Kvartmílan > Almennt Spjall

Stofnfundur GM klúbbs á Íslandi

<< < (7/8) > >>

Harry þór:
Jæja strákar og stelpur nú er komið að því,fundurinn verður í kvöld kl 20,30.
Það verða heitar vöfflur með alles og Dóri í sjoppunni ætlar að selja okkur kaffi með.

Ég hvet alla til að koma með GM bækur og blöð með og leyfa okkur hinum að sjá.

ATH. það eru allir GM eigendur velkomnir.

nefndin

Ziggi:
En hvað með tilvonandi GM eigendur?

Harry þór:
Ziggi þú ert velkominn auðvitað.

nefndin

Harry þór:
Við setjum spurningarmerki við Mr. Andersen 8)

fh nefndarinnar
Harry Þór

Harry þór:
Stofnfundur GM klúbbsins var í gær.Stofnfélagar voru 15.
Formaður var kosinn Þröstur Guðnason og aðrir í stjórn eru Harry Þór - Harry Samúel Herlufsen - Gunnar Ævarsson .

Þetta á svo sem ekki að vera neitt flókið, bara halda utan um okkar mál og láta þetta þróast.

Fundir verða 1.þriðjudag hvers mánaðar, vöfflur með öllu og spjall - sögur.

Við hefðum nú viljað sjá fleiri . Kannski var það IDOLIÐ .

Það er bara mæta 5.april og láta skrá sig, það kostar ekkert.


Harry Þór

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

[*] Previous page

Go to full version