Author Topic: Camaro vandamál! HJÁLP  (Read 3945 times)

Offline Homer

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 25
    • View Profile
Camaro vandamál! HJÁLP
« on: April 02, 2005, 19:14:40 »
Jæja reynið að hrista uppí þekkingu ykkar núna! Málið er það að ég á Camaro z-28 95 árg með 350 mótor. Ég var á rúntinum áðan og allt í einu byrjaði hann að hökkta, hiksta eð hvernig sem ég maður kallar það og ég rétt náði inní stæði og þá drap hann á sér. ég reyndi að starta en hann fór ekki í gang. Svo held ég að bensínmælirinn sé vitlaus í honum og hann hafi orðið bensínlaus bíllinn. Ég fór og náði í brúsa og setti 7 lítra af bensíni á hann. ég reyni að starta en hann fer ekki í gang... Hann reynir að fara í gang og nær neista en það er eins og hann fái ekki bensín inná vélina! Svo fór einn maður að skoða þetta og tók slöngu í burtu frá vélinni og spreyjaði bensíni þar inn og þá fer hann í gang bíllinn en hann drepur strax á sér aftur eins og hann nái ekki að senda bensín þarna inn! Ég ath öll öryggi og það er allt í lagi með þau! Ekki vitið þið hvað er í gangi???
P-O-N-T-I-A-C Poor old niggas thinks it´s a Cadillac

Offline Vilmar

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 283
    • View Profile
Camaro vandamál! HJÁLP
« Reply #1 on: April 02, 2005, 20:22:01 »
Er þetta ekki bara bensíndæla?
Honda Prelude '94 2.2vtec
Huyndai '96 1.8
Blazer '88 4.3
Toy Corolla '85 1.6

Offline helgikol

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 37
    • View Profile
bensindæla
« Reply #2 on: April 05, 2005, 19:34:59 »
það er mjög liklegt að hann hafi orðið bensínlaus kannast við vitlausa mæla í camaro. Einn félagi minn sem er á svona bíl varð bensínlaus og dælan fór tetta eru mjög viðkvæmar dælur fyrir bensinleysi.

Offline Heddportun

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.686
  • Engine Builder-Head Porter-CNC Machinist-CAD/CAM
    • View Profile
Camaro vandamál! HJÁLP
« Reply #3 on: April 05, 2005, 20:01:04 »
Bensínmælirinn er alltaf vitlaus í 4gen og það tekur því ekki að gera við þetta
Heddportun og Vélabreytingar
Innflutingur á vélum,vélhlutum,almennum vara og aukahlutum

USA 01 713 409 6094
Heddportun@gmail.com

Ari Gislason

Offline Valur-Charade

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 6
    • View Profile
Re: bensindæla
« Reply #4 on: April 14, 2005, 11:31:46 »
Quote from: "helgikol"
það er mjög liklegt að hann hafi orðið bensínlaus kannast við vitlausa mæla í camaro. Einn félagi minn sem er á svona bíl varð bensínlaus og dælan fór tetta eru mjög viðkvæmar dælur fyrir bensinleysi.


hehe það þarf að eiga nóg bensín til að vera á átta gata.....en þetta er pottþétt bensínleysi og þá hefur bensæindælan farið hjá þér það er alveg bókað mál eins og það er verið að segja þá eru þessir mælar vitlausir og bensíndælurnar viðkvæmar...semsagt ónýt bensíndæla vegna bensínleysis!  :wink:

Offline JONNI

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 612
    • View Profile
    • http://www.jonassonmotorsports.com
Camaro vandamál! HJÁLP
« Reply #5 on: April 14, 2005, 23:52:55 »


Ég er nánast viss um að dælan sé farin, þó það komi benzín þrýstingur er hann sennilega ekki nógu hár til að hann fari í gang, þeir (LT1) þurfa minnst um 40 punda þrýsting til að ganga.

Tékkaðu á því hvort hann taki ekki við sér ef þú sjússar hann inn um inntakið.

Vona að þetta hjálpi!

Kv, JSJ
1972 Stingray Corvette 434 TKO 600
1972 Vega GT LS1 T56
1993 Trans Am 383 T56
1970 Trans Am RA3

Offline ADLER

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 836
  • Drive on....
    • View Profile
Camaro vandamál! HJÁLP
« Reply #6 on: May 01, 2005, 11:08:38 »
Svo byrja nú skemtilegheitin þegar á að fara að skipta um þetta dælu kvikindi því það þarf helst að taka hásinguna undan bílnum svo hægt sé að koma tanknum niður en margir sem hafa lent í þessu hafa gert gat í boddýið fyrir ofan tankinn og tekið dæluna þannig uppúr og svo er sett ný boddí plata yfir sem er bara kíttuð og skrúfuð það er eiginlega best að gera þetta svona því að þessi dæla einsog menn hafa sagt er mjög viðkvæm og því getur þurft  að skipta um hana oft .
Það er ágætt að vera með nokkrar lausar skrúfur.
Adler Stevens  543 4200
*****************
Support your Local Mechanic
Buy a Ford .
*****************

Ashes to ashes
Dust to dust
If it wasn't for Fords
Our tools would rust.
***************

Offline -Siggi-

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 202
    • View Profile
Camaro vandamál! HJÁLP
« Reply #7 on: May 01, 2005, 12:37:08 »
Það eru nú ekki margir sem hafa gatað bílinn sinn fyrir þetta.
Ég man eftir að hafa séð einn 3gen þannig.
Það var viðbjóðslegt, ég mundi ekki tíma eyðileggja bílinn fyrir þetta.

Dælan er með rörum áföstum sem ná út fyrir tankinnn
þannig að það er ekki nóg að gera eitt lítið gat.

Hásingin þarf ekki að fara alveg undan, það er nóg að slaka henni vel niður.
Sigurður S. Guðjónsson
Allar almennar bílaviðgerðir    694-3035 Bílavaktin www.bv.is
 - Cadillac CTS-V - Nissan 300ZX TT -

Offline ADLER

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 836
  • Drive on....
    • View Profile
Camaro vandamál! HJÁLP
« Reply #8 on: May 02, 2005, 21:44:51 »
'Eg veit að það þarf að gera gat sem er svona í stærra lagi en með frágang á svona þá verður útkoman aldrei betri en geta þess sem vinnuna vinnur ég er reyndar að miða við hvernig ég myndi gera þetta en það er nú kannski ekki að marka ég er búinn að vera í boddy viðgerðum nánast allt mitt líf
Það er ágætt að vera með nokkrar lausar skrúfur.
Adler Stevens  543 4200
*****************
Support your Local Mechanic
Buy a Ford .
*****************

Ashes to ashes
Dust to dust
If it wasn't for Fords
Our tools would rust.
***************