Kvartmílan > Bílarnir og Græjurnar

Áhorfendur ?

(1/3) > >>

firebird400:
Sælir K.K. menn og kvartmílu áhugamenn

Ég sá þessa mynd á öðrum þráð og gat ekki annað en tekið eftir því hve margir áhorfendur eru á þessari keppni.

Í þessa dagana voru engir Top-Alcohol draggar eða önnur world-class tæki sem við höfum í dag (með fullri virðingu fyrir þessari sögulegu kryppu) :D

Hvað er til ráða til að draga fleiri á keppnir. Er stjórnin einhvað búin að velta þessu fyrir sér nýlega. Ég get skilið ef það að reka klúbbinn eins vel og á er kosið sé að taka upp mestann tíma stjórnarinnar en ætti þetta ekki að vera ofarlega á lista yfir verðug verkefni, ef þetta er það ekki nú þegar þar að segja.


PGT:
Sko, mér datt ein útskýring í hug. Þarna voru þessi bílar miklu aðgengilegri almenning, þetta voru kannski svipaðir bílar og Gunni á vífilsgötunni átti og þessi sem sá bíll var að spyrna við tók bílinn sem að Bjöggi á laugarásvegi átti í fyrra. Skilurðu hvað ég er að fara.

En ég er ekki að segja að hondur, subaruar og þess háttar (allt saman fyrirtaks bílar ,ekki misskilja) og þess háttar dragi endilega fólk uppá braut (fyrst þurfa nú þessir bílar (eigendur) að hætta að tala og byrja að mæta ;) ) en ég hafði sjálfur mun meira gaman að föstud. æfingunum heldur en keppnunum sjálfum og þá útaf því að þetta voru svona bílar sem maður þekkir svo vel og hafði keyrt marga sjálfur, eða svipaða.

Vonandi skiljið þið hvað ég er að fara :D

stigurh:
Svo má hugsa um að í þá gömlu góðu var engin Kringla, bara kaupfélagið, allt lokað kl eitthvað osf, lítið um skemmtun. Á hinn bógin má gera úr því skóna að við höfum ekki staðið okkur í kynningunni eða umtali.
stigurh

Zaper:
Um daginn var ég í einhverri heimildarleit, og fletti þá í gegnum mörg dagblöð og mbl frá þessum tíma. og rak augun þá oftar en einu sinni í veglegar kvartmílu auglýsingar, stórar myndir frá keppni og dagsettning.
og skyndilega, fór mig að hlakka mikið til sumarsins :roll:

Heddportun:
Gera nokkur skilti til að láta standa á umferðareyjum og svo framvegis

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

Go to full version