Author Topic: Kvart undan lélegri mætingu á æfingar og keppnir  (Read 8977 times)

Offline ElliOfur

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 453
    • View Profile
    • http://www.123.is/elliofur/
Kvart undan lélegri mætingu á æfingar og keppnir
« on: June 09, 2005, 21:02:34 »
Sælir félagar.
Ég var að frétta af því að það værí æfing í gangi uppi á braut fyrir ca 3 mín síðan. Ef ég hefði frétt af því fyrr, td kannski með hálftíma fyrirvara, þá hefði ég komið. Ég er ekki að fara að drífa mig uppá braut núna, korter að taka mig til og þrjú korter að keyra uppá braut og þá er klukkan orðin 22 og allt að verða búið.
Hvernig væri nú að auglýsa þetta aðeins betur, ég les live2cruize spjallið daglega, og ef stjórnendur hér mundu nú setja inn áminningu einum eða tveimur dögum fyrr á þessi spjall sem eru hér í gangi.. l2c, kraftinum og þessum algengu spjöllum sem ég man ekki hvað heita öll, þá skal ég lofa því að mætingar aukist. Ef þetta hefði verið gert, þá væri ég uppi á braut núna.

Keppnisdagatal fyrir árið 2005 er í vinnslu og verður það kunngjört fljótlega eftir áramót.
HALLÓ! það er komið sumar og keppnisdagatalið hjá ykkur er ekki komið á netið??? Svo kvartið þið yfir mætingarleysi?

Ég get alveg skilið að menn séu tímalitlir og nóg að gera etc etc.. en það er nú ekki lengi gert að skella einhverju smá infoi inn. Ég hef td fullan áhuga á að mæta á næstu keppnir og æfingar, en hvenær verða þær?
Þótt ég hafi ekkert tæki til að taka run á, þá hef ég hellings áhuga á að kíkja og vera með, jafnvel komast innar í hringinn og vera í gæslu eða whatever sem gæti gert gagn og styrkt klúbbinn. Mér fannst td geggjuð keppnin sem var að mig minnir á laugardaginn fyrir tæpum hálfum mánuði síðan, þegar camaroinn prjónaði á stað aftur og aftur, það var sweet. Þeirri keppni frétti ég af með algjörri tilviljun, ég hringdi af einskærri tilviljun í kunningja minn og hann var staddur uppi á braut.

Auglýsiði keppnirnar strákar, það er algjörlega ókeypis að skella inn innleggjum á spjallsvæðin, helst undir "almennt spjall"

Með von um að þetta verði ekki drullað niður, kveðja, Elli
kveðja, Elmar Snorrason
_________________

http://www.123.is/elliofur/ - heilmikið bílagrúsk

Offline Preza túrbó

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 275
    • View Profile
Kvart undan lélegri mætingu á æfingar og keppnir
« Reply #1 on: June 09, 2005, 21:24:32 »
sæll Elli. Keppnisdagatal kk. er komið upp en það þarf bara að finna það  :oops:  það er soltið leint hérna á síðunni :roll: , en allavega það er æfing ALLA fimmtudaga (kvöldum) nema að veður hamli því. sem og með keppnir  :wink:  :D  nema þær eru á 1/2 mánaðar fresti. En það var leitt að þú skildir komast að þessu sona seint með að æfing væri í gangi, þú mætir þá bara á næstu æfingu  8)  :D

Kær kveðja:
Dóri G.
my racing team has a drinking problem :-(

Offline killuminati

  • In the pit
  • **
  • Posts: 99
    • View Profile
Kvart undan lélegri mætingu á æfingar og keppnir
« Reply #2 on: June 09, 2005, 21:41:47 »
therock skrifaði:
Quote
þegar camaroinn prjónaði á stað aftur og aftur, það var sweet.


bara smá leiðrétting, þetta var pintoinn hans leifs sem prjónaði aftur og aftur af stað ;) :lol:

