Author Topic: Smá útskýringar frá mönnum sem vita takk  (Read 2447 times)

Offline old and good

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 166
    • View Profile
Smá útskýringar frá mönnum sem vita takk
« on: July 07, 2005, 09:06:13 »
Nú væri gott að fá smá hjálp hjá fróðum mönnum! málið er að ég hef verið að pæla með munin á þjöppu á vél og þjöppu frá turbo eða SC t.d. ef að maður er að pæla í supercharging er þá ekki alveg eins hægt að hækka þjöppuna á vélini.

Ég get bara ekki skilið munin á því hvort að loft er þjappað áður en að það fer inná vélina og svo aftur meira í vélini í stað þess að bara hreinlega að þjappa meira í vélini!
Bjarni - 6638508.
Trans Am 99'
KTM 250 02'

Offline baldur

  • Administrator
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.464
    • View Profile
    • http://foo.is
Smá útskýringar frá mönnum sem vita takk
« Reply #1 on: July 07, 2005, 10:40:40 »
Munurinn liggur í loftmagninu sem vélin nær inn, það skiptir miklu meira máli heldur en hámarks þjöppuþrýstingurinn.
Vél sem hefur tvöfaldan andrúmsloftþrýsting í soggreininni hún hefur sirka tvöfalt meira loft inni í cylendernum þegar að inntaksventillinn lokast heldur en vél sem hefur enga ytri loftdælu.
Það er svo seinna í ferlinu sem að vélin þjappar loftinu saman fyrir bruna.
Baldur Gíslason

1995 Mitsubishi Eclipse GSX 4x4 turbo
1992 Polaris Indy RXL 136" turbo

Turbo or no go.

Offline old and good

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 166
    • View Profile
Smá útskýringar frá mönnum sem vita takk
« Reply #2 on: July 07, 2005, 20:41:38 »
ahh takk áttaði mig ekki á því, en samt samsvarar turbo þá ekki bara einherri ofurþjöppu því að loftið hlítur að þjappast að einhverju leiti svipað og venjuleg vélar þjappa?
Bjarni - 6638508.
Trans Am 99'
KTM 250 02'

Offline baldur

  • Administrator
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.464
    • View Profile
    • http://foo.is
Smá útskýringar frá mönnum sem vita takk
« Reply #3 on: July 07, 2005, 20:50:57 »
Nei, eins og ég sagði, að búa til afl snýst ekki um að gera sem hæstan hámarksþrýsting, það snýst um að hafa sem hæstan meðalþrýsting í aflslaginu.
Vél með túrbó getur dregið miklu meira loftmagn inn í cylendrana, og þar af leiðandi brennt miklu meira bensíni á botngjöf, og þar af leiðandi skilað miklu meira afli út í hjólin.
Baldur Gíslason

1995 Mitsubishi Eclipse GSX 4x4 turbo
1992 Polaris Indy RXL 136" turbo

Turbo or no go.

Offline hebbi

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 284
    • View Profile
x
« Reply #4 on: July 07, 2005, 22:02:41 »
2 lítra turbo vél með 1 bar þjappar sama og 4 lítra vél án forþjöppu
burtséð frá strokkþjöppu svona gróft sagt
Herbert Hjörleifsson

Offline killuminati

  • In the pit
  • **
  • Posts: 99
    • View Profile
Smá útskýringar frá mönnum sem vita takk
« Reply #5 on: July 09, 2005, 00:11:17 »
segir það sig ekki sjálft, ef túrbínan þjappar loftinu áðu en það fer inn á vélina þá kemst hlýtur að fara meira af lofti inn á vélina.  right?