Kvartmílan > Bílarnir og Græjurnar
smá pæling með sumarið
Ó-ss-kar:
sælir , einhver hérna til í að vera svo almennilegur að útskýra fyrir mér hvernig þessir riðlar eiga að virka fyrir sumarið ? ég er kannski svo vitlaus að spurja en betra að vera heimskur og spurja frekar en aðspyrja ekki :o
1965 Chevy II:
Þú byrjar á að skrá þig í klúbbinn (kr 5000) og svo skráir þú þig í keppni þegar hún er auglýst.
Ef þú veist hver tími þinn er vanalega á brautinni segjum 13.50 þá myndir þú skrá þig í 12.99 flokkinn og keppa við bíla sem eru að keyra á rólinu 12.99-13.99.
Ef þú veist ekki tímann þá bara segistu ákveða það eftir tímatökur.
Ef þú ferð undir tíma það er að segja hraðar en 12.99 þá ertu úr leik.
Það er ræst á jöfnu sá sem er á undan í mark vinnur,einfalt.
Nánast allt leyfilegt nema throttle stop og samskonar dót (búnaður fyrir homma og gamalmenni),
firebird400:
Hvernig virkar þetta þá fyrir þá sem eru að fara rönnið nálagt heilli sec. Það sem ég meina er það að sá sem er nálagt sléttum sec. á mikið erfiðara með að hanga inni.
Þurfa þeir sem sagt að skrá sig í tvö flokka eða :?
Þú nefndir að ef hann færi undir segjum 12,99 þá er hann úr leik, já en ef bíllinn er vanalega að fara 13,10 og svo fer hann allt í einu undir, bara fúlt að ná góðu rönni, en þetta skiptir engu máli ef menn eru að fara 13,50-13,80.
Mér finnst þetta fyrirkomulag engannveginn getað virkað.
Endilega leiðréttið mig ef ég er einhvað að misskilja þetta því mér finnst þetta eitt það heimskasta sem ég hef heyrt lengi
Ó-ss-kar:
er þetta þá bara eins og bracket run eða hvað það er kallað ? finnst það ekki alveg blíva :/ en allavega verður þetta þá allt sumarið keyrt á þessu eða er þetta einhver tilraun ?
Nóni:
Strákar, það er bara að prófa þetta en ekki jarða það í fæðingu. Ef ég hefði sagt að súkkulaðirúsínur væru vondar áður en ég smakkaði þær, þá hefði ég ekki haft ánægju af að borða þær öll þessi ár.
Mikilvægt er að þekkja bílinn sinn vel og vita hvaða tíma hann er að fara á og hvað hann getur best, það kæmi mér sko mjög skemmtilega á óvart ef SAABinn færi allt í einu í 11.90 og ég væri úr leik. Ég mynd svo minnka bústið eða seinka kveikju um kannski kvart gráðu eða eitthvað álíka og halda áfram í næstu keppni. Nú eða gera eins og alvöru karlmaður og bústa meira eða flýta kveikju og færa mig upp um flokk og byrja að keyra
með stóru strákunum.
Kv. Nóni
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
Go to full version