Author Topic: True Street.  (Read 4185 times)

Offline Ingó

  • Stjórn KK
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 504
    • View Profile
True Street.
« on: January 27, 2005, 14:30:31 »
Hverjir ætla að keppa í True Sereet í sumar.

Kv Ingó.
Ingólfur Arnarson

Offline DanniR

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 15
    • View Profile
True Street.
« Reply #1 on: January 28, 2005, 00:15:10 »
Afsakið fáfræðina en hvað er True Street? :oops:
Kveðja, Danni.

'99 BMW E39 540iA - V8 kettlingur

Offline Ingó

  • Stjórn KK
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 504
    • View Profile
True Street.
« Reply #2 on: January 28, 2005, 12:45:41 »
þetta er True Street.
· Standard (eins og standard) grind að framan skylda.
· Eftirmarkaðs hjólastell/fjöðrun að framan leyfð (verður að boltast í sömu festingar og upprunaleg)
· Tannstangarstýri leyfð.
· Allir bílar verða að vera með innri bretti. (minniháttar breytingar leyfðar)
· Standard (eins og standard) grind að aftan skylda (leyfilegt að slípa til)
· Eftirmarkaðs afturfjöðrun eins og standard leyfð (verður að vera boltuð á)
· Gormademparar bannaðir að aftan.
· Ekki er leyft að nota prjóngrindur “four link” eða ladder bars.
· Vindustangir (anti-sway bars) leyfðar.
· Blaðfjaðrir má færa inn á við (einnig má þar af leiðandi færa til demparadestingar)
· Aðalljós að framan og aftan verða að virka.
· Verður að hafa virkt rafhleðslukerfi
· Verður að hafa standard útlítandi innréttingu.
· Verður að hafa fulla innréttingu (má hvergi sjást í málm eða eins og original)
· Verður að vera með mælaborð.
· Fjarlægja má aftursæti.
· Ekkert letur má vera á bílnum.
· Límmiðar mega aðeins vera í rúðum.
· Ekki er leyft að nota. Lexan, Macron eða þess háttar í stað upprunalegs glers (nema í afturrúðum á PU)
· Allir gluggar verða að vera virkir
· Trefjaplasthlutir einskorðast við vélarhlíf, skottlok og stuðara.
· Aðeins leyfður einn fjögurra hólfa blöndungur.
· Original Innspýtingar leyfðar (allar venjulegar uppfærslur á þeim leyfðar).
· Eftirmarkaðs innspítingar aðeins leyfðar á V6 vélum
· Nítró er takmarkað við eins þrepa innspýtingu (það er inn NOS segulrofi og einn bensín rofi)
· Bannað er að nota stjórntölvur eða tímarofa fyrir nitro.
· Alkohól bannað (aðeins bensín leyft).
· Aðeins ein forþjappa leyfð (afgas eða reimdrifin) sem blæs niður um blöndunga eða original verksmiðjuframleiddar beinar innspýtingar aðeins á V8 vélum
· Allar forþjöppur sem notaðar eru við original framleiddar beinar innspítingar, mega vera með mest 4” svert (10,16cm) inntak og 3”sveran (7,62cm) útblástur.
· Engin takmörk eru á sverleika á forþjöppum sem blása í gengnum blöndung.
· Soggreinar úr plötumálmi bannaðar.
· Allir bílar verða að hafa hljóðkúta.
· Afturdekk eru takmörkuð við 10,5” (26,7cm) slikka mældir (10,75” 27,30cm) eða 12,5” (31,75cm) DOT merkt (11” 27,94cm bani) deck.
· Allir bílar verða að geta ekið í uppröðun (dráttartæki bönnuð)
· 2900 lbs (1315kg) án aflauka.
· 3150 lbs (1429kg) small block með nitro- V6 með forþjöppu.
· 3250 lbs (1474kg) small block með forþjöppu.
· 3300 lbs (1497kg) big block með nítró
· 3350 lbs (1520kg) big block með forþjöppu
· Bætið við 50 lbs (23kg) fyrir “dominator” gerð af blöndungum
· Bætið við 200 lbs (91kg) fyrir eftirmarkaðs innspítingu á V6 vélum eingöngu.
· Bætið við 100lbs (45kg) fyrir fogger nitro kerfi.
· Færa má höggdeyfa inn um 3” (7,62cm) að neðanverðu til að rýma fyrir dekkjum.
· Þegar bill hefur einusinni verið skráður í True Street má ekki skrá hann í Mild Street það sem eftir er tímabilsins
· Reglur eru endurskoðaðar þegar það þarf .
Ingólfur Arnarson

Offline stingray

  • In the pit
  • **
  • Posts: 86
    • View Profile
True Street.
« Reply #3 on: January 28, 2005, 21:15:35 »
Einfaldar reglur, auðvelt verður að skoða því það er þetta er svo einfalt og fjöldi starfsmanna sem fylgja reglum eftir.
Velkomin til ÍSLANDS :)
Birgir K Birgisson

Offline Ingó

  • Stjórn KK
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 504
    • View Profile
True Street.
« Reply #4 on: January 29, 2005, 13:29:06 »
Sæll Birgir.

