Er ekki rétt hjá mér að ´67 og´68 Cougarinn sé smíðaður á sömu botnplötu og sama krami og Mustanginn.
En það verður gaman að sjá fleiri svona á götunum aftur, Þetta eru virkilega flottir bílar og skemmtilegir fídusar í þeim eins og td. ljóslokurnar og stefnuljósin að aftan, sem eru þrískipt og kviknar eitt í einu og benda þannig til hliðar. Þegar maður kveikti á þeim var eins og það væri hrærivél í gangi í skottinu en þar var rafmagnsmótor með litlum knastás og snertum sem ásamt nokkrum stærðarinnar relium stjornaði stefnuljósunum.
Eina sem mér fannst að þessum bíl var að hann var hrikalega laus að aftan og ef maður ætlaði að taka eithvað á honum þá lagðist hann bara í spól.