Author Topic: Fyrsta keppni búin, úrslit.  (Read 3829 times)

Offline Nóni

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.213
    • View Profile
    • http://www.icesaab.net
Fyrsta keppni búin, úrslit.
« on: May 08, 2005, 13:45:30 »
Sælir félagar, þá er fyrsta keppni búin og það er ekki laust við að við í stjórninni höfum orðið fyrir svolitlum vonbrigðum með þáttökuna. Það er nú orðið helvíti hart þegar starfsmenn eru orðnir fleiri en keppendur. Engu að síður höfðu þeir sem mættu gaman af enda mjög skemmtilegt að keyra og kepppa í kvartmílu. Lætur nærri að nærri helmingur keppenda hafi verið nýjir menn og ber að fagna því og bjóða þá velkomna.

Hér koma úrslitin:

14,90 flokkur

1. sæti Ingvar Jóhannsson á Dodge Neon ´95 2,0 L
2. sæti Gunnlaugur V. Sigurðsson á Chevrolet Camaro ´70 383 c.i.
3. sæti Þórir Már Jónsson á SAAB 9000 CD ´92 2,3 L

SC flokkur mótorhjóla að 1000cc

1. sæti Davíð S. Ólafsson á Suzuki GSXR 1000
2. sæti Ólafur Þór Arason á Kawasaki ZX10R

Ekki reyndist unnt að keyra fleiri flokka vegna bilana, Stígur og Smári misstu fyrsta gírinn þannig að þeir vildu ekki hætta á að sprengja skiftinguna og hættu því við að keyra eftir tímatökur.

Aðrar fréttir eru þær að Leifur Rósinbergs fór á 9,697 sek. á 136,75 mílum á Ford Pinto með 383 Chevy og er það flottur árangur hjá Leifi í fyrstu keppninni með þennan bíl. Bíllinn er virkilega flottur og vel útbúinn og gaman að sjá kallinn keyra.

Ómar Nordal mætti ferskur með Camaroinn en hann virtist eitthvað laus að aftan því og grip dekkjanna við brautina ekki sem skildi með öll kúbikin í húddinu og fór hann á 11,052  sem er samt svaka gott.


Þakkir til starfsmanna og þeirra sem létu svo lítið að láta sjá sig.

Kveðja frá stjórninni, Nóni
Kv. Nóni

_______________

Jón Gunnar Kristinsson,
með SAAB á heilanum.
www.icesaab.net

Betra er að blása en að sjúga!
SAAB 9000 túrbó 1987    12.100 @ 115.0

Offline Marteinn

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 658
    • View Profile
Re: Fyrsta keppni búin, úrslit.
« Reply #1 on: May 08, 2005, 14:21:39 »
Quote from: "Nóni"
Sælir félagar, þá er fyrsta keppni búin og það er ekki laust við að við í stjórninni höfum orðið fyrir svolitlum vonbrigðum með þáttökuna. Engu að síður höfðu þeir sem mættu gaman af enda mjög skemmtilegt að keyra og kepppa í kvartmílu. Lætur nærri að nærri helmingur keppenda hafi verið nýjir menn og ber að fagna því og bjóða þá velkomna.

Hér koma úrslitin:

14,90 flokkur

1. sæti Ingvar Jóhannsson á Dodge Neon ´95 2,0 L
2. sæti Gunnlaugur V. Sigurðsson á Chevrolet Camaro ´70 383 c.i.
3. sæti Þórir Már Jónsson á SAAB 9000 CD ´92 2,3 L



á hvaða tíma voru þeir að fara? :?:  :?:
Subaru Impreza GF8 '98

Offline baldur

  • Administrator
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.464
    • View Profile
    • http://foo.is
Fyrsta keppni búin, úrslit.
« Reply #2 on: May 08, 2005, 15:05:22 »
Neoninn fór best 15.05 minnir mig.
Camaroinn fór 14.40 best, sem er undir tíma í þessum flokki.
CD Saabinn fór 15.6 minnir mig.
Baldur Gíslason

1995 Mitsubishi Eclipse GSX 4x4 turbo
1992 Polaris Indy RXL 136" turbo

Turbo or no go.

Offline Nóni

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.213
    • View Profile
    • http://www.icesaab.net
« Reply #3 on: May 08, 2005, 18:21:42 »
það var víst 15,007 á Neon, mjög sannfærandi á 2,252 60 fet.


Kv. Nóni
Kv. Nóni

_______________

Jón Gunnar Kristinsson,
með SAAB á heilanum.
www.icesaab.net

Betra er að blása en að sjúga!
SAAB 9000 túrbó 1987    12.100 @ 115.0

Offline Racer

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.464
    • View Profile
Fyrsta keppni búin, úrslit.
« Reply #4 on: May 09, 2005, 23:33:41 »
nú þýðir ekkert minna en að menn gera sig tilbúna fyrir næstu keppni ;)

þýðir víst lítið fyrir mig að gera það þar sem vantar starfsfólk til að sinna þessu svo ég get eitthvað keyrt.. annars er bílinn minn tilbúinn fyrir utan að ég á eftir að skipta um hurð eftir að kella festi bílinn með hurðinni á súlu og fá skoðun á gripinn.. fæst víst lítið skoðun ef ég get ekki opna bílstjórahurðina hehe sem betur fer er aðeins ekki hægt að opna að utan og innan þarf smá átak og á aðra hurð til en þá verður opið inní varahlutabílinn/geymsluna mína.
Davíð Stefánsson
KK Member 2015 #857