Author Topic: Uppfærsla á vef/ fleiri félagar og áhorfendur??  (Read 2901 times)

Offline aegir

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 2
    • View Profile
Uppfærsla á vef/ fleiri félagar og áhorfendur??
« on: August 06, 2005, 13:30:11 »
Ég fór inn á vefinn til að komast að því hvort keppni væri í dag, klukkan hvað og hvað kostaði inn á hana. Ég komst að vísu að því að það væri keppni í dag en tímasetningin kemur hvergi fram.  6. águst byrjar samkvæmt dagatali klukkan 00:00 og endar klukkan 00:00,  24 klukkustundum seinna. Hvenær á þessu tímabili ætlið þið að keppa? Það eru hvergi upplýsingar fyrir þá sem ekki eru "innvígðir" hvar þessar keppnir eru haldnar, klukkan hvað og hvað það kostar (sem áhorfandi). Einnig hefur keppnisdagatalið ekki verið uppfært á forsíðunni og finnst bara við frekari "gröft" á síðunni. Þið hafið kannski ekki neinn áhuga á fleiri aðilum í klúbbinn eða utanaðkomandi áhorfendum? :?

Með ósk um góða keppni
Ægir

Offline firebird400

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.307
    • View Profile
Uppfærsla á vef/ fleiri félagar og áhorfendur??
« Reply #1 on: August 06, 2005, 16:31:19 »
Sko vissulega mætti sumt vera betra á síðunni, rétt eins og margt flr. á mörgum öðrum stöðum. T.D. hjá þér, þar mætti eflaust laga ýmislegt :roll:

Málið er bara það að þessi síða er unnin af áhugamönnum sem eru innan klúbbsins og geta kannski ekki sinnt henni alla daga. Mér þykir hún nefnilega flott, og ég hef getað sótt allar þær upplýsingar sem mig hefur vantað hingað til héðan.

Enda held ég að ef menn eru á annað borð með einhvern áhuga þá munar þeim bara ekkert um að skoða hvað er á síðunni til að finna flr. upplýsingar.

Kannski þú þurfir bara að vinna að meiri þolinmæði frekar en vefstjórar að síðunni, það er nokkuð víst að þeir hafa eytt meiri tíma í hana en þú hefur eytt í að skoða hana. :roll:

Allar keppnir byrja kl. 14:00, tímatökur kl. 13:00 og eru haldnar á einu kvartmílubrautinni sem við Íslendingar eigum.

Kv. Agnar
Agnar Áskelsson
6969468

Offline aegir

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 2
    • View Profile
Uppfærsla á vef/ fleiri félagar og áhorfendur??
« Reply #2 on: August 06, 2005, 17:22:48 »
"Sko vissulega mætti sumt vera betra á síðunni, rétt eins og margt flr. á mörgum öðrum stöðum. T.D. hjá þér, þar mætti eflaust laga ýmislegt"

Já, vissulega mætti laga eitthvað á mínum vef líka.


"Málið er bara það að þessi síða er unnin af áhugamönnum sem eru innan klúbbsins og geta kannski ekki sinnt henni alla daga. Mér þykir hún nefnilega flott, og ég hef getað sótt allar þær upplýsingar sem mig hefur vantað hingað til héðan."

En þegar keppnissumarið er að verða búið og keppnissíðan (Keppnir) hefur ekki verið uppfærð síðan í fyrra, þá er spurning fyrir hvern síðan ykkar er þó flott sé.


"Enda held ég að ef menn eru á annað borð með einhvern áhuga þá munar þeim bara ekkert um að skoða hvað er á síðunni til að finna flr. upplýsingar."

????


"Kannski þú þurfir bara að vinna að meiri þolinmæði frekar en vefstjórar að síðunni, það er nokkuð víst að þeir hafa eytt meiri tíma í hana en þú hefur eytt í að skoða hana."

Svona vefsíða eins og þið eruð með - hún þarf fyrst og fremst að gera mönnum (og konum) kleyft að finna upplýsingar á fljótan og einfaldan hátt - líka þeim sem eru að koma efninu í fyrsta sinn. Þá væri gott að það efni sem þarf að uppfæra reglulega sé uppfært reglulega.

"Allar keppnir byrja kl. 14:00, tímatökur kl. 13:00 og eru haldnar á einu kvartmílubrautinni sem við Íslendingar eigum."

Það er ekki sjálfsagt að menn viti hvar "eina kvartmílubrautin sem við Íslendingar eigum" er - en takk fyrir upplýsingarnar. Þessi póstur hefur svarað nokkrum spurningum,  en samt væri gaman að vita hvort gjald sé fyrir áhorfendur og þá hversu hátt það sé. Eins hvort afsláttur sé fyrir börn.

Það skilja ef til vill ekki allir hversu mikill máttur netsins er. Þegar stór hluti Íslendinga er ADSL tengdur, þá eru fá tæki sem er eins mikið notað í upplýsingaöflun og netið. Upplýsingar þar þurfa því að vera aðgengilegar á einfaldan hátt (og uppfærðar).

Í von um að enginn sé sár eða móðgaður.

Kveðja
Ægir

Offline 1965 Chevy II

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 8.089
  • Friðrik Daníelss.
    • View Profile
Uppfærsla á vef/ fleiri félagar og áhorfendur??
« Reply #3 on: August 06, 2005, 17:40:06 »
Þetta er alveg rétt Ægir síðan er ekki vel uppfærð og lélegar upplýsingar á henni.
Okkur vantar bara einhvern snilling til að sjá um þetta,setja inn allar upplýsingar og tíma úr keppnum og fleira!
Þeir sem sjá um þetta núna hafa nóg annað að gera og eru á fullu í sjálboðavinnu.
.....and 500 pounds of torque......what ever that is.
1.30 60ft 5.78 @ 119.9mph 1/8 - 9.07 @ 148.2 mph N/A Pump gas

Offline firebird400

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.307
    • View Profile
Uppfærsla á vef/ fleiri félagar og áhorfendur??
« Reply #4 on: August 06, 2005, 17:43:19 »
Svo máttu alveg bjóða þig fram til þess að vinna að síðunni ef þú ert fær um svoleiðis.

Það kostar 5000 kr. að gerast meðlimur og þá færð þú frítt inn á allar keppnir, æfingar, sýningar og ég er viss um að börnin fá að koma með pabba sínum ef hann er meðlimur.

Brautin er við álverið í straumsvík, ekið út af reykjanesbraut á sama stað og við geymslusvæðið
Agnar Áskelsson
6969468