Kvartmílan > Almennt Spjall

Stofnfundur GM klúbbs á Íslandi

<< < (5/8) > >>

Sigtryggur:
Heyr,heyr Tóti!
Ágætur maður sagði eitt sinn"vél er bara járnhlunkur fullur af einhverju rusli sem snýst voða hratt og veit ekkert hvað það heitir,það er bara spurningin hvursu fær þú ert að laga þetta dót til"

Blaze:
En ef maður á jeppa af GM ætt?  Fær maður samt að vera með?

Gizmo:
Ég tek undir með Tóta, á að stofna sérklúbb um hvert einasta merki ?  Á að stofna GM Camaro, Corvette, og Malibu undirdeildir seinna meir í "GM klúbbinum" af því að það er ekki eins flott að vera á Camaro eins og Corvettu ?  

Væri ekki nær að ALLIR hittust saman á fimmtudagskvöldunum áfram í stað þess að byrja í einhverjum sértrúarköltum í öllum hornum ?  

Síðastliðið sumar hittust nokkrir úr hinum svokallaða Ford/Mustang "klúbbinum" niðri við Nauthól, þegar örfáir GM bílar (3) voru komnir á staðinn (ég einn þeirra) þá rauk einhver Ford maður tautandi eitthvað rugl uppí sinn bíl og tætti burt, af því að þetta var heilög Ford samkoma og GM/Mopar/Annað rusl væri ekki Fordunum samboðið né velkomið...  Mátti ég ekki koma á mínum GM bíl að tala við félaga minn sem á Ford án þess að leggja GMinum mílu í burtu og koma labbandi eftir að hafa farið í lúsabað og sótthreinsun ?

Svona örklúbbar ýta bara undir merkjahatur, bull og leiðindi.

Við erum ekki nógu margir í þessu landi með bíladellu til að standa í svona sértrúarsöfnuðum.

Kiddi:
Sammála, man einhver t.d. þegar Helgi69 setti á stofn einn svona "meeting" af mucle car bílnum fyrir aftan stöðina?? Planið varð rúmlega troðfullt af gömlum köggum :shock: það var vel heppnað...

Svenni Turbo:
19 Félagar, ágætis byrjun en það vantar nú nokkra sterk sterka GM menn sem vonandi bætast við fljótlega.

Gizmo og Kiddi ég held ég megi lofa að þessi vöflu klúbbur verði ekki nein klíka og komi ekki til með að skemma neitt fyrir öðrum uppákomum né félags starfi, og ég sé fyrir mér að þetta sé ágætis leið fyrir Gm sjúklinga að skiftast á myndum varahlutum og þekkingu, ekki dæma þennan félagsskap fyrir framm þó einhver Ford eigandi hafi einhvertíman misst sig ég efast um að það komi þessu máli neitt við, en ef þið þurfið að pirra ykkur á þessu þá getið þið náttúrulega sleft því að ganga í klúbbinn, en ég vonast til að þið sláið til þar sem þið eigið nú báðir Gm :wink:

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

[*] Previous page

Go to full version