Author Topic: Prójecktið Mitt  (Read 8442 times)

Offline ZeroSlayer

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 43
    • View Profile
Prójecktið Mitt
« on: May 16, 2005, 19:03:28 »
Ég ákvað að stofna hérna um prójecktið mitt, ég ætla bara að taka það fram að ég er 15 ára og þetta er mitt fyrsta "prójeckt" og er bara gert uppá funnið.
Bílinn sem ég er að vinna í er guð bíla og er með algjöra yfirburði á brautinni, hvaða bíll er þetta? jú þetta er Lada Niva 1600 (a.k.a Sport) sem er heil reykspólandi 86 hestöfl. Hann er með millikassa og háa og láa drifi sem er = að maður kemst allt á honum. Þó að hann sé bara 86 hestöfl virkar hann sem 100 útaf hvað hann er léttur( hann er vel ryðgaður og stór göt á köflum). Ég er byrjaður að vinna í paint jobbinu og er búinn að pússa og grunna húddið á honum og búinn að mála stuðarann. Endilega komið með hugmyndir um hvernig ég get kreist úr honum meira afl og aðrar sniðugar hugmyndir um að gera hann skemmtilegri. Og til allra sem eru með fulla bílskúra af bíladóti sem þið eruð ekki að nota megiði endilega gramsa í skúrnum og gá hvort þið finnið ekki gamalt kraftpúst þarna falið eða gamla kraftsíu eða eitthvað annað sniðugt og senda mér einkapóst og segja mér hvort þið eruð til í að gefa þetta eða selja ódýrt til að styrkja mig í þessu PROjekti. Ég læt hér með fylgja nokkrar myndir(ég afsaka stærðina á þeim):
"The Only Way Is All The Way"

Offline kawi

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 194
    • View Profile
Prójecktið Mitt
« Reply #1 on: May 16, 2005, 19:20:43 »
350 oní :D
þá ertu í góðum málum
þorbjörn jónsson

Offline ZeroSlayer

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 43
    • View Profile
Prójecktið Mitt
« Reply #2 on: May 16, 2005, 20:01:56 »
Quote from: "kawi"
350 oní :D
þá ertu í góðum málum

ef þú reddar mér 350, skiptingu og festingum þá er ég game
"The Only Way Is All The Way"

Offline baldur

  • Administrator
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.464
    • View Profile
    • http://foo.is
Prójecktið Mitt
« Reply #3 on: May 16, 2005, 20:20:38 »
Menn hafa oft sett ofaní þetta gamlar Fiat 2 lítra vélar, þær passa nefnilega á gírkassann í lödunni.
Baldur Gíslason

1995 Mitsubishi Eclipse GSX 4x4 turbo
1992 Polaris Indy RXL 136" turbo

Turbo or no go.

Offline Halldór Ragnarsson

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 713
    • View Profile
150 hestar
« Reply #4 on: May 17, 2005, 12:44:20 »
Halldór Ragnarsson
BUY A FORD,BUY THE BEST,DRIVE A MILE,WALK THE REST

Offline ZeroSlayer

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 43
    • View Profile
Re: 150 hestar
« Reply #5 on: May 17, 2005, 12:46:37 »
Quote from: "Chevelle71"
http://cgi.ebay.com/ebaymotors/ws/eBayISAPI.dll?ViewItem&rd=1&item=7974995557&category=33615&sspagename=WD2V
Senda með shopusa,þetta er jú í næsta nágrenni
HR

hvað er svona vél að skila? ég ætla líka bara minna á að ég er bara 15 ára(fæddur 1990)
"The Only Way Is All The Way"

Offline Siggi H

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 504
    • View Profile
Prójecktið Mitt
« Reply #6 on: May 17, 2005, 13:36:14 »
það er ein svona lada sport hérna á neskaupstað með vél úr fiat uno turbo. búinn að standa inní skúr í mörg ár.. vantar og hefur bara alltaf vantað eitthvað eitt stykki til að koma henni á götuna
Kv. Sigurður Helgason

MMC Lancer 1.3 GLXi '99
Kia Sorento 2.5 EX Diesel '07
Mercedes Benz C230 Kompressor Sport '03

Offline ZeroSlayer

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 43
    • View Profile
Prójecktið Mitt
« Reply #7 on: May 18, 2005, 19:39:01 »
hvað þarf maður til að festa húddskóp á húdd?
"The Only Way Is All The Way"

Offline Ingaling

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 41
    • View Profile
skóp.
« Reply #8 on: May 19, 2005, 12:35:19 »
Límkítti. Ekkert annað...  Setur lím á skópið, leggur það á húddið og bíður í eina mín og þá er það sest. leyfa því að þorna í klukkutíma  áður en farið er af stað...
Chevrolet Silverado 1500 Vortec MAX 35" 2007
Volvo V50 2.0D
Husqvarna TC250

Offline Zaper

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 710
    • View Profile
Prójecktið Mitt
« Reply #9 on: May 20, 2005, 14:03:58 »
skera toppin af aftan við hurðir sprauta hann gulann, setja á hann boga , láta sauma fyrir þig hvita blæju, hækka hann pínu upp, og troða í hann lítilli áttu 8)  8)  þá verðuru flottastur.
Gremlin Owners Are Special
AMC       "77   
Plymouth "66
Ásgrímur Þ

Offline firebird400

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.307
    • View Profile
Prójecktið Mitt
« Reply #10 on: May 20, 2005, 18:47:44 »
Quote from: "Zaper"
skera toppin af aftan við hurðir sprauta hann gulann, setja á hann boga , láta sauma fyrir þig hvita blæju, hækka hann pínu upp, og troða í hann lítilli áttu 8)  8)  þá verðuru flottastur.



