Author Topic: Fóðra spindilkúlur  (Read 6662 times)

Offline kiddi63

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 851
    • View Profile
    • http://www.kvartmila.is
Fóðra spindilkúlur
« on: April 26, 2005, 15:19:14 »
Hljómar kannski fáránlega en kannast einhver við mann hér á landi sem tekur að sér að fóðra spindilkúlur ???
Ég þekki mann sem lét gera þetta við bílinn sinn og virkar fínt en hann mundi ekki símann hjá þessum manni, hann fann þennan mann í auglýsingu í Bændablaðinu en ég er búinn að fletta nokkrum blöðum og finn ekkert.
Ég er svo "heppinn" að eiga bíl sem ekkert fæst í nema hjá Heklu :evil:
Kristinn Eyjólfsson (Kiddi63)   s:8486593
K.E.Flutningar ehf
Bíladellan bjargaði mér frá helv bolta-óreglunni.
Mitsubishi Sigma 1993 v-6 3000 - Grand Cherokee 1995. 6cyl 4.0 L
Yamaha fj 1200. árg 1989
http://www.facebook.com/Kiddi63?ref=name

Offline Jóhannes

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 480
    • View Profile
hum
« Reply #1 on: April 26, 2005, 17:05:58 »
hvernig bíll er það eiginlega  :?:
þú ættir þá að kaupa annan í varahluti  :lol:
Hættu nú alveg pepsi eða kók !!!

Gizmo

  • Guest
Fóðra spindilkúlur
« Reply #2 on: April 26, 2005, 20:21:28 »
Félagi minn í Svíþjóð gerði eftirfarandi oft þegar vandræði voru að fá varahluti í gamla bíla.

Aðferðin er frekar frumleg, ég hef ekki prufað þetta en hef fulla trú á þessu.

1. Kaupa ódýrustu gerð af koppafeitissprautu.

2. Kaupa eða fá 1/2 líter af alvöru  fiberglass-resin sem er td notað við gerð trefjabáta.  Ekki nota amatöra ruslið sem fæst á bensínstöðvum og víðar.

3. Tjakka bílinn upp svo allt álag fari af dótinu.

4. Fylla nýju smursprautuna af trefjaefninu ásamt hæfilegu af herði.

5. Dæla vel í alla spindla og stýrisenda sem eru eitthvað farnir að dasast.

6. Leifa þessu að harðna amk yfir nótt


Útkoman varð víst alltaf þannig að bílarnir urðu sem nýir í stýri og dugði þetta merkilega lengi, jafnvel árum saman.  Smursprautan verður víst ekki notuð aftur..

Offline kiddi63

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 851
    • View Profile
    • http://www.kvartmila.is
Fóðra spindilkúlur
« Reply #3 on: April 26, 2005, 20:23:10 »
Mikið væri gaman að lifa er þetta væri svona einfallt  :D
"kaupa annan í varahluti"
þú er ágætur kallinn mnn.  :lol:
bara ef það væru fleiri svona bílar á klakanum þá mundi ég gera það, ég held að þeir séu ekki mikið fleiri en 20 og örugglega ekkert á partasölum.
Æjá, þetta er Mitsubishi Sigma árg ´92, kannski ekki muscle car en þetta kemur manni á milli staða. 8)
Kristinn Eyjólfsson (Kiddi63)   s:8486593
K.E.Flutningar ehf
Bíladellan bjargaði mér frá helv bolta-óreglunni.
Mitsubishi Sigma 1993 v-6 3000 - Grand Cherokee 1995. 6cyl 4.0 L
Yamaha fj 1200. árg 1989
http://www.facebook.com/Kiddi63?ref=name

Offline Svenni Turbo

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 249
    • View Profile
Fóðra spindilkúlur
« Reply #4 on: April 26, 2005, 20:53:46 »
Quote from: "Gizmo"
Félagi minn í Svíþjóð gerði eftirfarandi oft þegar vandræði voru að fá varahluti í gamla bíla.

