Kvartmílan > Almennt Spjall

Vantar staff á keppnir?

<< < (6/6)

Einar K. Möller:
Já Frikki minn... þú ert að skilja þetta rétt...

eva racing:
Hæ,

   Sorrý Einar, þetta með að geta ekki þagað, kanski er það að þvælast fyrir.    Gamall vinnuveitandi minn sagði oft, "það er enginn maður óhæfur, hann er kannski bara ekki á réttum stað,"    Þannig að það er spurning um að staðsetja menn þannig að þeir blómstri sem best.

 Og Frikki, kannski hefur síminn verið lokaður hjá honum, maður veit aldrei........  

    Svo eru alltaf til menn sem vilja vinna við hvað sem er, Nema ekki þetta eða hitt og þurfa kannski alltaf að vera "aðal"  

   Með ósk um að finna stað fyrir Einar í lífinu. (sem er að sjálfsögðu brautin.)

1965 Chevy II:
Magnað :o

Nóni:
Jæja, þá er búið að hringja í Einar. Ég þorði ekki annað því að ég var hræddur um að stórir menn bönkuðu upp á með síma í annarri og hamar (fyrir skeljarnar) í hinni. Hefði líka getað fengið ljósritunarvél í höfuðið eða verið plaströraður af Vali.

Mér finnst nú samt makalaust að menn tali um gamla og nýja stjórn, þetta lið eða hitt. Ekki er ég í neinu liði, vil ekki tilheyra neinu nema þá kannski mínu SAAB liði sem er annars gott lið.
Ef menn tala saman þá eru nánast ekki vandamál til að tala um, það er marg búið að gefa út og tala um að ef menn tala sig saman og vilja keyra ákveðinn flokk og skrá sig í hann þá verður hann keyrður.


Kv. Nóni

Navigation

[0] Message Index

[*] Previous page

Go to full version