Kvartmílan > Almennt Spjall

Til sölu/óskast keypt

<< < (2/3) > >>

1965 Chevy II:
Það hafa oft komið upp dæmi að einhver er að leita að varahlut eða bíl og hann finnst svo í eldgömlum pósti.
Þetta er ekkert fyrir.

Gizmo:
það væri nú samt allt í lagi að maður geti eytt eigin auglýsingum alveg, það er ekki til neins að hafa þær þarna eftir að hluturinn er seldur eða fenginn.  

Ef auglýsingunum væri eytt sjálfkrafa eftir einhvern rúmlegan tíma þá væru þær líka meira markverðar þær auglýsingar sem yrðu þarna inni.  það getur varla verið að meirihlutinn af því sem var auglýst fyrir ári síðan sé ennþá til sölu.

Svo hlýtur þetta að taka pláss einhversstaðar.

Nóni:
Það er ekkert mál að eyða póstum eða breyta þeim í "SELT", bara lesa síðuna þegar þú ert búinn að skrá þig inn og ert að horfa á póstinn þinn.

Nóni

Gizmo:
Ég veit allt um það að það sé hægt að breyta þeim, ég er að tala um að eyða mínum auglýsingum ALVEG þegar ég vill.  Ef þú ferð inná einhverja auglýsingu sem þú hefur gert þá kemur aðeins "tilvísun" eða "breyta" en ekkert sem eyðir þeim eins og þú segir hér að ofan.  

Aftur á móti ef þú ferð á einhvern nýlegan póst þinn sem ekki hefur verið svarað þá kemur þar kostur sem er "X" eða "eyða" sem verður óvirkt er einhver hefur svarað þér eða þræðinum.  

Ég skil ekki afhverju maður má ekki bara eyða sínum auglýsingum ALVEG þegar þær eru ónýtar eins og á öllum öðrum spjallsíðum.

1965 Chevy II:
Núna geta allir innskráðir eytt sínum auglýsingum.

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

[*] Previous page

Go to full version