Author Topic: Flokkar sumarsins!  (Read 8915 times)

Vefstjóri KK

  • Guest
Flokkar sumarsins!
« on: March 21, 2005, 19:29:49 »
Jæja stjórnin hefur tekið ákvörðun um þá flokka sem verða keyrðir í sumar. Hér koma þeir.

OF-flokkur
9.90-flokkur
10.90-flokkur
11.90-flokkur
12.90-flokkur
13.90-flokkur
14.90-flokkur

Mótorhjólaflokkar óbreyttir.

Látið nú gamminn geysa og lýsið ánægju ykkar (nú eða óánægju, þið sem eruð óstöðvandi nöldurseggir).
Við erum alveg sannfærðir um að þetta leysir ótal vandamál í sambandi við flokkaskoðanir og menn sem ekki þora að kæra hinn, heldur röfla bara í vini sína (fullir eða ófullir).


Kv. Nóni

Offline Gretar Franksson.

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 200
    • View Profile
Flokkar sumarsins!
« Reply #1 on: March 21, 2005, 20:20:29 »
Hisssa!
Það er ekki farið eftir vilja þeirra sem ætluðu sér að keppa í sumar.
Þið hafið greinilega tekið upp það sem Ingólfur hefur alla tíð verið að reyna koma á. Loksins hefur það tekist og óska ég honum og þessari stjórn góðs gengis með þessa nýju flokka.

Að mínu mati, miðað við þetta, er það eina sem getur bjargað Kvartmílu á Íslandi OF-flokkur. Því það er eini flokkurinn af þessum sem er kappakstur aðra flokka tel ég vera ökuleikni. þ.e.a.s. að hitta á fyrirfram ákveðinn tíma.  Auðvita munu menn velja þann flokk sem ökutæki þeirra nær auðveldlega og passa sig síðan á því að fara ekki undir tímann. Góða skemmtun!

Gretar Franksson
Gretar Franksson.

Offline Racer

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.464
    • View Profile
Flokkar sumarsins!
« Reply #2 on: March 21, 2005, 20:21:51 »
alveg sáttur en mætti hafa 15.9 flokk líka ;) :lol:

finnst 14.9 halda litlu bílunum frá :) , miklu skemmtilegra að vera á slowrider með undir 160 hö ;)

mætti eflaust gera meira grein frá hverjar öryggisreglurnar eru nákvæmilega í þessum sec flokkum

Quote
Svo gilda að sjáfsögðu allar öryggisreglur eins og alltaf.


Finnst þær ekki vera nógu skýrar yfirheild/almennt ,
þær eru allar inní hinum og þessum flokkunum.
Davíð Stefánsson
KK Member 2015 #857

Offline Nóni

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.213
    • View Profile
    • http://www.icesaab.net
Ekki hissa!
« Reply #3 on: March 21, 2005, 22:43:16 »
Quote from: "Vega 71"
Hisssa!
Það er ekki farið eftir vilja þeirra sem ætluðu sér að keppa í sumar.
Þið hafið greinilega tekið upp það sem Ingólfur hefur alla tíð verið að reyna koma á. Loksins hefur það tekist og óska ég honum og þessari stjórn góðs gengis með þessa nýju flokka.

Að mínu mati, miðað við þetta, er það eina sem getur bjargað Kvartmílu á Íslandi OF-flokkur. Því það er eini flokkurinn af þessum sem er kappakstur aðra flokka tel ég vera ökuleikni. þ.e.a.s. að hitta á fyrirfram ákveðinn tíma.  Auðvita munu menn velja þann flokk sem ökutæki þeirra nær auðveldlega og passa sig síðan á því að fara ekki undir tímann. Góða skemmtun!

Gretar Franksson



Sæll Grétar, um hvaða flokk baðst þú? Þú ætlar að keppa er það ekki? Ég vona það. Ef ekki þá ertu bara velkominn í keppnistækjaskoðun á keppnisdögum því að það er virkilegur skortur á svoleiðis fólki.
Ég er ekki hissa á að fá þessa athugasemd frá þér nema að einu leiti, því að ég hélt að þú myndir ekki skilja eftir þig þessi ummæli um Ingólf og okkur félaga hans í stjórninni. Ég held að aðalfundur mundi dæma störf stjórnarinnar þegar þar að kemur, ekki kom neitt framboð til formanns á síðasta aðalfundi þrátt fyrir óskir þar um. Ég held líka að menn vinni af heilindum í þessu annars vanþakkláta starfi og vilji klúbbnum bara það besta og að geta staðið upp úr þessu starfi með stolti, kannski með viðurkenningu annarra í farteskinu.
Vona ég nú að þeir sem allt finna þessu til foráttu gefi þessu tækifæri og reyni að vinna klúbbnum vel með jákvæðni og bjartsýni.
Það er í gangi ákveðin vinna á vegum stjórnarinnar um fyrirkomulag keppnishalds í framtíðinni og eru flokkareglur þar með taldar. Þessi ákvörðun er hluti af því.


