Author Topic: Galant 2.4  (Read 3286 times)

Offline Gretar R

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 18
    • View Profile
Galant 2.4
« on: March 04, 2005, 23:08:06 »
ER með Galant með 2.4 l vél sem reykir og eyðir smurolíu.Er keyrður
170þus km.Er búinn að þjöppumæla ,það kom vel út.Hvað gæti verið að?

Offline baldur

  • Administrator
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.464
    • View Profile
    • http://foo.is
Galant 2.4
« Reply #1 on: March 04, 2005, 23:15:12 »
Að öllum líkindum ónýtar ventlaþéttingar.
Baldur Gíslason

1995 Mitsubishi Eclipse GSX 4x4 turbo
1992 Polaris Indy RXL 136" turbo

Turbo or no go.

Offline firebird400

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.307
    • View Profile
Galant 2.4
« Reply #2 on: March 04, 2005, 23:23:33 »
Hvort reykir hann þegar þú ert á gjöfinni eða þegar þú sleppir gjöfinni og lætur hjólin snúa vélinni, þú veist eins og þegar þú ferð niður brekku án þess að vera á kúplingunni.
Agnar Áskelsson
6969468

Offline Ingvar Gissurar

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 531
    • View Profile
    • Bloggið.
Galant 2.4
« Reply #3 on: March 04, 2005, 23:27:33 »
Eins og Baldur sagði. Mjög líklega ónýtar ventlaþéttingar. Það er þekkt vandamál í Galant.
Kveðja: Ingvar

Offline Gretar R

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 18
    • View Profile
Galant 2.4
« Reply #4 on: March 05, 2005, 20:12:25 »
Ég þakka fyrir svörin. Er hægt að skipta um þéttingar án þess að taka
heddið af?

Offline Ingvar Gissurar

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 531
    • View Profile
    • Bloggið.
Galant 2.4
« Reply #5 on: March 05, 2005, 21:30:21 »
Já, en það er talsverð kúnst :idea:
Fyrst þarf að smíða "nippil" til að setja í kertagatið til að blása lofti undir ventlana til að halda þeim í sætinu á meðan gormarnir eru losaðir. Það er hægt að gera með því að brjóta postulínið úr venjulegu kerti og koparsjóða smá rörstubb í staðin svo hægt sé að tengja loftslönguna á það. Síðan þarf að smíða spennijárn til að þrýsta niður gormunum.
Rokkerarmastellið þarf að fara af og síðan skrúfast nippillinn í kertagatið og lofti hleypt á (passa að stimpillinn sé niðri annars snýst vélin aðeins)
Spennijárninu tyllt niður í hentugt boltagat td. fyrir rokkerana og gorminum þrýst niður (gæti þurft að losa um hann með því að banka létt ofan á kantinn á björginni með léttum hamri) Gormurinn tekinn frá, skipt um þéttinguna og gormurinn settur á aftur (passa bara að hafa loftið á á meðan annars getur ventillinn dottið oní)
Síðan er nippillinn færður í næsta cyl. og svo koll af kolli.

ps. það borgar sig að leggja tusku yfir öll op sem liggja niður í vélina á meðan þú ert að þessu ef þú skyldir missa niður hálfmánasplitti eða þéttingu.
Kveðja: Ingvar

Offline Gretar R

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 18
    • View Profile
Galant 2.4
« Reply #6 on: March 06, 2005, 22:14:56 »
Takk fyrir ég ætla að skoða þetta

Offline Gretar R

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 18
    • View Profile
Galant 2.4
« Reply #7 on: June 06, 2005, 21:53:02 »
Eg hafði mig í að skipta um þéttingar(þær voru ónýtar),en hann reykir enn.
Hann reykir þegar ég er á gjöfinni.Eruð þið með einhverjar hugmyndir
hvað eg skoða mæst.

Offline Ingvar Gissurar

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 531
    • View Profile
    • Bloggið.
Galant 2.4
« Reply #8 on: June 06, 2005, 22:07:06 »
Þetta gæti verið fastur stimpilhringur. Þú getur prufað að taka kertin úr og hella smáslettu af redex eða sjálfskiptivökva niður um kertagötin og láta standa yfir nótt þannig að það fái tíma til að síga niður með hringjunum.
Passaðu bara að starta þessu útaf vélinni áður en þú setur kertin í annars getur allt farið í mask :?  best að leggja tusku yfir kertagötin þannig að þetta gusist ekki út um alt, snúa með handafli einn eða tvo hringi og starta vélinni svo nokkra hringi áður en þú setur kertin í. Ef það er sót sem festir hringinn þá gæti þetta hjálpað en annars er líklega fátt annað að gera en að sætta sig við reykinn eða fara að skrúfa :oops:

ps. Vertu viðbúinn því að draslið reyki soldið hressilega fyrst eftir þessa meðferð :twisted:
Kveðja: Ingvar

Offline firebird400

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.307
    • View Profile
Galant 2.4
« Reply #9 on: June 07, 2005, 01:17:25 »
Það eru til efni sem þú hellir út í olíuna sem gætu hjálpað aðeins til

Eins og STP oil treatment og efni sem heitir "super charge" og fæst að mig minnir á "orkan" bensínstöðvum, allavegana á fitjum njarðvík, og eflaust á flr stöðum

Það hefur virkað mjög vel hjá mér á nokkrum sem voru orðnar leiðinlegar.

En prófaðu samt að ráðið hans Einars fyrst, þetta gæti verið góð ábót á eftir því.

Og þér á eflaust eftir að bregða hversu mikið bíllinn getur reykt eftir svona redex/atf æfingar :lol:
Agnar Áskelsson
6969468