á FC bílana þóttist ég vera vel undirbúinn að horfa á TF bílana. Fyrst, hvað hafa margir KK meðlimir haft tækifæri til þess að sjá TF bíla fara míluna undir 5s? Tilþrifin voru ansi mikil þegar þeir hituðu dekkin up. Ég gét sagt það að ég hef aldrei séð, heyrt eða fundið önnur eins læti þegar þeir fóru af stað. Mér hreinlega snar brá þegar þeir fóru af stað, þó svo að maður hafi vitað hvenær þeir færu af stað. Áhrorfenda pallarnir hreinlega skulfu eins og það væri jarðskjálfti. Hávaðinn var það mikill þegar Nitro Methane var blásið í gegnum mótorana.
Mótstjórarnir leyfðu síðan áhorfendum að fara inn á brautina að kepni lokinni til þess að leyfa þeim að finna hvernig það þarf að undirbúa brautina fyrir 8000 hö. Það er óhætt að segja að brautin hafi verið stamari heldur enn Kvartmílu brautin í Hafnarfyrði. Það var nóg af VHT klístri ofan á gúmí laginu. Skórnir límdust svo við brautina að maður varð að herða reimarnar svo að skórnir yrðu ekki eftir.
Ég læt fylgja með nokkar myndir, sem ég tók í pittinum. Batteríið í vélinni minni tæmdist þannig að ég náði engum myndum af kepninni.