Offline ElliOfur

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 453
    • View Profile
    • http://www.123.is/elliofur/
Kvart undan lélegri mætingu á æfingar og keppnir
« Reply #3 on: June 09, 2005, 22:34:59 »
Quote from: "killuminati"
therock skrifaði:
Quote
þegar camaroinn prjónaði á stað aftur og aftur, það var sweet.


bara smá leiðrétting, þetta var pintoinn hans leifs sem prjónaði aftur og aftur af stað ;) :lol:


ah það sló saman vírum í hausnum á mér og það fór einn fasi.. komið í lag núna :)
kveðja, Elmar Snorrason
_________________

http://www.123.is/elliofur/ - heilmikið bílagrúsk

Offline Racer

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.464
    • View Profile
Kvart undan lélegri mætingu á æfingar og keppnir
« Reply #4 on: June 09, 2005, 23:25:46 »
l2c tekur ekki vel svona auglýsingum frá öðrum klúbbi ;) eða stjórnendurnir hjá l2c.

annars er alltaf æfing á fimmtudögum nema rigning er yfir hafnarfirði.
Davíð Stefánsson
KK Member 2015 #857

Offline siggik

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 270
    • View Profile
Kvart undan lélegri mætingu á æfingar og keppnir
« Reply #5 on: June 09, 2005, 23:36:34 »
stóð það ekki líka lengi vel á aðalsíðunni :S svo ef þú ert að hugsa um að mæta á kvartmíluna er þá ekki betra að fylgjast með kvartmílu spjallinu :S

Offline Marteinn

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 658
    • View Profile
Kvart undan lélegri mætingu á æfingar og keppnir
« Reply #6 on: June 10, 2005, 01:21:53 »
ég bý oftast til þráð um að æfing sé um kvöldið á l2c spjallinu  :wink:

ég náði  14,935@91,40 mílum í kvöld  8)

á 1,6L hondu aula  :lol:
Subaru Impreza GF8 '98

Offline teppi

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 1
    • View Profile
    • http://biladella.com
Kvart undan lélegri mætingu á æfingar og keppnir
« Reply #7 on: June 10, 2005, 09:32:41 »
Quote from: "MJR"
ég bý oftast til þráð um að æfing sé um kvöldið á l2c spjallinu  :wink:

ég náði  14,935@91,40 mílum í kvöld  8)

á 1,6L hondu aula  :lol:


Mætti í fyrsta sinn í gær, gekk í klúbbinn og æfði mikið.  Þetta var mun meira fjör en ég hélt, og kom mér á óvart hve mikið var af minni uppáhalds bílategund á svæðinu.  

Ég náði best 15.07  / 93.17 lokahraði, og átti í miklu basli við að keppa við "litlu bræður" (civicana) þrátt fyrir að hafa ca 30 hestöfl umfram þá.  Vel gert hjá ykkur.

En ég tók framförum yfir kvöldið og þakka reyndum ökumönnum fyrir tips sem hjálpuðu mér mikið - t.d. að taka af stað á síðasta gula en ekki á græna (hehe).

Þórður
Integra Type-R

Offline Marteinn

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 658
    • View Profile
Kvart undan lélegri mætingu á æfingar og keppnir
« Reply #8 on: June 10, 2005, 12:30:16 »
hvað er integra skráð í kg  :?:

minn er 1080kg
Subaru Impreza GF8 '98

Offline sJaguar

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 143
    • View Profile
    • http://blog.central.is/cross-ak
Kvart undan lélegri mætingu á æfingar og keppnir
« Reply #9 on: June 10, 2005, 16:45:03 »
1250 kg minnir mig
Dodge Ram 1500 HEMI 2006
Pontiac Trans Am 1985 (Project)
Honda CRF 250 R 2007
Polaris Pro X 440 2003
Polaris XC SP 700 1999
Polaris RXL 650 1991 (Project)
Kawasaki Ninja ZX6R 2006 Selt
Suzuki RMZ 250 2004 Selt

Offline Marteinn

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 658
    • View Profile
Kvart undan lélegri mætingu á æfingar og keppnir
« Reply #10 on: June 10, 2005, 22:22:54 »
ég held að integra type r sé 1150kg  :!:
Subaru Impreza GF8 '98