Aðferðin er frekar frumleg, ég hef ekki prufað þetta en hef fulla trú á þessu.

1. Kaupa ódýrustu gerð af koppafeitissprautu.

2. Kaupa eða fá 1/2 líter af alvöru  fiberglass-resin sem er td notað við gerð trefjabáta.  Ekki nota amatöra ruslið sem fæst á bensínstöðvum og víðar.

3. Tjakka bílinn upp svo allt álag fari af dótinu.

4. Fylla nýju smursprautuna af trefjaefninu ásamt hæfilegu af herði.



5. Dæla vel í alla spindla og stýrisenda sem eru eitthvað farnir að dasast.

6. Leifa þessu að harðna amk yfir nótt


Útkoman varð víst alltaf þannig að bílarnir urðu sem nýir í stýri og dugði þetta merkilega lengi, jafnvel árum saman.  Smursprautan verður víst ekki notuð aftur..


Svona heimska og fíflagangur er ástæðan fyrir því að maður sér varla smurkoppa í stírisgangi í bílum í dag. Þetta hefur vissulega  verið gert í gegnum tíðina en halló ég hef unnið sem vélstjóri í fiskvinslum og samþykkt þetta í lyftara sem nær 5 km hraða en ef þú ætlar að ráðleggja manni að setja þetta í götu bíl sem kanski keyrir á 100+ km hraða, þá hlítur þú að vera að grínast / eða vera svakalega illa við kidda 63.
Got BOOST? If it ain't blown, it sucks...
http://www.cardomain.com/ride/2080537
www.bilmalning.is

Offline Svenni Turbo

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 249
    • View Profile
Fóðra spindilkúlur
« Reply #5 on: April 26, 2005, 20:59:10 »
Gizmo afsakaðu talsmátan þetta var ekki endilega meint til þín þó ég hafi quotað þig en þetta bara má ekki gera við drápstæki eins og bílar eru og ég hef séð of mikið til að maður leyfi þessu að fara framhjá sér :wink: :wink:
Got BOOST? If it ain't blown, it sucks...
http://www.cardomain.com/ride/2080537
www.bilmalning.is

Offline Ingvar Gissurar

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 531
    • View Profile
    • Bloggið.
Fóðra spindilkúlur
« Reply #6 on: April 26, 2005, 21:27:01 »
Það fengust nú fyrir nokkrum árum "sett" með öllu sem þurfti til að "laga" spindilkúlur og stýrisenda. Ef ég man rétt þá var þetta ekkert ósvipað og var verið að benda á hér að ofan.
Svo kom stundum fyrir að draslinu var reddað í gegnum skoðun með því að hita öxulfeiti og dæla henni í heitri, en hún stífnaði það vel þegar hún kólnaði að það dugði í nokkrar vikur ef slitið var ekki mikið :oops:
Kveðja: Ingvar

Gizmo

  • Guest
Fóðra spindilkúlur
« Reply #7 on: April 26, 2005, 22:11:43 »
Ég er ekki viss um að þessi aðferð sé neitt síðri en sú sem er notuð af þeim sem framleiða "viðurkennda" varahluti í asíu eða pakistan, þar sem börn eru látin vinna verkið.  Svo getum við líka borið þetta saman við það að breyta jeppa í bílskúrnum algjörlega eftir eigin höfði, þar komast menn nú upp með allt mögulegt bara ef vel er málað yfir "suðurnar".   Enginn virðist efast um það hvort þeir bílar láti að stjórn á 100kmh.

Ég opnaði gamlan stýrisenda um daginn og mér til mikillar undrunar þá kom plastfóðring í ljós, og hún var nú bara úr svona venjulegu snjóþotuplasti...

Ég vona samt að menn sem eru með antik bíla, svo ég tali nú ekki um einhver hrossamonster hafi vit á því að kaupa spindla, stýrisenda og svoleiðis drasl nýtt frekar en að standa í þessu.

Mér finnst samt trebba-aðferðin skemmtileg þrátt fyrir að vera vafasöm við fyrstu sýn.  

