Kvartmílan > Almennt Spjall
Auto Cross æfing 14 apríl
Gulag:
kíkið á www.biladella.com
stefan325i:
þetta er flott ég mæti örugglega á mínum, en þessir amerísku gaurar geta ekkert beygt á þraungri braut þeir undrstyra bara eins og kvennalistabelja.
1965 Chevy II:
If you can turn your going too slow :P
Rampant:
--- Quote from: "stefan325i" ---þetta er flott ég mæti örugglega á mínum, en þessir amerísku gaurar geta ekkert beygt á þraungri braut þeir undrstyra bara eins og kvennalistabelja.
--- End quote ---
Ég er algjörlega ósammála þér. Ég held í við Mitsubishi EVO og er á undan M3 BMV og Corvettu og stundum Viper í Cobrunni minni. Yfirstýring er oft meira vandamál fyrir mig en undirstýring. 8) BMV 325i er piece of cake eins og maður segir. :wink:
Fyrir þá sem hafa áhuga þá er hér hlekkur að nokrum myndum úr Autocross kepni hjá SVT (SVTOA, SVT Owners Association) klúbnum mínum.
http://www.svtoa.org/events_04_ax_03_results_pics.html
Hér er hugmynd fyrir Kvartmílu Klúbbinn. Afhverju notið þið ekki brautina fyrir autocross. Þið getið jafnvel notað kvartmílu tímatöku tækin til þess að mæla tímann. Allt sem þarf eru keilur og bílar. Þið ættuð að geta fengið ágætis tekjur af þessu. Autocross er aðal tekjulindin fyrir SVT klúbbinn minn. Ég man eftir því þegar sandspyrna var aðal tekjulindin fyrir Kvartmílu Klúbbinn í den. Kanski getur Autocross orðið að auka tekjulind fyrir Kvartmílu Klúbbinn.
Það má gera ráð fyrir því að Kvartmílu áhuga menn séu þegar farnir að fussa. Ég sem kvartmílu áhugamaður og fyrverandi meðlimur í kvartmílu klúbbnum fussaði líka þangað til ég prófaði autocross. Ég hef núna meira gaman að autocrossi en kvartmílu. (Ég hef samt enn þá gaman af kvartmílu.) Sumir kvarta yfir því að það sé ekki nægur hraði í autocrossi. Það er lítill vandi að keyra beint á 100 mílna hraða en það getur þurft ansi mikla ökumans hæfileika að keyra á 50 mílna hraða í autocrossi. Sem dæmi get ég nefnt að ég hef séð hraðamælinn minn snerta 80 mílur í autocrossi sem er aðeins 22 mílum hægar en ég fer í kvartmílunni. Hver veit, þið gætuð haft gaman af autocrossi, ef ekki þá gæti það samt orðið auka tekjulind fyrir klúbbinn og stuðlað að aukinni notkun á brautinni.
Jón Þór Bjarnason:
Heyr heyr ég tek undir þetta og finnst mér Autocross bara vera þrælsniðugt mál + þú þarft ekki að eiga bíl sem er fleiri hundruð hestöfl.
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
Go to full version