Virðingarfyllst, Nóni
Kv. Nóni

_______________

Jón Gunnar Kristinsson,
með SAAB á heilanum.
www.icesaab.net

Betra er að blása en að sjúga!
SAAB 9000 túrbó 1987    12.100 @ 115.0

Offline 440sixpack

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 362
    • View Profile
Flokkar sumarsins!
« Reply #4 on: March 21, 2005, 22:51:21 »
Quote from: "Vega 71"
Hisssa!
Það er ekki farið eftir vilja þeirra sem ætluðu sér að keppa í sumar.
Þið hafið greinilega tekið upp það sem Ingólfur hefur alla tíð verið að reyna koma á. Loksins hefur það tekist og óska ég honum og þessari stjórn góðs gengis með þessa nýju flokka.

Að mínu mati, miðað við þetta, er það eina sem getur bjargað Kvartmílu á Íslandi OF-flokkur. Því það er eini flokkurinn af þessum sem er kappakstur aðra flokka tel ég vera ökuleikni. þ.e.a.s. að hitta á fyrirfram ákveðinn tíma.  Auðvita munu menn velja þann flokk sem ökutæki þeirra nær auðveldlega og passa sig síðan á því að fara ekki undir tímann. Góða skemmtun!

Gretar Franksson


Þáttaka í OF flokki var mjög lítil bæði í fyrra og hitteðfyrra, og hvernig á þá sá flokkur að bjarga þáttökufjölda í kvartmílu á Íslandi, þú hefur sjálfur verið lítið sem ekkert með s.l. 2 ár, sem er akkurat sá vandi sem er verið að reyna að leysa þ.e. að auka þáttöku.  En annars get ég ekki séð hvers vegna þú ert að setja út á þetta, OF flokkurinn er hér áfram inni.  Svo má deila um hvað er aksturleikni og hvað ekki. Til dæmis sé ég ekki hvernig er spennandi kvartmíla að 9 sek. bílar séu að keppa við 7 sek. grindur. Góða skemmtun.

Hins vegar vil ég benda á að ef svo fer að allir hugsa svona eins og þú heldur fram með föstu index flokkana, þá virkar það bara þegar einn keppandi í flokk gerir þetta, en þegar það eru orðnir 2-6 bremsukarlar í flokknum verður það bara gaman og spennandi.

Það er verið að keyra allstaðar erlendis þessa index flokka, og gefst bara vel.  

Þórður Ingvarsson
Þórður Ingvarsson
1970 Dodge Challenger R/T 440 shaker.(seldur) (O O [====R/T=] O O)
1971 Plymouth Cuda Pro-street Project.  (O O {]{]{]|[}[}[} O O)
2003 Mercedes Benz E-500 Avantgarde
2007 Yamaha YZF R-1

Offline 1965 Chevy II

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 8.089
  • Friðrik Daníelss.
    • View Profile
Flokkar sumarsins!
« Reply #5 on: March 21, 2005, 23:39:57 »
Ég veit allt,
ég get allt,
geri allt miklu betur en fúll á móti.
Ég kann allt,
ég skil allt,
fíla allt miklu betur en fúll á móti.

     Smíða skútu skerpi skauta
     bý til þrumu osta og grauta.
     Haltu kjafti.

Ég sé allt,
ég man allt,
Brugga miklu betur heldur en fúll á móti.
Ég finn allt,
ég er allt,
hef miklu hærri tekjur heldur en fúll á móti.