En myndin af vini mínum Hómer er náttúrulega bara snilld.. :lol:

Offline Svenni Turbo

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 249
    • View Profile
Fóðra spindilkúlur
« Reply #8 on: April 26, 2005, 22:22:02 »
Mér finnst ég vera gamall þegar ég les þessar ráðleggingar,
því þegar ég var í kringum bílprófs árin þá voru skoðunar menn bara BÖGGARAR með vesen.

Ég fékk einu sinni bíl í viðgerð sem hafði valdið bílslysi eftir að stýrisendi sem var víraður saman hafði poppað í sundur (sem sagt aftur) og þegar ég skoðaði bílinn betur þá sá ég að það voru nýir bremsu klossar í honum en einn snéri öfugt, en það var, (sagði eigandinn) vegna þess að diskurinn var svo búinn að hann var kominn inn í kæliriflur og eigandinn ákvað að snúa klossanum járnhlið í disk þangað til kæliriflurnar væru búnar!

Svo ég spyr spjallverja hér, viljið þið fara út að keyra með fjölskilduna ykkar og eiga það á hættu að mæta bíl þar sem báðir eru á 100+ og bíllinn sem þið mætið rásar yfir á ykkar vegar helming vegna brotins stýrisenda, sem sagt stór slys eða jafnvel banaslys, vegna 5 til 15 þúsundkrónu sparnaði. Viljið þið virkilega hafa svona viðgerða menn í umferðinni með fjölskildum ykkar :?: .  Ég skora á menn sem lesa þetta að hugsa um þetta!!!
Got BOOST? If it ain't blown, it sucks...
http://www.cardomain.com/ride/2080537
www.bilmalning.is

Offline Jóhannes

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 480
    • View Profile
« Reply #9 on: April 26, 2005, 22:25:49 »
Vá ég hef ekki heyrt annað eins skítmix  :shock:

HUM :?:

 :arrow: Svarar þetta kostnaði ef þú deyrð í bílsslysi  :idea:
 :arrow: er ekki betra að kaupa nýtt og hafa þetta eins og framleiðandinn seldi það og ef það er dýrt er þá ekki allt annað betra en þetta  :?:

 :lol: bara að tjá mig um þennan sparnaði :lol:
Hættu nú alveg pepsi eða kók !!!

Offline Svenni Turbo

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 249
    • View Profile
Fóðra spindilkúlur
« Reply #10 on: April 26, 2005, 22:31:24 »
Quote from: "Gizmo"
Ég er ekki viss um að þessi aðferð sé neitt síðri en sú sem er notuð af þeim sem framleiða "viðurkennda" varahluti í asíu eða pakistan, þar sem börn eru látin vinna verkið.  Svo getum við líka borið þetta saman við það að breyta jeppa í bílskúrnum algjörlega eftir eigin höfði, þar komast menn nú upp með allt mögulegt bara ef vel er málað yfir "suðurnar".   Enginn virðist efast um það hvort þeir bílar láti að stjórn á 100kmh.

Ég opnaði gamlan stýrisenda um daginn og mér til mikillar undrunar þá kom plastfóðring í ljós, og hún var nú bara úr svona venjulegu snjóþotuplasti...

Ég vona samt að menn sem eru með antik bíla, svo ég tali nú ekki um einhver hrossamonster hafi vit á því að kaupa spindla, stýrisenda og svoleiðis drasl nýtt frekar en að standa í þessu.

Mér finnst samt trebba-aðferðin skemmtileg þrátt fyrir að vera vafasöm við fyrstu sýn.  

En myndin af vini mínum Hómer er náttúrulega bara snilld.. :lol:



Allt rétt og satt en málið er að þegar  t.d spindil kúlur þorna upp og slitna þess vegna. þá ( ótrúlegt en satt)  slitnar járn kúlan jafn hratt og plast fóðringin svo það þarf engan speking til að sjá að þú fóðrar ekki upp kúlu sem er farin!


