Kvartmílan > Almennt Spjall
Stofnfundur GM klúbbs á Íslandi
Harry þór:
Jæja gott fólk, við komum saman í dag nokkrir fársjúkir kraftakagga eigendur og vorum að spjalla um stofnun GM félags ( Genaral Motors ) klúbbbs. Eins og við vitum hefur verið til Mopar klúbbur og Mustang klúbbur en engin GM og það er allveg ómögulegt ástand.Okkur langar til láta á það reyna hvort ekki sé grunvöllur fyrir GM klúbbi.
Við ætlum að halda stofnfund í húsnæði KK föstudaginn 4. mars kl 20.30.
þangað til væri gaman að heyra í ykkur félagar þarna úti hvernig ykkur lýst á þessa hugmynd.
Svona klúbbur GM eiganda gæti verið skemmtileg viðbót við bíladelluna,svona félag gæti verið stjórn KK til aðstoðar.
Við sjáum fyrir okkur að svona klúbbur gæti staðið saman að sýningarhaldi, séð um GM svæðið og Mopar um sitt og Ford um sitt og svo yrði samkeppni um flottasta svæðið?
Svona klúbbur gæti tekið að sér einn vegg eða herbergi í nýja félagsheimilinu og skreytt í anda GM ???
Svona klúbbur getur komið saman og fengið sér vöfflur og bjór fyrir þá sem það kjósa.
KOMIÐ MEÐ COMMENT / HUGMYNDIR OG TILKYNNIÐ ÞÁTTÖKU HÉR FYRIR 4.MARS.
HARRY ÞÓR HÓLMGEIRSSON
ÞRÖSTUR GUÐNASON
HARRY HERLUFSEN
GUNNAR ÆVARSON
Kristján F:
Sælir félagar
Þetta er stórsniðug hugmynd og ég vil fá að vera með í þessu.
Kveðja Kristján Finnbjörnsson
Ásgeir Y.:
þetta er eitthvað sem ég væri meira en til í..
Vettlingur:
:lol: Góð hugmynd Harrý, við erum svolítið einangraðir hérna fyrir norðan Hvalfjarðarpúströrið svo að það verður gaman að koma og hitta gamla félaga úr Hafnarfirði og kynnast nýjum.
Maggi Valur :?
1965 Chevy II:
Ef ég má sleppa vöfflunni og fá tvo öl í staðinn þá er ég til.
Friðrik Daníelss.
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
Go to full version