Author Topic: Slúður 13.08.05  (Read 4498 times)

Offline Sara

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 166
    • View Profile
    • http://www.hi5.com/i?l=M6T0ONG
Slúður 13.08.05
« on: August 13, 2005, 20:01:58 »
Jæja smá slúður frá deginum í dag, það átti að vera brakket en sökum lakrar mætingar varð úr þessu stórskemmtilegur dagur og fannst mér almennt menn skemmta sér frábærlega eins og ég!  :lol:  Nú nema hvað að þeir sem mættu voru eftirfarandi með eftir farandi tíma:
Björn Magnússon á Pontiac Trans Am 00" 5,7L silfurlitur pæjupikköpp með meiru hann fór best 13,66!
Stígur A. Herlufsen á Volvo kryppu 544, 454 stórskemmtilegur á að horfa og heyra, hann fór best 9,925 @131,97mph !
Garðar Ólafsson á Plymouth Road Runner 76" 360cid snilldar fjársjóður og minnir óneitanlega á raod runnerinn í teiknimyndinni, hann fór best 12,705!
Gísli Sveinsson á Dodge Challenger RT 70" 493cid bláa skutlan kölluð og skvísusegull að öllu leyti, hann fór best 10,145!
Nú Nóni okkar kom með SAABinn sinn sem ég hef engar upplýsingar um, en hann fór á kostum og skemmti áhorfendum eins og vera ber!
Jæja og þá kemur slúðrið, viti menn Auðunn bróðir Stígs smellti sér eina bunu á kryppunni og fór á tímanum 9,97@131,20 og 60fetin 1,412!!! Já viti menn, það er enn heitt blóðið í kallinum og gefur litla bróður ekkert eftir, en ég hef heyrt því fleygt að Auðunn muni jafnvel sýna okkur listir sínar næsta sumar :!:
Já og svo í lokin þá náði ég ekki öllum tímunum því ég fór örlítið fyrr heim en ætlunin var, svo að ef einhver veit betur en ég þá bara verðið þið að pósta það hér því rétt skal vera rétt!
Eftirfarandi er sent frá Ingó Big!
kryppan með stíg og auðunn innan borðs
stíg: 9.952 @ 131.97 mph , 60 fet: 1.442
auðunn: 9.971  @ 131.20 mph , 60 fet 1,412 auðun setti best á bílnum hjá stíg 60 fetin

Nóni á Saab 9000 Turbo (icesaab/kvartmílu saab) 12.691@112.49 mph , 60 fet: 1.996

Gísli sveins 10.145@131.97 mph , 60 fet: 1.516

Garða á Roadrunner 12.705@102.98 mph , 60 fet: 1.755

Björn á pontiac: 13.689@100.44 mph , 60 fet: 2.151

Gunni á Golf GTi 15.043 @ 89.10 mph , 60 fet: 2.372

Dagurinn var með fínt veður og gott track í brautinni , Stígur sló persónlegt met þegar hann loksins náði undir 10 sec og þar með getur hann monta sig að hann á under 10 sec car hehe , menn urðu fyrir smá bilunum en allir komust heim í lagi með sig þó smá högg á skemmtuna en menn mæta þá bara seinna og hafa gaman af , voða fámennt var á svæðinu en samt góðmennt enda eru við í klúbbnum svo góðir hver við annan og viljum hjálpa hvor öðru eftir bestu lyst.
Loksins sást til upprunnalega kvartmílu saabs enda höfðu menn sakna hans rosalega eða við vonum það.. viljum sjá nefnilega þann ökumann oftar uppá braut :)
Staffið stóð sig vel og ekki skorti á enda voða skemmtilegur dagur enda stóð gamanið frammá kvöld.
Kvartmílu pickup-inn er vel merktur núna enda verður að auglýsa klúbbinn eins mikið og hægt er :)

Kveðja Ingþór
Sara M. Björnsdóttir #999

Offline Kristján Stefánsson

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 685
    • View Profile
Slúður 13.08.05
« Reply #1 on: August 13, 2005, 20:18:57 »
komst ekki að horfa á en frábært hjá stígi undir tíu geggjað

