Kvartmílan > Almennt Spjall

Flokkar sumarsins!

(1/8) > >>

Vefstjóri KK:
Jæja stjórnin hefur tekið ákvörðun um þá flokka sem verða keyrðir í sumar. Hér koma þeir.

OF-flokkur
9.90-flokkur
10.90-flokkur
11.90-flokkur
12.90-flokkur
13.90-flokkur
14.90-flokkur

Mótorhjólaflokkar óbreyttir.

Látið nú gamminn geysa og lýsið ánægju ykkar (nú eða óánægju, þið sem eruð óstöðvandi nöldurseggir).
Við erum alveg sannfærðir um að þetta leysir ótal vandamál í sambandi við flokkaskoðanir og menn sem ekki þora að kæra hinn, heldur röfla bara í vini sína (fullir eða ófullir).


Kv. Nóni

Gretar Franksson.:
Hisssa!
Það er ekki farið eftir vilja þeirra sem ætluðu sér að keppa í sumar.
Þið hafið greinilega tekið upp það sem Ingólfur hefur alla tíð verið að reyna koma á. Loksins hefur það tekist og óska ég honum og þessari stjórn góðs gengis með þessa nýju flokka.

Að mínu mati, miðað við þetta, er það eina sem getur bjargað Kvartmílu á Íslandi OF-flokkur. Því það er eini flokkurinn af þessum sem er kappakstur aðra flokka tel ég vera ökuleikni. þ.e.a.s. að hitta á fyrirfram ákveðinn tíma.  Auðvita munu menn velja þann flokk sem ökutæki þeirra nær auðveldlega og passa sig síðan á því að fara ekki undir tímann. Góða skemmtun!

Gretar Franksson

Racer:
alveg sáttur en mætti hafa 15.9 flokk líka ;) :lol:

finnst 14.9 halda litlu bílunum frá :) , miklu skemmtilegra að vera á slowrider með undir 160 hö ;)

mætti eflaust gera meira grein frá hverjar öryggisreglurnar eru nákvæmilega í þessum sec flokkum


--- Quote ---Svo gilda að sjáfsögðu allar öryggisreglur eins og alltaf.
--- End quote ---


Finnst þær ekki vera nógu skýrar yfirheild/almennt ,
þær eru allar inní hinum og þessum flokkunum.

Nóni:

--- Quote from: "Vega 71" ---Hisssa!
Það er ekki farið eftir vilja þeirra sem ætluðu sér að keppa í sumar.
Þið hafið greinilega tekið upp það sem Ingólfur hefur alla tíð verið að reyna koma á. Loksins hefur það tekist og óska ég honum og þessari stjórn góðs gengis með þessa nýju flokka.

Að mínu mati, miðað við þetta, er það eina sem getur bjargað Kvartmílu á Íslandi OF-flokkur. Því það er eini flokkurinn af þessum sem er kappakstur aðra flokka tel ég vera ökuleikni. þ.e.a.s. að hitta á fyrirfram ákveðinn tíma.  Auðvita munu menn velja þann flokk sem ökutæki þeirra nær auðveldlega og passa sig síðan á því að fara ekki undir tímann. Góða skemmtun!

Gretar Franksson
--- End quote ---



Sæll Grétar, um hvaða flokk baðst þú? Þú ætlar að keppa er það ekki? Ég vona það. Ef ekki þá ertu bara velkominn í keppnistækjaskoðun á keppnisdögum því að það er virkilegur skortur á svoleiðis fólki.
Ég er ekki hissa á að fá þessa athugasemd frá þér nema að einu leiti, því að ég hélt að þú myndir ekki skilja eftir þig þessi ummæli um Ingólf og okkur félaga hans í stjórninni. Ég held að aðalfundur mundi dæma störf stjórnarinnar þegar þar að kemur, ekki kom neitt framboð til formanns á síðasta aðalfundi þrátt fyrir óskir þar um. Ég held líka að menn vinni af heilindum í þessu annars vanþakkláta starfi og vilji klúbbnum bara það besta og að geta staðið upp úr þessu starfi með stolti, kannski með viðurkenningu annarra í farteskinu.
Vona ég nú að þeir sem allt finna þessu til foráttu gefi þessu tækifæri og reyni að vinna klúbbnum vel með jákvæðni og bjartsýni.
Það er í gangi ákveðin vinna á vegum stjórnarinnar um fyrirkomulag keppnishalds í framtíðinni og eru flokkareglur þar með taldar. Þessi ákvörðun er hluti af því.


Virðingarfyllst, Nóni

440sixpack:

--- Quote from: "Vega 71" ---Hisssa!
Það er ekki farið eftir vilja þeirra sem ætluðu sér að keppa í sumar.
Þið hafið greinilega tekið upp það sem Ingólfur hefur alla tíð verið að reyna koma á. Loksins hefur það tekist og óska ég honum og þessari stjórn góðs gengis með þessa nýju flokka.

Að mínu mati, miðað við þetta, er það eina sem getur bjargað Kvartmílu á Íslandi OF-flokkur. Því það er eini flokkurinn af þessum sem er kappakstur aðra flokka tel ég vera ökuleikni. þ.e.a.s. að hitta á fyrirfram ákveðinn tíma.  Auðvita munu menn velja þann flokk sem ökutæki þeirra nær auðveldlega og passa sig síðan á því að fara ekki undir tímann. Góða skemmtun!

Gretar Franksson
--- End quote ---


Þáttaka í OF flokki var mjög lítil bæði í fyrra og hitteðfyrra, og hvernig á þá sá flokkur að bjarga þáttökufjölda í kvartmílu á Íslandi, þú hefur sjálfur verið lítið sem ekkert með s.l. 2 ár, sem er akkurat sá vandi sem er verið að reyna að leysa þ.e. að auka þáttöku.  En annars get ég ekki séð hvers vegna þú ert að setja út á þetta, OF flokkurinn er hér áfram inni.  Svo má deila um hvað er aksturleikni og hvað ekki. Til dæmis sé ég ekki hvernig er spennandi kvartmíla að 9 sek. bílar séu að keppa við 7 sek. grindur. Góða skemmtun.

Hins vegar vil ég benda á að ef svo fer að allir hugsa svona eins og þú heldur fram með föstu index flokkana, þá virkar það bara þegar einn keppandi í flokk gerir þetta, en þegar það eru orðnir 2-6 bremsukarlar í flokknum verður það bara gaman og spennandi.

Það er verið að keyra allstaðar erlendis þessa index flokka, og gefst bara vel.  

Þórður Ingvarsson

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

Go to full version