Mér sýnist Moli vera búinn að telja upp alla þá staði sem að ég get hent þessu inn á, en ég hjálpa þá bara til.... en svo megum við ekki gleyma möguleikum netsins,
endilega að búa til nokkra bannera fyrir hverja keppni sem að hægt væri að henda inná afþreyingarvefina t.d. b2.is, tilveruna... og aðra vefi í þeim dúr, það er ótrúlegur fjöldi sem að skoðar þetta á hverjum degi. Ég skal taka að mér að redda einhverju svoleiðis dóti, þið hafið bara samband.
Ps. svo datt mér í hug, að þar sem ég hlusta töluvert á X-fm, að þá eru þeir með "íþróttafréttir" nokkrum sinnum á dag, og eru þetta bara svona punktar sem þeir lesa upp, þar væri hægt að ná til góðs hóps bara með því að senda þeim meil og þeir koma þessu í loftið.