Offline ilsig

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 219
    • View Profile
Frábær dagur
« Reply #2 on: August 13, 2005, 23:48:50 »
Frábær dagur í dag uppá braut . Stígur þú ert frábær til hamingju með það
að vera loksins orðin 9 sec   8)  MAÐUR þú átt það skilið.
Sömuleiðis óska ég Gæja til hamingju með sitt personal best, bíllin virkar
flott og á fullt inni   8)  8)
Annars vildi ég þakka bara þakka fyrir góðan dag og bestu kveðjur til
Búrsins og starfsmanna brautarinnar gott fólk þar.

Gísli Sveinss.
-= This text might contain traces of Methyl fluorosulfonate (F-SO2-OCH3), Cyclosarin (C7H14FO2P) or the Ebola virus... =-

Offline firebird400

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.307
    • View Profile
Slúður 13.08.05
« Reply #3 on: August 14, 2005, 16:32:45 »
Ég stóð hjá þeim bræðrum á kryppunni þegar Auðunn var að gera sig klárann til að fara af stað.

Þá heyrðum við hann segja  
Quote
"Ég ætla bara að keyra hana rólega svona fyrst"


 :lol:  Jú jú eins og við sáum þá var þetta bara allt í rólegheitunum @ 9,97 sek.  8)
Agnar Áskelsson
6969468

Offline stigurh

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 513
    • View Profile
Einmitt
« Reply #4 on: August 14, 2005, 16:57:17 »
svo sagði hann eftir ferðina "ég gerði bara eins og þú sagðir, skifti í sex þúsund ! ".

Hvað eru margir búnir að segja eitthvað í þessa áttina. ég ætla bara að keyra rólega svona fyrst !

stigurh

Offline 1965 Chevy II

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 8.089
  • Friðrik Daníelss.
    • View Profile
Slúður 13.08.05
« Reply #5 on: August 14, 2005, 17:07:27 »
Til hamingju stígur með tímann og Auðunn líka þetta er frábært,synd að hafa misst af þessu.
Gæi til lukku með tímann,frábær árangur.

P.S man eftir forma þegar hann kom á dragganum uppeftir fyrst "tek eina rólega fyrst"...... 8.eitthvað hehe
.....and 500 pounds of torque......what ever that is.
1.30 60ft 5.78 @ 119.9mph 1/8 - 9.07 @ 148.2 mph N/A Pump gas

Offline ingo big

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 173
    • View Profile
Slúður 13.08.05
« Reply #6 on: August 14, 2005, 21:39:41 »
Auðun ætlaði ekki að trúa mér þegar ég labbaði að honum eftir ferðina hann spurði hvort að hann hefði farið háar 10 og ég sagði altaf aftur og aftur 9,97 og hann spurði hvort ég væri ekki í lagi því að hann tók rólegt runn  :P
en svona er þetta , og enn og aftur til hamingju stígur og auðun með þessa glæsilegu tíma
Ingó

Ingþór J Eyþórsson

Offline Nóni

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.213
    • View Profile
    • http://www.icesaab.net
Kryppan
« Reply #7 on: August 17, 2005, 00:14:32 »
Um leið og ég óska öllum til hamingju með allt og líka Bjarna frænda með afmælið þá held ég að þetta með kryppuna sé misskilningur, þetta er ekki Volvo 544 með 454, þetta er örugglega Volvo 444 með 545. :D


Kv. Nóni
Kv. Nóni

_______________

Jón Gunnar Kristinsson,
með SAAB á heilanum.
www.icesaab.net

Betra er að blása en að sjúga!
SAAB 9000 túrbó 1987    12.100 @ 115.0

Offline Racer

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.464
    • View Profile
Slúður 13.08.05
« Reply #8 on: August 17, 2005, 01:01:21 »
til hamingju stígur á ný.

núna er bara að versla 514 Cubic Inch Ford Racing vél ;)
Davíð Stefánsson
KK Member 2015 #857