Ég er kroppur,
ég er fróður,
fallegri í framan heldur en fúll á móti.
Ég er góður,
aldrei óður,
ekki fitukeppur eins og slappi fúll á móti

     Smíða skútu skerpi skauta
     bý til þrumu osta og grauta.
     Haltu kjafti.
hættið að þrasa,hittumst á brautinni reynum að fara hraðar en síðast og hittumst svo á pallinum í góðu grilli og einum (eða tveim) öl og eigum góða stund.
.....and 500 pounds of torque......what ever that is.
1.30 60ft 5.78 @ 119.9mph 1/8 - 9.07 @ 148.2 mph N/A Pump gas

Offline Dr.aggi

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 411
    • View Profile
Flokkar sumarsins!
« Reply #6 on: March 21, 2005, 23:44:15 »
Hafði stjórnin ekki næga trú á eigin hugmyndum að hún treysti sér ekki til þess að setja hana fram á  aðalfundi til almennrar kostningar eins og lög félagsins gera ráð fyrir?

Eða er stjórnin enn og aftur að gefa út þá yfrlýsingu að hinn almenni félagsmaður þessa félags sé bæði hálviti og asni?

Svaraðir þú mér ekki Ingólfur hér á spjallinu fyrir stuttu að engar breytingar væru í vændum og þú skildir ekki hvað við værum að óttast,
aðeins væri um léttar umræður að ræða.

Agnar H Arnarson
ON ALKY RACING TEAM.
Chevrolet Malibu Chevelle 1967.Besti tími 10.87
Blown Alky SBC dragster.Besti tími 8.72
Willys Coupe 1941

http://public.fotki.com/Draggi/

Offline Racer

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.464
    • View Profile
Flokkar sumarsins!
« Reply #7 on: March 22, 2005, 00:12:47 »
Eflaust ef menn koma saman og skrá sig í einhvern flokk sem á ekki að vera keyrður þá væri mjög líklegt að menn fá þá að keyra í þeim flokki ef þeir koma nógu margir saman??
Er það ekki rétt hjá mér og ef það er rétt þá ættu menn að fara á milli skúra og hjálpa hvor öðrum að gera tæki til eða lána mönnum pening til að skrá sig sem meðlim 2005 og/eða lána mönnum fyrir keppnis útgjöldum og drulla sér að mæta í keppnir.

allanvega ætla ég að bíða spenntur að menn koma uppí klúbb á næstu fimmtudögum til að skrá sig sem meðlim 2005 og ef enginn kemur að skrá sig þá héld ég áfram að horfa á sjónvarpið og bora í nebba ;)

Það veltur á ykkur hvort ég fæ einhverja hreyfingu fyrir keppnirnar eða hvort spikið er enn á sínum stað.. hjálpið mér að komast í form fyrir keppnirnar 8)
Davíð Stefánsson
KK Member 2015 #857

Offline Nóni

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.213
    • View Profile
    • http://www.icesaab.net
Flokkar sumarsins!
« Reply #8 on: March 22, 2005, 00:14:01 »
Quote from: "Dr.aggi"
Hafði stjórnin ekki næga trú á eigin hugmyndum að hún treysti sér ekki til þess að setja hana fram á  aðalfundi til almennrar kostningar eins og lög félagsins gera ráð fyrir?

Eða er stjórnin enn og aftur að gefa út þá yfrlýsingu að hinn almenni félagsmaður þessa félags sé bæði hálviti og asni?

Svaraðir þú mér ekki Ingólfur hér á spjallinu fyrir stuttu að engar breytingar væru í vændum og þú skildir ekki hvað við værum að óttast,
aðeins væri um léttar umræður að ræða.

Agnar H Arnarson


Agnar, þú ert kannski til í að vanda orðavalið. Ég man ekki eftir því að stjórnarmeðlimir hafi gefið út þessa yfirlýsingu og er ég þó ritari í stjórninni (núverandi). Vinsamlegast lestu það sem ég skrifaði áður og reyndu svo að fara að hugsa um hvað klúbbnum er fyrir bestu og grafðu stríðsöxina, hér er enginn í stríði nema þú sjálfur.
Við erum að vinna vinnuna sem þarf að vinna, komdu með tækið þitt á brautina í sumar og þá verða allir sáttir.

