Kvartmílan > Almennt Spjall

1/8 mila

<< < (3/9) > >>

eva racing:
Hæ.

    Það er svona blendnar tilfinningar með 1/8 vs 1/4 mílu.    

   Það er samt svolítið skrítið að ef keppt er í 1/8 á A-eyri, þá er það æðislegt en ef minnst er á sömu vegalengd hér þá ætlar allt af göflonum að ganga.   Flestir þeir sem eru á móti 1/8 hafa aldrei eða sjaldan keppt, (EB er undantekning)  Það er nú svo, að helsta og mesta keppnin er á fyrstu  100 metrunum.  Þá er startinu lokið menn eru komnir í hæsta gír og restin er bið eftir því að komast að endalínunni. (miðað við kvartmílubíla.  Mörgum götubílum dugir ekki hreppurinn til að komast í "topp gír" sökum hlutfalls vs afl)

  Og það að flestir bílar hér séu á 5 sek 1/8 því miður er það ekki rétt, háar 6 til 7 er nær lagi.  Sléttar 6sek eru ca. sléttar 9. á 1/4  og það er ekki "flestir bílar" hér á  landi.  

    Hlutfallið er ca. tími X ,65    og hraðinn er ca 80%  T.d.  var þórður kominn í 160 mílur á 1/8 og svo 198 mílur á 1/4 á síðasta sumri.

   Það er margt sem aftur mælir með. 1/8 t.d.
1. 'Ahorfendur sjá endann, (sem ætti að vera gott.?)

2. Munur á milli bíla minnkar (sérstaklega gott á indexflokkum, Bracket og OF etc) Einnig á jöfnu starti þar sem menn eru sennilega "með á myndinni".

3. Þetta jafnar bíla í öðrum flokkum, þannig að ökumaðurinn skiftir   meira   máli. (erfiðara að vinna upp daprann dræver með meira togi.)

4. keppnir verða jafnari og meira spennandi.  

5. Hámarkshraðinn minnkar, minni slysahætta og minna um  tuskubremsunotkun. (minna ves)  

6. Fer betur með "bílinn" þú ert síðustu 200 metrana á max rpm -1000
 
           'Eg er 1/8 mílu sinnaður, en get svo sem farið í bíltúr útí sveit ef það er stemmingin. (er samt ekki svo mikill rúntari, meira svona spyrnari)

1965 Chevy II:

stigurh:
Þetta eru bara fordómar og ekkert annað.

Ég kem ekki til með að éta neitt sem ég hef ekki étið áður!!! Stelputal...

Það er ekki saman að jafna umferðargötu á Akureyri og griplausri kvartmílubraut í kapelluhrauni.

Að halda er ekki sama og vita ekki neitt. Það veit ég.

Ég er að gera út bíl til að hafa gaman af ! og ég læt ekki forpokast á þessu skeri. Ég vona að þið félagar látið ekki íhaldsemi hafa þannig áhrif á ykkur að þið séuð bara á móti.

Það eina sem er öruggt í þessum heimi eru breytingar...

baldur:
Það er reyndar staðreynd einst og Valur segir að mesta actionið er á fyrstu 200 metrunum, restin er bara rúntur í efsta gír.

Ó-ss-kar:
þannig sem ég myndi sjá þetta , þá er alveg harcore bömmer að vera á götudekkjum og vera ekki með shift converter og spyrna einhverja svona vegalengd... þá er ég að miðað við bíla í manns eigin flokki. t.d. gaman að vera hliðina á 4x4 bíl sem stendur hann í útslætti og ég að pína minn í 1900rpm og svo stekkur hann meira en bíllengd í starti frá manni...  :? finns þetta of stutt , ef það ætti að velja á milli myndi ég kjósa 1/4

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

[*] Previous page

Go to full version