Glæsilegt
Nú var mér hugsað til þess þegar ég var að horfa á þessi flottu video, þegar ég var að horfa á Íþrottayfirlit helgarinna á mánudaginn á stöð tvö í fréttatimanum, og var fjallað um nokkrar íþróttagreinarnar og hefði manni ekki fundist leiðinlegt eins og að sjá úrslita spyrnuna hjá Leif og Helga, báðir á stórglæsilegum bílum sem svín virka.
Og nú spyr ég er eitthvað sem bannar það samhvæmt einhverjum reglum ef klubburinn væri með einhvern til að taka upp fyrir sig keppnirnar og sá aðili eða bara einhver á vegum klubbsins mundi senda spólurnar á þessar sjónvarpstöðvar sem eru með íþrótta tíma í fréttunum og ekkert að rukka fyrir það og reina að fá eitthvað af efninu sínt og fjallað smá um það.
Eða verður kannski sjónvarpið með okkur í sumar?
Þetta er vafalaust mikið einfaldara þega maður hugsar þetta en að framkvæma, en fyrst maður er nú meðlimur þá langaði mig sona að koma með þessa hugmynd upp á yfirborðið og sjá hvernig viðbrögð og móttökur verða.
kv Kristján Hafliðason