Kvartmílan > Almennt Spjall
Viðhorf
stigurh:
"Fólk getur breytt lífi sínu með því að breyta viðhorfi sínu" William James.
Ég set þetta hér til að benda mönnum á að rétt viðhorf gerir lífið skemmtilegra. Það fer fyrir brjóstið á mér að "margir" í þessum klúbb tala um reglur og keppnisfyrirkomulag daginn inn og daginn út, eru flestir með skýringar á flestu sem gerist hér í klúbbnum. Í mínum huga er þetta fyrirsláttur manna sem sjaldan og aldrei taka þátt í einu eða neinu en myndu að sjálfsögðu standa sig vel ef þeir gæfu klúbbnum smátíma.
Keppnisreglur eru aukaatriði, að keppa er aðalatriðið.
Ég er búin að vera súkkulaðikleina í OF í tvö ár og það er bjánalegasta brakket sem ég veit um. Ég tók þátt í 10.90 síðast, startaði á jöfnu með raunverulegan möguleika á að vinna, enn það sem kom mér á óvart var hvað það var erfitt, ég vissi ekkert hvað ég var að gera. Það breytist að sjálfsögðu því ég keppi aftur. Mjög gaman að þessum flokk, mjög gaman að eiga raunverulegan vinningsmöguleika á eigin verðleikum og getu.
Heads up racing menn hugsið um það ! Stórir mótorar einoka ekki þessa flokka, hver og einn kemur sér fyrir þar sem hann/hún hefur efni á að keyra og það þarf ekki að vera sífelt að auka kraftinn til að halda í við andstæðingana.
Það væri gaman að þeir sem tóku þátt í þessum flokkum myndu reyna að tjá sig um tímabilið hér á netinu.
stigurh
Ó-ss-kar:
allavega fyrir minn smekk , þá fannst mér þetta með slappari tímabilum.
get bara ekki að því gert að mér finnst þetta bracket system hundleiðinlegt. Enda hef ég ekki mætt svona illa á æfingar/keppnir áður og þá ekki einu sinni til að horfa á.
Mér fannst vanta þónokkra sem voru fastir í fyrra t.d :/ en já þetta er bara mín skoðun á þessu
Jón Þór Bjarnason:
Ég þekki ekki gamla fyrirkomulagið þar sem ég er nýr í þessu sporti og ég er bara búinn að taka þátt í einni keppni og vildi að þær hefðu verið fleiri þó hef ég verið duglegur að mæta á æfingar og einu sinni aðstoðað upp á braut (var ræsir). Mér finnst þetta frábært þó svo að ég sé ekki bestur í mínum flokki enda er ég bara að mæta til að vera með og hafa gaman af OG TIL AÐ STYRKJA KLÚBBINN. Ég vona að fólk fari að hætta þessari fýlu út í flokkana og prufi nokkur skipti áður en það fer að dæma.
Ó-ss-kar:
þetta er engin fýla í manni , veit að það vantar marga frá t.d suðnesjum sem voru í fyrra. Ég sagði bara mér finnst þetta mun leiðinlegra en var.
Sem sagt ég er búin að prófa og fannst ekki eins gaman , svo einnig fannst mér mest gaman þegar æfingarnar voru á föstudögum :)
Jón Þór Bjarnason:
Ekki taka þetta persónulega ég er alls ekki að dissa þig eða beina neinu til þín. Ég er alveg sammála þér að mér fannst og finnst föstudagar koma mun betur út líka vegna þess að það er svo mikið að gerast á fimmtudögum. T.d. er þessi bílahittingur upp á bíldshöfða örugglega að taka mikið frá okkur. En þetta er bara mín skoðun.
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
Go to full version