Author Topic: 428 Ford - sagan 4. hluti - Cobra Jets, Shelbys og fleira  (Read 4637 times)

Offline C-code

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 145
    • View Profile
IV. Kostir og gallar, samanburður o.fl.

Á sínum tíma var 428 vélin best heppnaða vél sem framleidd var hjá Ford. Hún er það raunar enn. Það stafar af því að hún var hræódýr wedge- vél sem sett var saman úr nánast stöðluðu dóti sem flest var búið að vera í framleiðslu árum saman. Ford tapaði því ekki peningum á henni eins og SOHC427, Boss vélunum eða öðru öfgakenndu dóti sem reynt var að makaðssetja. Hið fræga Muscle Parts Program sem Ford seldi mikið af aukahlutum í gegn um var að mestu byggt í kring um 428 vélina. Mikill markaður skapaðist strax fyrir aukahluti í þessa stærstu FE vél vegna þess að um 16.000 CJ / SCJ vélar voru framleiddar frá 68-70.

Aðeins ein vél er til sem byggir á sömu hugmyndum, en það er RB vélin frá Chrysler. Það sem FE línan hefur fram yfir RB vélarnar er jöfn dreifing á loftgöngum í heddum og þar af leiðandi meiri möguleikar til öndunar á hásnúningi, þ.e. yfir 6,500 sn. Chrysler notaði sömu grunnhugmyndir í þróun sinna véla, en Hemi blokkin er nánast eins og wedge 440 – 426-413 blokkirnar en með nauðsynlegum styrkingum.

Helstu gallarnir við 428 Ford er að hún skyldir vera framleidd með jafnvægisstillingum utan blokkar. Við lok framleiðslu á 428 voru til þrjár mismunandi þyngdir á kasthjólum fyrir sjálfskiptingar, þrjár fyrir beinskiptingar, fjórar mismunandi þyngdir á stimplum og allt eftir því. Þetta kom auðvitað ekki að sök fyrir keppnismenn sem voru með sínar vélar í höndunum  allt sumarið og alltaf var jafnvægisstillt ef einhverju var breytt. En fyrir áhugamenn var þetta ekki viðráðanlegt. Enda kom það á daginn með þær 428 vélar sem til hafa verið hér á landi að um leið og eitthvað var átt við gagnverkið í þeim hættu þær að endast. Algengust var úrbræðsla á höfuðlegum vegna vöntunar á jafnvægisstillingu eftir að settir voru í þær þyngri stimplar eða skipt um kasthjól eins og gerðist með GT-500 bílinn sem hér var til. Menn bara áttuðu sig ekki á þessum mun, enda eru allar FE vélar nema 410-428 jafnvægisstilltar í núll á sveifarás áður en aðrir hlutir eru settir í gangverkið.

Bestu tímar voru standard um 13.20 á mílunni á 1969 SCJ bílnum. 1968 ½ Mustanginn er fljótari. En þeirra er almennt ekki getið í blöðum því fáir voru framleiddir til sölu á almennum markaði. Einn af blaðamönnunum sem prófuðu ´68 1/2 Mustang 428 CJ kallaði hann “the fastest pure stock in the history of man”

Nokkrar tölur:  FE Vélar með 3,50” slaglengd:  352 CID 1959 – 1966; 3,78 slaglengd: 390-406-427; 3,98 slaglengd: 410-428.

Offline C-code

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 145
    • View Profile
Leiðrétting: VIN númer á 1969-70 GT-500 og A- body Ford/Merc
« Reply #1 on: February 03, 2006, 15:49:45 »
Varðandi það sem ég skrifaði um verksmiðjunúmerin á ´68 - 70 Shelby GT-500, þá er það rangt að ´69-70 hafi notað sama vélarkóða og 1968.

Hið rétta er svona:

1967 GT-500: Vélarkóði "F" (428 Police interceptor)
1968 GT-500:       "       "S" (Mustang GT-390 skel - SHELBY GT-500 - 428 PI til 1 apríl 1968, en eftir það er Cobra Jet vélin notuð, m.a. með C8OE-N heddum
1969 - 1970 GT-500: Vélarkóði "Q" = Cobra jet eða Super Cobra Jet ÁN RAM AIR.
1969 - 1970 GT-f00; Vélarkóði "R" - Cobra Jet eða Super Cobra Jet MEÐ RAM AIR.  SCJ bíll þekkist á drifkóðanum og lóðinu á slífinni fyrir aftan víbringsklossann.

FUll size, eða A - body Ford og Mercury bílar með standard 428 bera alltaf vélarkóðann "Q" (sumir rugla þessu saman við non-ram air, en það er önnur vél.

Police Interceptor 390 - 428 bera báðar kóðann "P"

428 blokkin var framleidd til 1974 og var til í varahlutalistum hjá Ford amk. til 1986-7.

Hún er nú framleidd undir einkaleyfum frá Ford hjá amk. 3 aðilum: Genesis, Shelby American, Dove, bæði úr járni og áli.

Hæsta hestaflatala sem ég hef heyrt um á 428 með 1 x Holley er 746hö. (Dynoproven)