Sem sagt Vatnið holar steininn  :!: :!:  :!:
Got BOOST? If it ain't blown, it sucks...
http://www.cardomain.com/ride/2080537
www.bilmalning.is

Gizmo

  • Guest
Fóðra spindilkúlur
« Reply #11 on: April 26, 2005, 23:33:12 »
Það verður sennilega seint öruggt að mæta öðrum bíl, nema þá kannski þegar búið er að banna mönnum að fikta í nokkru öðru en sætisstillingum og þh í bílum.

Bremsuklossar sem snúa öfugt er eitthvað sem ég held að sé uggvænlega algengt, bremsudiskar sem eru búnir með "ytra lagið" einnig, bílar á sléttum, loftlitlum dekkjum ásamt td dekkjum sem snúa gegn réttri snúningsátt, bílar sem festast í botni, bílum með lausan farm eða fjóra 25L bensínbrúsa á grillinu, aðalljósaperum sem snúa öfugt og svo mæti endalaust telja.  Ekkert af þessu er gott né til fyrirmyndar.  Til dæmis ætti að byrja á því að banna mönnum að sóla dekk, hvaða vit er í því að hafa allt að 4 gerðir af dekkjum undir einum bíl ?

Málið er bara að þegar varahlutir í gamla bíldruslu kosta fóðrið úr veskinu sem var tómt fyrir þá freistast menn til að fara í skítmixið eða einfaldlega halda áfram þar til druslan örmagnast eða er afklippt vegna þess að hafa ekki mætt í skoðun.  Sérstaklega þegar td einfaldur slithlutur ss spindilkúla er óumskiptanleg nema með hálfu hjólastellinu eins og er orðið algengt.  

Svo virðist mikið vera lagt uppúr að fylgjast með ökuföntum sem aka á "ofsahraða"  eða hafa bláar perur í parkinu frekar en að fylgjast með því hvort bílar séu almennt í lagi.  Hversu margir bílar eru td óskoðaðir á götum Rvík ?

Að mæta bíl er stórvarasamt, það sem mest hefur um það að segja hvort slys verði eru ökumennirnir.  Mig minnir að innan við 5% umferðarslysa megi rekja til bilunar bílsins.

Offline Svenni Turbo

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 249
    • View Profile
Fóðra spindilkúlur
« Reply #12 on: April 26, 2005, 23:47:15 »
Quote from: "Gizmo"


Ég opnaði gamlan stýrisenda um daginn og mér til mikillar undrunar þá kom plastfóðring í ljós, og hún var nú bara úr svona venjulegu snjóþotuplasti...


Þetta snjóþotuplast er polyetelyn 1000 og alveg svaðalega slitsterkt, þó það sé mjúkt, og þetta skít fína gerfi efni borðar stál svo maður getur ekki reddað þessu með meira plasti :!:
Got BOOST? If it ain't blown, it sucks...
http://www.cardomain.com/ride/2080537
www.bilmalning.is

Gizmo

  • Guest
Fóðra spindilkúlur
« Reply #13 on: April 26, 2005, 23:49:57 »
Aaa shit.. ég var alveg viss um að þetta væri polygeimíumhemelyn 600...

Mín mistök

Offline Ingvar Gissurar

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 531
    • View Profile
    • Bloggið.
Fóðra spindilkúlur
« Reply #14 on: April 26, 2005, 23:50:10 »
Þessar aðferðir eru einfaldlega barn síns tíma og menn notuðu þetta stundum einfaldlega vegna þess að varahlutir fengust ekki (hvorki til internet né Ebay) og eiga ekki að eiga sér stað í dag.
Einhventíman fékk ég leigubíl í viðgerð og einn stýrisendinn hékk saman á gúmmíinu og öll dekkin voru álíka slétt og tölvuskjárinn hjá mér og satt að segja er ekkert sem kemur mér á óvart lengur í þessum málum :roll:
Þetta með klossana og diskana hefur maður séð líka, klossann farinn úr og stimpilinn fastan inni í kælirillunum og hjólið fast :x  (og jú, eigandinn viðurkendi nú að hann hafi heyrt einhver hljóð)
Kveðja: Ingvar

Offline Svenni Turbo

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 249
    • View Profile
Fóðra spindilkúlur
« Reply #15 on: April 27, 2005, 00:08:01 »
Quote from: "Gizmo"
Aaa shit.. ég var alveg viss um að þetta væri polygeimíumhemelyn 600...

