Author Topic: 1974 Ford Capri GT MK1  (Read 4089 times)

Offline Moli

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 6.016
  • www.musclecars.is
    • View Profile
    • http://www.musclecars.is
1974 Ford Capri GT MK1
« on: August 22, 2005, 18:46:30 »
Þá er maður í frekari bílahugleiðingum og hef ákveðið að reyna að kanna hvort einhver hafi ekki áhuga á þessum gæðagrip, fyrir þá sem ekki vita er þetta 1974 Ford Capri GT MK1, bíllinn var tekinn í gegn veturinn 1991 og aftur nú í vetur (2004-2005). Bíllinn kom upprunnalega með 2.0 lítra V4 með einn yfirliggjandi knastás, 8.2 : 1 í þjöppu og 4 gíra kassa, hann var fluttur inn til Íslands sumarið 1975 og fyrst skráður 21. Ágúst 1975 Fékk þá númerið R-26363 og bar það til ársins 1991. Eldri maður átti bílinn frá 21. Ágúst 1975 til 28. Júlí 1977 en á þeim tíma hafði bíllinn staðið meira og minna inni í skúr óhreyfður. Inga Magnúsdóttir kaupir bílinn 28. Júlí 1977. Hrefna Bjarnadóttir kaupir hann 6. Nóvember 1979 og ekur honum allt til ársins 1990 þegar honum er lagt fyrir utan heimili hennar að Langholltsveg 92. Vorið 1991 kaupir eldri bróðir minn, bílinn á 25.000 kr. en þá var bíllinn aðeins ekin 77.230 kílómetra. Sumarið 1991 byrjar faðir minn, að gera bílinn upp, var hann þá nánast rifinn í frumeindir.  28. Maí 1992 er bíllinn klár úr 11 mánaða uppgerð og settur aftur á númer, þá sem BV-102 Haraldur bróðir minn ekur bílnum lítið sumrin 1992-2003. Ég eignast svo bílinn 1. Febrúar 2004. Bíllinn er með 5 gíra kassa úr 2.0 lítra Ford Sierru og 2.8 lítra V6 Bronco II mótor sem skilar honum þokkalega vel áfram enda vigtar bíllinn ekki nema rúmlega 900 kíló. Með bílnum fylgir sett af  sandblásnum 13" Rostyle felgum, og póleraðir sílsalistar sem eiga að fara á brettinn/hurðarnar. Bíllinn er ekinn rúmlega 118 þúsund kílómetra  (eða rúmlega 40 þúsund km. frá alsherjaruppgerð 1991) bíllinn er í mjög góðu standi.

Frekari myndir frá uppgerð bílsins má finna á
http://www.cardomain.com/ride/623117

Ásett verð er 700 þúsund.

Allar frekari upplýsingar í tölvupósti á bilavefur@internet.is eða í síma 693-4684 Maggi.

Magnús Sigurðsson.
www.musclecars.is
1971 Chevrolet Nova
1969 Ford Mustang 351W
1970 Ford Cortina
bilavefur.net á YouTube
mc@internet.is