Strákar, strákar!
Höfuðástæðan fyrir því að kvartmíluíþróttin tekur svona dýfur eins og þá sem við sjáum núna er einföld og eðlileg að mínu mati:
Við búum í 300.000 manna þjóðfélagi sem er dreift yfir nokkuð svæði sem býður upp á mjög óvæntar og skyndilegar breytingar í veðurfari þannig að þeir sem lengst eiga heima frá brautinni eru 4-8 tíma að aka þangað oft í óvissu með hver staðan verður á áfangastað.
Af þessum 300.000 er mjög lítill hluti með áhuga á þessari skemmtilegu íþrótt og af þeim sem hafa áhuga hefur aðeins örlítið brot komið sér upp bílum sem þeir eru tilbúnir til að keppa á reglulega.
ÞARNA LIGGUR HUNDURINN NEFNILEGA GRAFINN: Það eru of fáar manneskjur sem hafa það mikinn áhuga/getu/fjármagn til að stunda íþróttina það mikið að þeir koma og keppa oft eða alltaf. Þegar svo nokkrir heltast úr lestinni vegna bilana, auraleysis eða áhugaleysis þá koma engir nýjir í staðinn og þátttakan tekur dýfu.
Ég held því blákalt fram að svona dýfur séu ósköp eðlilegar og að þær munu halda áfram að gerast þangað til á landinu er til c.a. 100 keppnisbíla basi sem eykur líkurnar á að c.a. 1/3 þeirra sé alltaf í keppni. Keppnisbílar í þessu sambandi eru verulega beyttir bílar ætlaðir eingöngu eða nær eingöngu til keppni í kvartmílu. Ég geri mér líka grein fyrir að ég verð sennilega búinn að missa teinið sökum elliglapa þegar þessi 100 bíla stund loks rennur upp.
Við látum hinsvegar alltaf eins og við séum milljón manna þjóð og dettum því stundum á hausinn þegar við ofmetum aðstæður og förum í flumbrugangi að kenna stjórn KK, asnalegum reglum eða þeim sem eru blankir, fúlir út í húsráðendur, miður sín vegna malbiksins eða með bilaða bíla um litla þátttöku.
Það má í raun segja að þessar sveiflur séu eðlilegar alveg eins og í rjúpnastofninum
Það að fáir fáist til að vinna fyrir KK hefur líka verið gert að umkvörtunarefni. Slíkt er ekkert einkavandamál KK; þetta er vandi sem allflest áhugamannafélög glíma við. Ég þekki það á eigin skinni sem núverandi formaður í einu slíku.
Ef einhver vill skjóta þessar röksemdir í kaf þá bið ég viðkomandi að finna 300.000 manna borg eða landsvæði úti í heimi, sem býr við blómlegri kvartmílu en Ísland (jafnvel þar sem er betra veður).
Ragnar