Offline molin

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 100
    • View Profile
Kvart undan lélegri mætingu á æfingar og keppnir
« Reply #11 on: June 11, 2005, 00:56:49 »
mj seig þessi honda hja þér gaman að sja þig taka þessar nýju hondur hvað ertu með i huddinu

Offline Marteinn

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 658
    • View Profile
Kvart undan lélegri mætingu á æfingar og keppnir
« Reply #12 on: June 11, 2005, 18:12:44 »
Quote from: "molin"
mj seig þessi honda hja þér gaman að sja þig taka þessar nýju hondur hvað ertu með i huddinu



hondan min er eiginlega bara ORGINAL með Vtec controler sem ég kann
voða litið á, síu í hoodinu, 2" pressubeygt púst með eitthverjum kraftkut :?  og msd þræði og kerti og ACT kuplingu :!:

það voru 2 hondur 1,6L sem fóru í 14,9 sec, ég og 4 dyra VTi ´99 árgerð
rauð á lit,hun for 14,984, hun er með 2,5" pústi og síu og lækkun.

og hinar 2 voru í 15,1 sec
Subaru Impreza GF8 '98


Offline Nóni

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.213
    • View Profile
    • http://www.icesaab.net
Re: Kvart undan lélegri mætingu á æfingar og keppnir
« Reply #14 on: June 22, 2005, 00:08:44 »
Quote from: "therock"
Sælir félagar.
Ég var að frétta af því að það værí æfing í gangi uppi á braut fyrir ca 3 mín síðan. Ef ég hefði frétt af því fyrr, td kannski með hálftíma fyrirvara, þá hefði ég komið. Ég er ekki að fara að drífa mig uppá braut núna, korter að taka mig til og þrjú korter að keyra uppá braut og þá er klukkan orðin 22 og allt að verða búið.
Hvernig væri nú að auglýsa þetta aðeins betur, ég les live2cruize spjallið daglega, og ef stjórnendur hér mundu nú setja inn áminningu einum eða tveimur dögum fyrr á þessi spjall sem eru hér í gangi.. l2c, kraftinum og þessum algengu spjöllum sem ég man ekki hvað heita öll, þá skal ég lofa því að mætingar aukist. Ef þetta hefði verið gert, þá væri ég uppi á braut núna.

Keppnisdagatal fyrir árið 2005 er í vinnslu og verður það kunngjört fljótlega eftir áramót.
HALLÓ! það er komið sumar og keppnisdagatalið hjá ykkur er ekki komið á netið??? Svo kvartið þið yfir mætingarleysi?

Ég get alveg skilið að menn séu tímalitlir og nóg að gera etc etc.. en það er nú ekki lengi gert að skella einhverju smá infoi inn. Ég hef td fullan áhuga á að mæta á næstu keppnir og æfingar, en hvenær verða þær?
Þótt ég hafi ekkert tæki til að taka run á, þá hef ég hellings áhuga á að kíkja og vera með, jafnvel komast innar í hringinn og vera í gæslu eða whatever sem gæti gert gagn og styrkt klúbbinn. Mér fannst td geggjuð keppnin sem var að mig minnir á laugardaginn fyrir tæpum hálfum mánuði síðan, þegar camaroinn prjónaði á stað aftur og aftur, það var sweet. Þeirri keppni frétti ég af með algjörri tilviljun, ég hringdi af einskærri tilviljun í kunningja minn og hann var staddur uppi á braut.

Auglýsiði keppnirnar strákar, það er algjörlega ókeypis að skella inn innleggjum á spjallsvæðin, helst undir "almennt spjall"

Með von um að þetta verði ekki drullað niður, kveðja, Elli



Úffffff........ það er bara svona, kvart kvart kvart, þessar æfingar voru rækilega auglýstar og er yfirleitt kynnt hér á vefnum. Mér finnst nú að þú ættir ekkert að vera að skammast í okkur af því að þú ert alltaf á L2C, þú fórst héðan í fússi í vetur af því að við vorum ekki alveg upprifnir yfir þínu pródjekti hér á spjallinu. Menn höfðu mismunandi skoðanir á þessu (ég má ekki segja mína) og þeir þögðu bara í staðinn fyrir að segja eitthvað, þetta þarf ekkert að vera verra pródjekt þó að menn hér inni hafi ekki haft áhuga á því þá.