Mín mistök


Góður 8)  8)  8)
Got BOOST? If it ain't blown, it sucks...
http://www.cardomain.com/ride/2080537
www.bilmalning.is

Offline kiddi63

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 851
    • View Profile
    • http://www.kvartmila.is
Fóðra spindilkúlur
« Reply #16 on: April 27, 2005, 14:14:29 »
Ég spurði um þessa viðgerð því mig langaði að vita hvort eihverjir fleiri þekktu þessa aðferð og hvort hún sé örugg, ég vissi reyndar ekki að menn notuðu plast í þetta, hélt frekar að hún væri soðin eða eitthvað, annars hef ég aldrei séð inní spindilkúlu :lol:  :lol:

Ég mundi ALDREI láta fúska svona hlut í bílinn hjá mér, tala nú ekki um þar sem maður er alltaf með börnin í þessum bíl.

En hvað reynir maður ekki þegar svona hlutir kosta rúmlega 100þús í Heklu, og þeir eru víst þeir einu sem geta reddað þessu.
Kristinn Eyjólfsson (Kiddi63)   s:8486593
K.E.Flutningar ehf
Bíladellan bjargaði mér frá helv bolta-óreglunni.
Mitsubishi Sigma 1993 v-6 3000 - Grand Cherokee 1995. 6cyl 4.0 L
Yamaha fj 1200. árg 1989
http://www.facebook.com/Kiddi63?ref=name

Offline -Siggi-

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 202
    • View Profile
Fóðra spindilkúlur
« Reply #17 on: April 27, 2005, 20:32:45 »
Ég trúi því mjög illa að þessi spindilkúla, sem er reyndar ekki fáanleg nema
sem heil spyrna, kosti 100kall.

Þetta er mjög svipað ef ekki það sama og í 3000GT, hún kostar um 50þ hjá Heklu.

Þú hlýtur að geta pantað þetta sjálfur að utan.
Sigurður S. Guðjónsson
Allar almennar bílaviðgerðir    694-3035 Bílavaktin www.bv.is
 - Cadillac CTS-V - Nissan 300ZX TT -

Offline kiddi63

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 851
    • View Profile
    • http://www.kvartmila.is
Fóðra spindilkúlur
« Reply #18 on: April 27, 2005, 22:02:41 »
Úpps,  :oops:  
svona er þegar maður gleymir að taka fram að ég var auðvitað að tala um báðar s.s. hægri og vinstri, það 54 þús kall stykkið, samtals: 108 þús
þó að þetta sé dýrt þá er það ekki ALVEG svona rosalegt :?
Kristinn Eyjólfsson (Kiddi63)   s:8486593
K.E.Flutningar ehf
Bíladellan bjargaði mér frá helv bolta-óreglunni.
Mitsubishi Sigma 1993 v-6 3000 - Grand Cherokee 1995. 6cyl 4.0 L
Yamaha fj 1200. árg 1989
http://www.facebook.com/Kiddi63?ref=name

Offline Kiddi

  • TÚRBÓ
  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 2.762
    • View Profile
Fóðra spindilkúlur
« Reply #19 on: April 27, 2005, 22:07:44 »
hmmm þó að menn séu að halda bílunum við og kostnaður getur farið í smá upphæð þá skiftir það engu!! Hef séð mörg slys útaf lélegum/ónýtum spindilkúlum og skemmdir sem fara upp í háar upphæðir... Ég er gáttaður á að heyra þetta :o  :o  Heimska ekkert annað
8.93/154 @ 3650 lbs.