Kv. Nóni
Kv. Nóni

_______________

Jón Gunnar Kristinsson,
með SAAB á heilanum.
www.icesaab.net

Betra er að blása en að sjúga!
SAAB 9000 túrbó 1987    12.100 @ 115.0

Offline ilsig

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 219
    • View Profile
ForræðishyggjuStjórnin
« Reply #9 on: March 22, 2005, 00:17:17 »
Tja hérna það nýasta á klakanum sekúnduflokkar.
Mér skildist á sinum tíma að þetta væri síðasta árið fyrir gömlu flokkana
ef þáttaka væri ekki nóg, en skoðanakönnun í vetur gaf 5 stk. í S/E
Afhverju eru gömlu flokkarnir ekki keyrðir.
Vel má vera að þessir nýju flokkar reynist vel erlendis,en þeir koma ekki
hingað að glápa á okkur.
Hvaða ÖFL eru hér að verki.
Ef engin kappakstur er í gangi eða engin rigur þá mættir engin.AMEN

kv.Gisli Sveinss
-= This text might contain traces of Methyl fluorosulfonate (F-SO2-OCH3), Cyclosarin (C7H14FO2P) or the Ebola virus... =-

Offline Einar K. Möller

  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 2.957
    • View Profile
Flokkar sumarsins!
« Reply #10 on: March 22, 2005, 00:21:02 »
Fari þetta bara í r***gat... heimska helv***s sekúndu bull... so be it... heng frekar heima og horfi á Formúluna... með öðru auganu.. að lesa leiðinlega bók.
2004 Porsche Cayenne S

Class racing is filled with all kinds of specified engine regulations, weights, and things like that, no one is rewarded for any sort of outside thinking!

Offline stigurh

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 513
    • View Profile
Ökuleikni hvað!!!
« Reply #11 on: March 22, 2005, 08:29:46 »
Ég vona að það verði góð þátttaka í ökuleikni í sumar.  Allt í einu er það bara ekkert mál að keppa í "kvartmíluökuleikni" !!! Það ætti þá ekki að fæla keppendur eða þátttakendur frá eða hvað.  

Auðvitað hvað segi ég nú bara. Þeir sem keyra alvöru kappakstur ættu ekki að vera í vandræðum með að fara heim með dollurnar eða hvað. Alvöru menn á alvöru kappakstursbílum taka að sjálfsögðu þátt í  OF og sekunduflokkum líka og sýna okkur hinum hvernig á að gera þetta svo við skiptum um skoðun og tökum aldrei þátt í þessu rugli aftur...
stigurh

Offline eva racing

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 611
    • View Profile
Woooow. Gott pirr, mar. 'Eg líka....
« Reply #12 on: March 22, 2005, 18:24:30 »
Hæ.

    Það er náttúrlega hið mesta böl fyrir framgang Kvartmílu á íslandi, ef EKM.  ætlar að vera heima......... (kannski einsgott, hann er svo orðljótur.  Það eru börn og viðkvæmt fólk á keppnum)

     En "SURPRÆS".....   'Eg skildi þetta allann tímann sem svo að allir flokkar væru opnir og KEPPENDUR fengju að velja í hvaða flokk þeir vildu fara. (þið munið,,,, "lýðræðiskjaftæðið")

  Og þannig veldu menn sjálfir hvaða flokkar "lifðu" og hverjir féllu niður.

   Og ég spyr nú líka, eiga þeir sem ekki eru með turbo saab, (bara venjulegann) ekki að fá að vera með eða telst spennandi að keppa í 14.90 á 16.90 bíl????

   Er ekki rétt að hafa venjulegt Bracket fyrir þá sem það vilja ef bara eru þessir skylduflokkar (sem áður eru taldir ) svona fyrir þá sem vilja  "STANDANN".   Og vilja þá frekar laga indexið en að laga bílinn til að vera samkeppnisfær.

    Og svo meira spurt,; Eru ekki þessir ??.90 flokkar allir keyrðir á "Pro tree".?       Og verðum við þá með "prótrí" líka ??

   Með von um að hvað sem verður, sé klúbbnum til bóta.,
EVA frv. Racing.
------------------------
Valur Vífilsson.
Áður en yfir líkur þarf maður að: eignast Willys, Zippó,Harley Davidson.
ná 1,05 60 ft.

Offline Dr.aggi

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 411
    • View Profile
Flokkar sumarsins!
« Reply #13 on: March 22, 2005, 19:27:06 »
16.90?? eru einhverjir unglingar á skellinöðrum í dag?
Ég hélt að allir unglingar í dag hengju bara yfir tölvuleikjum.
Á ekki að selja inn á þessar kvartmílugóðaksturskeppnir?