Það er nú alveg greinlegt að þú ert ekki vel kunnugur á þessu kvartmíluspjalli. Þeir sem frétta af keppnum af einskærri tilviljun lesa varla þennan vef af nokkurri alvöru.

Keppnisdagatalið okkar hefur fyrir löngu verið hengt upp í "Fréttir og tilkynningar", við höfum líka verið skammaðir bæði af stjórnendum og meðlimum L2C fyrir að hengja upp auglýsingar inni á L2C þó að við í stjórninni höfum ekki gert það, það hafa verið áhugasamir einstaklingar héðan og þaðan (L2C) sem hafa búið til umræður um það.

Ég er ekki að drulla þetta niður heldur er ég að reyna að verja mig, það er alltaf verið að ráðast á mig, (sjálfsvörn) :D  Ég veit að þessi póstur er gamall en ég nennti ekki að svara þessu um daginn vegna þess að ég var einfaldlega ekki í skapi til þess þá. Hefði kannski sagt eitthvað sem ég hefði séð eftir. :D


Kv. Nóni
Kv. Nóni

_______________

Jón Gunnar Kristinsson,
með SAAB á heilanum.
www.icesaab.net

Betra er að blása en að sjúga!
SAAB 9000 túrbó 1987    12.100 @ 115.0

Offline Geir-H

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 946
    • View Profile
Kvart undan lélegri mætingu á æfingar og keppnir
« Reply #15 on: June 22, 2005, 00:31:37 »
Varla flókið að fatta það að æfingar séu haldnar á fimmtudagskvöldum
Geir Harrysson #805

Offline Moli

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 6.016
  • www.musclecars.is
    • View Profile
    • http://www.musclecars.is
Kvart undan lélegri mætingu á æfingar og keppnir
« Reply #16 on: June 22, 2005, 22:04:34 »
Quote from: "strumpur1001"
Glory days

http://www.kvartmila.is/images/pitturinnamilunni.jpg
hhttp://www.kvartmila.is/images/19-7-2003-6.jpg
http://www.kvartmila.is/images/19-7-2003-4.jpg
http://www.kvartmila.is/images/keppni-17-8-2003-5.jpg


talandi um Glory Days.... SJÁIÐ FJÖLDAN!!  :shock:

Magnús Sigurðsson.
www.musclecars.is
1971 Chevrolet Nova
1969 Ford Mustang 351W
1970 Ford Cortina
bilavefur.net á YouTube
mc@internet.is

Offline Geir-H

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 946
    • View Profile
Kvart undan lélegri mætingu á æfingar og keppnir
« Reply #17 on: June 22, 2005, 23:30:56 »
Þetta er keppnis
Geir Harrysson #805

Offline Marteinn

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 658
    • View Profile
Kvart undan lélegri mætingu á æfingar og keppnir
« Reply #18 on: June 23, 2005, 02:20:43 »
afhverju er þetta orðið svona breytt  :roll:
Subaru Impreza GF8 '98

Offline íbbi_

  • In the pit
  • **
  • Posts: 77
    • View Profile
Kvart undan lélegri mætingu á æfingar og keppnir
« Reply #19 on: June 23, 2005, 04:46:16 »
af því að camaroin þarna er lokaður inní skúr á vestfjörðum og ekkert nema hondur á brautini?
neinei.. þið hondugengi eigið bara hrós skilið fyrir að nenna að mæta og fínir tímar hjá ykkur

skrítið að þetta hafi dalað sona mikið, 02 og 03 voru nú gríðalega öflug!
hef heyrt marga (sem ég hef talað við þ.e.a.s) sem eru að skammast útí nýju flokkana, en er það ekki alltaf?

allavega finnst mér það mjög miður ef þetta dettur alveg niður
06 Mazda 3sport 2.0l