Kvartmílan > Almennt Spjall

1/8 mila

<< < (8/9) > >>

Kiddi J:

Kristján F:
Sælir er ég að misskilja þetta, er ekki bara verið að taka púlsinn á því hvort vilji sé fyrir því að halda eina til tvær svona keppnir ekki breyta öllu keppnisfyrirkomulaginu. ? Svo er aftur kannski annað mál með drifhlutföll í þeim bílum sem verða með í þessu hvort þau henti eða ekki. En fyrir þann sem horfir á er þetta virkilega sniðugt. Skoðiði vel það sem Valur taldi upp.


                                Kristján F

stigurh:
Hver er munur á 60 feta tíma hjá 5 sekúndna tæki, miðað  1/8 úr mílu, 2000-2500lbs að þyngd 1/8 úr mílu eða 1/4 úr mílu ?
Ég er að spá í gírhlutfallið og svoleiðis.
Einhver?

Fyrirgefðu mér Friðrik D. Ég skal ekki gera þetta aftur. Ég er búin að blása.
Þinn vinur stigurh

1965 Chevy II:
Kiddi.....góðuuur :lol:

Það er gott að blása Stígur minn þó sumir vilji sjúga.
Ekki veit ég muninn á tímanum en ef bílnum er breytt,hlufalli og fl. ef þarf þá myndi ég halda (þó sumir segi að halda sé sama og vita ekkert sem ég er ekki sammála) að hann færi töluvert betri 60 fet EF hann hefur gott grip eða lítið power.
Það er mjög gaman að horfa á 1/8 sérstaklega í sjónvarpi,miðað við kvartmílu í sjónvarpi, og DVD diskarnir í klúbbnum eru mjög góðir 1/8 mílu dæmi.
Það er að sjálfsögðu hægt að koma á bíl settum upp fyrir 1/4 mílu og keppa í 1/8 en til að ná optimum tímum þarf breytingar sem gera bíla eins og minn td ekki skemmtilegann á götu.
Þess vegna myndi ég ekki vilja 1/8 eingöngu en ef það ætti að keyra eina tvær keppnir for fun þá er ég með.

P.S Kiddi....ég er enn að hlæja að myndinni....snilllldar inlegg :lol:  :lol:

1965 Chevy II:
Annað sem ég er að spá (allt á góðu nótunum) Valur segir að mesta keppnin gerist á fyrstu 100 metrunum,Baldur vitnar í þá grein og breytir því reyndar í 200 metra báðir vilja meina að restin sé bara bið eftir endalínu
(hvað ætli Nóna púller finnist um það) og Stíg finnst erfiðara að vinna í 1/4 mílu,smá þversagnir eða ágreiningur á ferð!

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

[*] Previous page

Go to full version