Author Topic: Econoline, ókvartmílutengt....  (Read 2066 times)

Offline NovaFAN

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 203
    • View Profile
Econoline, ókvartmílutengt....
« on: May 02, 2005, 14:45:19 »
veit einhver hvort klafar og annað undan 350 árgerð ´03 myndi passa undir 150 árgerð 92, get hugsanlega fengið allt undan 350, 03 sem var breytt, allt nema afturhásinguna, ég geri mér grein fyrir að hann yrði mun stífari en það myndi bara bæta aksturseiginleikana á mikilli ferð, eina sem ég sé að myndi breyta öllu er að 350 bíllinn er með 7,3 dísil, en minn með 351 triton v8, svo þyngdarmunurinn að framan er gífurlegur, og minn er stysta gerð en hinn lengsta, þetta er eiginlega alveg fáránleg hugmynd, spurning hvort það borgi sig að svara þessu, en allavega, gæti svosem keypt aðeins mýkri gorma, kannski sem samsvarar 250 bíl, þó að hann væri grjótstífur á fjöðrunum að aftan....

eins, er hægt að fá eitthvað aftermarket disk brake kit að aftan... hata skálabremsur þó þær dugi meira en nóg...

og bara ef þið vitið um eitthvað sniðugt fyrir svona bifreið
Þórarinn Elí Helgason

Gizmo

  • Guest
Econoline, ókvartmílutengt....
« Reply #1 on: May 02, 2005, 18:15:18 »
Ég óttast að þú myndir seint sjá fyrir endann á þessum bræðing.  Annað er vörubíll, hitt fólksbíll.  

Lagaðu bara skálabremsurnar og verslaðu nýja gorma í hann að framan, og ef þú vilt mýkja hann að aftan rífðu þá 2 blöð úr afturfjöðrunum og settu litla loftpúða í hann sem þú getur stífað hann með þegar þú þarft að flytja eitthvað þungt.