Sælir félagar, þegar ég les það sem sett hefur verið inn hér á Mótorhjólaspjallið þá vekur það furðu mína að það skulu flestir vera að kíkja inn á verkfæri/verkfærataska fyrir mótorhjól en yfir höfuð að spjalla um kvartmílu tengda mótorhjólum ???? ( 850 hafa kíkt inn á verkfæri /verkfærataska) .
Hefur enginn af öllum þeim sem kíkt hafa inn hér áhuga á að rífa upp mótorhjólaflokkana og láta sjá sig á mílunni í sumar ?
Ætlar enginn að keppa á hjólum í sumar ?
Hverjir hafa áhuga ?
Hverju þarf að breyta til þess að áhugi vakni fyrir þessu skemmtilega sporti ?
Endilaga látið skoðanir ykkar hér í ljós og fáum smá umræðu á stað um hvað þarf að gera til þes að sem flestir láti sjá sig á mílunni.
P.S. Persónulega hef ég meiri áhuga á að keppa á mílunni en að vera að velta fyrir mér verkfæratösku eða verkfærum hér á spjallinu
)
Hverjir ætla að vera með og hafa gaman af mílunni í sumar ?
Hvaða flokka ætla menn að fara í ?
Kveðja og vonandi verður hjólasumarið sem skemmtilegast.