Kvartmílan > Aðstoð
Camaro vandamál! HJÁLP
Homer:
Jæja reynið að hrista uppí þekkingu ykkar núna! Málið er það að ég á Camaro z-28 95 árg með 350 mótor. Ég var á rúntinum áðan og allt í einu byrjaði hann að hökkta, hiksta eð hvernig sem ég maður kallar það og ég rétt náði inní stæði og þá drap hann á sér. ég reyndi að starta en hann fór ekki í gang. Svo held ég að bensínmælirinn sé vitlaus í honum og hann hafi orðið bensínlaus bíllinn. Ég fór og náði í brúsa og setti 7 lítra af bensíni á hann. ég reyni að starta en hann fer ekki í gang... Hann reynir að fara í gang og nær neista en það er eins og hann fái ekki bensín inná vélina! Svo fór einn maður að skoða þetta og tók slöngu í burtu frá vélinni og spreyjaði bensíni þar inn og þá fer hann í gang bíllinn en hann drepur strax á sér aftur eins og hann nái ekki að senda bensín þarna inn! Ég ath öll öryggi og það er allt í lagi með þau! Ekki vitið þið hvað er í gangi???
Vilmar:
Er þetta ekki bara bensíndæla?
helgikol:
það er mjög liklegt að hann hafi orðið bensínlaus kannast við vitlausa mæla í camaro. Einn félagi minn sem er á svona bíl varð bensínlaus og dælan fór tetta eru mjög viðkvæmar dælur fyrir bensinleysi.
Heddportun:
Bensínmælirinn er alltaf vitlaus í 4gen og það tekur því ekki að gera við þetta
Valur-Charade:
--- Quote from: "helgikol" ---það er mjög liklegt að hann hafi orðið bensínlaus kannast við vitlausa mæla í camaro. Einn félagi minn sem er á svona bíl varð bensínlaus og dælan fór tetta eru mjög viðkvæmar dælur fyrir bensinleysi.
--- End quote ---
hehe það þarf að eiga nóg bensín til að vera á átta gata.....en þetta er pottþétt bensínleysi og þá hefur bensæindælan farið hjá þér það er alveg bókað mál eins og það er verið að segja þá eru þessir mælar vitlausir og bensíndælurnar viðkvæmar...semsagt ónýt bensíndæla vegna bensínleysis! :wink:
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
Go to full version