Kvartmílan > Bílarnir og Græjurnar
Prójecktið Mitt
ZeroSlayer:
Ég ákvað að stofna hérna um prójecktið mitt, ég ætla bara að taka það fram að ég er 15 ára og þetta er mitt fyrsta "prójeckt" og er bara gert uppá funnið.
Bílinn sem ég er að vinna í er guð bíla og er með algjöra yfirburði á brautinni, hvaða bíll er þetta? jú þetta er Lada Niva 1600 (a.k.a Sport) sem er heil reykspólandi 86 hestöfl. Hann er með millikassa og háa og láa drifi sem er = að maður kemst allt á honum. Þó að hann sé bara 86 hestöfl virkar hann sem 100 útaf hvað hann er léttur( hann er vel ryðgaður og stór göt á köflum). Ég er byrjaður að vinna í paint jobbinu og er búinn að pússa og grunna húddið á honum og búinn að mála stuðarann. Endilega komið með hugmyndir um hvernig ég get kreist úr honum meira afl og aðrar sniðugar hugmyndir um að gera hann skemmtilegri. Og til allra sem eru með fulla bílskúra af bíladóti sem þið eruð ekki að nota megiði endilega gramsa í skúrnum og gá hvort þið finnið ekki gamalt kraftpúst þarna falið eða gamla kraftsíu eða eitthvað annað sniðugt og senda mér einkapóst og segja mér hvort þið eruð til í að gefa þetta eða selja ódýrt til að styrkja mig í þessu PROjekti. Ég læt hér með fylgja nokkrar myndir(ég afsaka stærðina á þeim):
kawi:
350 oní :D
þá ertu í góðum málum
ZeroSlayer:
--- Quote from: "kawi" ---350 oní :D
þá ertu í góðum málum
--- End quote ---
ef þú reddar mér 350, skiptingu og festingum þá er ég game
baldur:
Menn hafa oft sett ofaní þetta gamlar Fiat 2 lítra vélar, þær passa nefnilega á gírkassann í lödunni.
Halldór Ragnarsson:
http://cgi.ebay.com/ebaymotors/ws/eBayISAPI.dll?ViewItem&rd=1&item=7974995557&category=33615&sspagename=WD2V
Senda með shopusa,þetta er jú í næsta nágrenni
HR
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
Go to full version