Bíllinn hjá Benna er Bel Air 4 dyra stafur svo ekki er það hann.Eini bíllinn sem passar við þessa lýsingu sem ég veit um er þessi við Dalvík.
Einnig er lífseig saga um 59 chevy á sauðárkróki en meira um þann bíl veit ég ekki.En þeir 59 chevrolet-ar sem mér er kunnugt um eru.
1)minn
2)4 dyra hardtoppurinn í eigu Einars Gíslasonar áður í eigu Sæla
3)4dyra stafur á Akranesi
4)Bíllinn hjá Benna
5)A60 seinna í1959 4 dyra stafur Seljanes Reykhólasveit.
6)2 dyra stafur við Dalvík
7)sá er undir grænni torfu við bæinn Nes aðaldal S.Þing.held að hann hafi verið 4dyra
8)meintur Sauðárkróksbíll.
Þeir voru töluvert fleiri og hef ég leitað að þeim án árangurs.1) 4 dyra sem á að hafa verið á Akureyri (ekki A60).
2) Brúnn 4 dyra stafur var í Reykjadalnum um tíma.
3) Impala 4 dyra stafur sem tók víst nokkrar beyjurnar á rúntinum í Reykjavík á gullaldarárunum.
4) 4 dyra stafur sem var hér á Húsavík.
Þetta er svona það sem ég man eftir í hvelli og er þetta alls ekki tæmandi listi yfir þessa eðalvagna og vil ég biðja ykkur sem hafið við þetta að bæta að liggja ekki á upplýsingunum.
Kv Beggi jóa