Já, en það er talsverð kúnst
Fyrst þarf að smíða "nippil" til að setja í kertagatið til að blása lofti undir ventlana til að halda þeim í sætinu á meðan gormarnir eru losaðir. Það er hægt að gera með því að brjóta postulínið úr venjulegu kerti og koparsjóða smá rörstubb í staðin svo hægt sé að tengja loftslönguna á það. Síðan þarf að smíða spennijárn til að þrýsta niður gormunum.
Rokkerarmastellið þarf að fara af og síðan skrúfast nippillinn í kertagatið og lofti hleypt á (passa að stimpillinn sé niðri annars snýst vélin aðeins)
Spennijárninu tyllt niður í hentugt boltagat td. fyrir rokkerana og gorminum þrýst niður (gæti þurft að losa um hann með því að banka létt ofan á kantinn á björginni með léttum hamri) Gormurinn tekinn frá, skipt um þéttinguna og gormurinn settur á aftur (passa bara að hafa loftið á á meðan annars getur ventillinn dottið oní)
Síðan er nippillinn færður í næsta cyl. og svo koll af kolli.
ps. það borgar sig að leggja tusku yfir öll op sem liggja niður í vélina á meðan þú ert að þessu ef þú skyldir missa niður hálfmánasplitti eða þéttingu.