Og Nóni minn ég er í engu stríði eina sem ég er á móti eru þessar Adolfs ákvarðanir gegn lýðræðislegum lögum félagsins.
Og Nóni maður þarf stundum ekki að segja hlutina með orðum heldur í verki.
En þau hafa verið sögð samanber hér "en ég var allavega á þessum fundi og man eftir hvað menn voru heitir út í einhverja gapuxa sem ekkert höfðu um málið að segja."

Kv.
Aggi
ON ALKY RACING TEAM.
Chevrolet Malibu Chevelle 1967.Besti tími 10.87
Blown Alky SBC dragster.Besti tími 8.72
Willys Coupe 1941

http://public.fotki.com/Draggi/

Offline baldur

  • Administrator
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.464
    • View Profile
    • http://foo.is
Flokkar sumarsins!
« Reply #14 on: March 22, 2005, 20:04:08 »
Mér þætti allavega eðlilegt að keyra þessa flokka á pro tree til þess að gera þetta erfiðara.
Baldur Gíslason

1995 Mitsubishi Eclipse GSX 4x4 turbo
1992 Polaris Indy RXL 136" turbo

Turbo or no go.

Offline ÁmK Racing

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 679
    • View Profile
Lummó
« Reply #15 on: March 22, 2005, 21:12:40 »
Iss þetta er ekki gott.K.v Árni Már Kjartansson
Camaro 92 632 cid.
  Fljótasti Door Slammer á landinu.
Camaro Z28 84 355 cid
Árni Már Kjartansson.

Offline eva racing

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 611
    • View Profile
Alsæla.
« Reply #16 on: March 22, 2005, 22:20:59 »
Hæ.

   Hvað meinarðu, ekki gott.???

  Þetta er albest, nú þegar maður tapar, er það ekki mér að kenna, eða flokknum, heldur stjórn klúbbsins......... múhahahaha.

  Alveg alfínt..

 PS, Ef menn segja "ekki gott" er gott að koma með.: Af hverju.
                                                                          .: Og hvað er til bóta.
EVA frv. Racing.
------------------------
Valur Vífilsson.
Áður en yfir líkur þarf maður að: eignast Willys, Zippó,Harley Davidson.
ná 1,05 60 ft.

Offline ÁmK Racing

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 679
    • View Profile
Flokkar sumarsins!
« Reply #17 on: March 22, 2005, 22:36:54 »
Mér bara líst ekki nógu vel á þetta þó getur vel verið að þetta sé allt í lagi.Án þess að hafa prófað svona þá finnst mér þetta mun sniðugra en venjulegt Bracket(hef prófað það).Var ekki bara í lagi að keyra þá flokka sem voru í boði sem sé gömlu flokkana.En það er ekki ég sem ræð og svo.Kv Árni már Kjartansson (Gamaldags)
Camaro 92 632 cid.
  Fljótasti Door Slammer á landinu.
Camaro Z28 84 355 cid
Árni Már Kjartansson.

Offline 1965 Chevy II

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 8.089
  • Friðrik Daníelss.
    • View Profile
Flokkar sumarsins!
« Reply #18 on: March 22, 2005, 22:38:57 »
Þetta er nú ekkert stórmál strákar ef okkur langar,fjórum eða fleiri, að keyra SE eða eitthvað þá bara skráum við okkur í þann flokk.......ekki senda þeir okkur heim "sorry ætlum ekki að keyra þetta".
.....and 500 pounds of torque......what ever that is.
1.30 60ft 5.78 @ 119.9mph 1/8 - 9.07 @ 148.2 mph N/A Pump gas

Offline Gretar Franksson.

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 200
    • View Profile
Flokkar sumarsins!
« Reply #19 on: March 23, 2005, 17:30:15 »
Stjórn,
Nóni þú segist halda að menn vinni í þessu af heilindum. Ég spyr því geri þá ekki eins og flestir keppendur vilja? Það er mestur vilji að keppa í MC,SE, einnig GF......  að ónefndum OF sem þið megið nú eiga að þið hélduð inni.

Menn vinna af heilindum fyrir KK ef þið farið eftir því sem flestir keppendur viljum helst. Í stað þess að níða þessa sekunduflokka inn. Í hreinskilni sagt þá eru menn ekki sáttir við svona vinnubrögð. Ég minni á að það var gerð skoðanakönnun þar sem þetta kemur fram.

Þetta er sett hér fram sem sanngjarna og málefnalega umræðu á líðandi stund. Við viljum ekki endilega dæma stjórnina löngu seinna á Aðalfundi.

Gretar Franksson
Gretar Franksson.