Ég fór til míns Tryggingafélags í dag (VÍS), þar könnuðust menn ekkert við að Kvartmíluklúbburinn væri búinn að ræða við þá í sambandi við viðauka í ábyrgðartrygginguna viðkomandi keppnum og æfingum.
Þetta væri mjög sennilega aukin kostnaður við iðngjaldið o.s.frv sem að stjórnarmenn KK ættu að ræða við yfirmenn VÍS í Ármúla.
Þetta þarf að gefa út fyrir hverja keppni, hverja æfingu o.s.fv. var mér tjáð, ekki einhvern mánuð eða tímabil heldur einn ákveðin atburð.
Mitt álit: Fúll yfir því að KK er ekki búinn að ræða við Vís, þetta er meira mál heldur en Nóni lætur uppi (Nóni, það þýðir ekki bara að tala við sitt félag).
Fúll yfir auknum kostnað á iðngjaldið, fúll yfir því að það þurfi að fá leyfi/sækja um þetta við hvern einasta atburð sem þú tekur þátt í...
Ætlaði að koma á æfingu á fimmtudag (7. Júlí), get ekki séð að það takist vegna seinagangs stjórnar við að koma þessu á framfæri eða hvað þá að tala við öll tryggingafélögin.
Þetta fækkar keppendum á æfingum/keppnum stórlega ef að þetta á að viðgangast að mínu mati. Mjög óaðlagandi! Eitt af "trikkum" LÍA??
Hvað ætlið þið að gera í málinu??
Vinsamlegast ekki svara með hroka!
Kristinn Rúdólfsson.