Kvartmílan > Almennt Spjall
Vantar staff á keppnir?
Sara:
Sælir piltar og dömur! Ég var að velta því fyrir mér hvort það gæti verið að það bráðvantaði fólk til að starfa við keppnirnar og ef svo er við hvað? Þetta er ágætis staður til að auglýsa eftir einhverjum til að taka að sér að hjálpa til og hafa gaman af því! Fínt að vera búnir að manna allt fyrir næstu keppni. Hvernig var þetta síðan með sjoppuna, hún var bara lokuð síðast :(
Annars gekk allt fyrir sig vel og skemmtilega á síðustu keppni :D
Einar K. Möller:
Sjoppan var ekki lokuð, hún er í stóra skúrnum núna og verður framvegis :)
Ég bauð nú fram aðstoð mína fyrir árið í ár (eins og síðustu 10 ár) en fékk voðalegar þakkir fyrir að hafa gert það en síðan ekki söguna meir... þeir virðast hafa þetta alveg under control ;) Alveg fallið í gleymsku tímabilið 2001 þegar ég var keppnisstjóri og 63 keppendur mættu í síðustu keppni sumarsins... 59 í keppninni áður... gullaldarárin 2001 og 2002... Prime Time Kvartmíluklúbbsins !
Sara:
Já ok ég hélt að sjoppan hefði verið lokuð af því að hún var ekki á sama stað og venjulega, en já það er flott þá veit ég hvert á að senda krakkana næst :lol: En já þessi ár hafa verið meiriháttar, gaman að fá svona fjölda aftur að keppa og vera með! Á þá ekki bara að stefna á það? :idea:
Einar K. Möller:
Auðvitað ætti að stefna á það og ég er viss um að þeir ágætu menn sem stjórna þessu í dag eru að reyna það, en þeim mun ekki takast það með núverandi flokkarugli, því miður, ég ætla samt að taka upp hanskann fyrir 14.90 flokknum, þetta er snilld fyrir þá sem eiga ekki sénsinn né nokkuð annað í þá sem t.d væru eðlilega í GT eða RS flokkunum, en gömlu flokkana sem menn þekkja og skilja þarf að fá inn, eigi síðar en strax.
Ingó:
Sæll Einar.
Ég skráði mig og ætlaði að keppa í 11,9 eða GT en var einn!! hvar eru allir sem ætluðu að vera með ca 10 í GT / 11,9 /12,9
Ingó
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
Go to full version