Það eru allskonar menn á ebay. Ég er búinn að kaupa helling á Ebay fyir nokkur þús. dollara og aðeins í einu tilfelli var ég ekki 100% ánægður (en þetta voru nú bara $10).
Áður en ég kaupi þá skoða ég alltaf orðspor seljanda. Ef það er nálægt 99% og hann er með fjöldann allan af sölum á bakvið sig þá er þetta að öllum líkindum alvöru maður. Síðan les ég feedbackið til að heyra hvað menn segja um hann.
Ef allt lítur vel út þá sendi ég viðkomandi póst þar sem að ég segist vera frá Íslandi og borgi með Paypal, og spyr um flutningskostnað.
Það er nefnilega oft sem menn segjast aðeins senda innan USA en ef maður talar við þá að fyrra bragði þá eru þeir tilbúnir til að senda beint.
Ef þú skiptir við alvöru aðila þá er þetta ekkert mál (ég myndi ekki þora að skipta við einhvern sem hefur ekkert record, hann er óskrifað blað og gæti verið skúrkur).
kv. Jón H.