 :lol:


Bóndi sem ég var að vinna hjá í þykkvabænum var með eina sem var geggjuð

Hann hafði skorið 8 tommu rör í 5 cm stubba og soðið einn á hverja felgu, síðan tekið aðrar felgur og soðið öfugar á stubbana

Sem sagt kominn með 8 hjóla mýrarrottu sem fór allt. 8)
Agnar Áskelsson
6969468

Offline Kristján Stefánsson

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 685
    • View Profile
Prójecktið Mitt
« Reply #11 on: May 21, 2005, 22:12:33 »
flottur hafiði séð þennan sem er á 44\" dekkjum hann er með volvo b23 vél held ég og svínvirkar

Offline Jón Þór Bjarnason

  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 3.888
    • View Profile
Prójecktið Mitt
« Reply #12 on: May 23, 2005, 02:00:49 »
Ertu að meina þessa. ATH fengið í láni frá www.f4x4.is
S:899-3819
1995 Pontiac Firebird Trans Am
2006 VW Passat 2.0L HighLine
1974 VW Bjalla 1303 Engine street racing kit
1984 Pontiac Fiero 3800 series II supercharged

Offline Kristján Stefánsson

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 685
    • View Profile
Prójecktið Mitt
« Reply #13 on: May 23, 2005, 07:01:37 »
nei þessi sem ég er að tala um er á íslandi og er hvít

Offline Zaper

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 710
    • View Profile
Prójecktið Mitt
« Reply #14 on: May 23, 2005, 12:57:35 »
svo er einn lengdur é egilstöðum eða einhverstaðar fyrir austan 8)
Gremlin Owners Are Special
AMC       "77   
Plymouth "66
Ásgrímur Þ

Offline Geir-H

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 946
    • View Profile
Prójecktið Mitt
« Reply #15 on: May 23, 2005, 13:33:00 »
Quote from: "Zaper"
svo er einn lengdur é egilstöðum eða einhverstaðar fyrir austan 8)


Mætti honum nú í kópavogi í gær
Geir Harrysson #805

Offline ZeroSlayer

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 43
    • View Profile
Prójecktið Mitt
« Reply #16 on: May 23, 2005, 15:50:50 »
Sælir, ég var að lakkleysa málinguna af hoodskúpinu mínu og það eru sumstaðar komin göt á húðina og trefjaþræðirnir standa út... Hvað læt ég á það? þetta er bara þunn húð sem hefur brotnað af á sumum stöðum
"The Only Way Is All The Way"

Offline Valur-Charade

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 6
    • View Profile
Prójecktið Mitt
« Reply #17 on: May 26, 2005, 14:55:31 »
Sælir....
Ég á nú nokkrar Lödur og þar á meðal Lödu Sport sem er alveg meiriháttar og nú er ný kúpling á leiðinni í hana og hún er alveg mögnuð og ég er búinn að mixa gamalt Bronco púst undir hana og hún er alveg djöful mögnuð með það  8)  en varðandi þetta húddskóp þá skaltu ekki vera að veltast með eitthvað trefjadrasl heldur skaltu fá þér annað Lödu Sport húdd og skera það í tvennt það er að segja þvert yfir og mjókka það allverulega og nota stefnuljósagötin í húddinu sem göt og þegar þú ert búinn að skera þetta nógu mikið til þá er bara að festa þetta saman aftur og loka því að aftan og þá ertu kominn með alveg svakalega flott húddskóp með tveimur götum þetta er alveg rosalega flott :wink:

Offline ZeroSlayer

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 43
    • View Profile
Prójecktið Mitt
« Reply #18 on: May 26, 2005, 20:10:33 »
Quote from: "Valur-Charade"
Sælir....
Ég á nú nokkrar Lödur og þar á meðal Lödu Sport sem er alveg meiriháttar og nú er ný kúpling á leiðinni í hana og hún er alveg mögnuð og ég er búinn að mixa gamalt Bronco púst undir hana og hún er alveg djöful mögnuð með það  8)  en varðandi þetta húddskóp þá skaltu ekki vera að veltast með eitthvað trefjadrasl heldur skaltu fá þér annað Lödu Sport húdd og skera það í tvennt það er að segja þvert yfir og mjókka það allverulega og nota stefnuljósagötin í húddinu sem göt og þegar þú ert búinn að skera þetta nógu mikið til þá er bara að festa þetta saman aftur og loka því að aftan og þá ertu kominn með alveg svakalega flott húddskóp með tveimur götum þetta er alveg rosalega flott :wink:


það er aldrei að vita nema maður geri þetta varðandi húddið, en hvernig er að virka að hafa bronco púst undir honum, ég á eimmit púst undan Bronco
"The Only Way Is All The Way"