Author Topic: Mótorhjólafundur á þriðjudag 5. apríl kl. 20:00  (Read 2688 times)

Vefstjóri KK

  • Guest
Mótorhjólafundur á þriðjudag 5. apríl kl. 20:00
« on: April 03, 2005, 19:56:52 »
Sælir félagar, nú er komið að því að við ætlum að halda fund með mótorhjólamönnum um keppnismál á komandi sumri.  

Nóni, Davíð, Steini og fleiri góðir gæjar verða í góðum gír með kaffi og fleira í félagsheimilinu í Kaplahrauni á þriðjudaginn kl. 20:00

Kv. Nóni

Offline Nóni

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.213
    • View Profile
    • http://www.icesaab.net
Góður fundur!
« Reply #1 on: April 06, 2005, 00:36:45 »
Já góðir félagar, þetta var hörkugóður fundur. Fín mæting og mikið spjallað, ákveðið að halda hjóladag með samvinnu Kvartmíluklúbbsins og Sniglanna í vor og vekja með því áhuga hjólafólks á kvartmílu. Nú á að vísu eftir að ræða við stjórnir beggja klúbba en það er væntanlega formsatriði. Margar hugmyndir komu fram um hvað má gera á svona hjóladegi og eru enn fleiri vel þegnar, endilega tjáið ykkur um hvað gera mætti til að fá sem flesta til að mæta og kynna sér míluna.

Ekki var vilji fyrir að breyta flokkunum eða búa til nýja eins og verið var að ræða á öðrum stað hér á síðunni heldur reyna að fá fleiri inn á þessum grundvelli og jafnvel að kynna sekúndukerfið fyrir þeim hjólamönnum sem hefðu áhuga á því. Kannski hentar það þeim sem ekki vilja breyta hjólunum sínum, er það nú samt ekki þannig að þeir sem vilja keppa í kvartmílu vilja keyra hraðar og gera því eitthvað í málunum?


Kv. Nóni, þakkar þeim sem mættu.
Kv. Nóni

_______________

Jón Gunnar Kristinsson,
með SAAB á heilanum.
www.icesaab.net

Betra er að blása en að sjúga!
SAAB 9000 túrbó 1987    12.100 @ 115.0