Sælir félagar.
Ég var að frétta af því að það værí æfing í gangi uppi á braut fyrir ca 3 mín síðan. Ef ég hefði frétt af því fyrr, td kannski með hálftíma fyrirvara, þá hefði ég komið. Ég er ekki að fara að drífa mig uppá braut núna, korter að taka mig til og þrjú korter að keyra uppá braut og þá er klukkan orðin 22 og allt að verða búið.
Hvernig væri nú að auglýsa þetta aðeins betur, ég les live2cruize spjallið daglega, og ef stjórnendur hér mundu nú setja inn áminningu einum eða tveimur dögum fyrr á þessi spjall sem eru hér í gangi.. l2c, kraftinum og þessum algengu spjöllum sem ég man ekki hvað heita öll, þá skal ég lofa því að mætingar aukist. Ef þetta hefði verið gert, þá væri ég uppi á braut núna.
Keppnisdagatal fyrir árið 2005 er í vinnslu og verður það kunngjört fljótlega eftir áramót.
HALLÓ! það er komið sumar og keppnisdagatalið hjá ykkur er ekki komið á netið??? Svo kvartið þið yfir mætingarleysi?
Ég get alveg skilið að menn séu tímalitlir og nóg að gera etc etc.. en það er nú ekki lengi gert að skella einhverju smá infoi inn. Ég hef td fullan áhuga á að mæta á næstu keppnir og æfingar, en hvenær verða þær?
Þótt ég hafi ekkert tæki til að taka run á, þá hef ég hellings áhuga á að kíkja og vera með, jafnvel komast innar í hringinn og vera í gæslu eða whatever sem gæti gert gagn og styrkt klúbbinn. Mér fannst td geggjuð keppnin sem var að mig minnir á laugardaginn fyrir tæpum hálfum mánuði síðan, þegar camaroinn prjónaði á stað aftur og aftur, það var sweet. Þeirri keppni frétti ég af með algjörri tilviljun, ég hringdi af einskærri tilviljun í kunningja minn og hann var staddur uppi á braut.
Auglýsiði keppnirnar strákar, það er algjörlega ókeypis að skella inn innleggjum á spjallsvæðin, helst undir "almennt spjall"
Með von um að þetta verði ekki drullað niður, kveðja, Elli