það er reiknað með því að menn séu heiðarlegir og  fari eftir reglum, en það eru dæmi þess að menn hafi sett met vitandi það að þeir séu ólöglegir.

Ingó.

p.s. ætlar þú að keppa í sumar.
Ingólfur Arnarson

Offline stingray

  • In the pit
  • **
  • Posts: 86
    • View Profile
True Street.
« Reply #5 on: January 29, 2005, 21:32:36 »
Sæll Ingó,

Já auðvitað verður að reikna með að menn fari eftir reglum.  En auðvitað er alltaf smá misbrestur á því eins og menn vita.  Það sem ég var kannski að benda á er að auðveldara er að framfylgja einföldum reglum.

Ég á vonandi eftir að keppa á fullu í nálægri framtíð, er bara að bíða eftir brautinni okkar hérna á Akureyri :P
Birgir K Birgisson

Offline Dr.aggi

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 411
    • View Profile
True Street.
« Reply #6 on: January 30, 2005, 12:22:12 »
Sælir félagar.
Ef ég man rétt frá aðalfundinum 2003 þegar þessir flokkar voru samþykktir
inn af félagsmönnum klúbbsins, þá voru þeir samþykktir með þeim formerkjum að þeir yrðu samþykktir til reynslu það er að segja háð þátttöku það árið og myndu stimpla sig út ef engin þátttaka yrði það árið það er að segja 2004.
ég viðraði þetta við þá félagsmenn sem voru á félagsfundi síðastliðinn fimmtudag og myntust þeir þess sama, reyndar voru ekki margir félagsmenn á þessum félagsfundi fremur en endra nær sökum mikillar ánægju.
Þannig að ég spyr eru þessir flokkar nokkuð inni í myndinni í dag???

Agnar H Arnarson
ON ALKY RACING TEAM.
Chevrolet Malibu Chevelle 1967.Besti tími 10.87
Blown Alky SBC dragster.Besti tími 8.72
Willys Coupe 1941

http://public.fotki.com/Draggi/

Offline Ingó

  • Stjórn KK
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 504
    • View Profile
True Street.
« Reply #7 on: January 30, 2005, 15:08:27 »
Sæll Agnar.

Þetta er með ólíkindum ég hitti þig á fundi á fimmtudaginn var en þú minntist ekki á þetta við mig þar. Þá hefði ég getað leiðrétt þenna misskilinng hjá þér, en ég get það líka hér á netinu. Það var talað um að allir flokkar sem ekki yrðu keyrðir til Íslandsmeistara tvö ár í röð myndu detta út hvort heldur þessir níu flokkar eða þeir gömlu. Ég sé ekki að það skipti máli hvaða flokkar eru keyrðir. Ég hef meiri áhyggur af því að það verði mjög léleg mæting í keppnir í sumar. Það er brýnt að keppendur fari að koma sér saman um það í hvaða flokki þeir vilja keppa í.

Ingó
Ingólfur Arnarson

Offline Einar K. Möller

  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 2.957
    • View Profile
True Street.
« Reply #8 on: January 30, 2005, 15:15:36 »
Ég tek undir þetta, mig minnir að þetta hafi til 2 ára en ekki í 1 ár.
2004 Porsche Cayenne S

Class racing is filled with all kinds of specified engine regulations, weights, and things like that, no one is rewarded for any sort of outside thinking!

Offline Dr.aggi

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 411
    • View Profile
True Street.
« Reply #9 on: January 30, 2005, 16:12:47 »
Sæll Ingó:
Eins og ég sagði þá aðeins mynti mig þetta í öðru lagi þurftum við Jói að fara skömmu eftir að þú komst enda var þetta svo sem ekki aðal umræðuefni kvöldsins.
En eins og ég sagði þá kom þetta til tals  og okkur mér, Jóa, Harry Herlufs, og Óla hemi mynti þetta Bjössi var ekki alveg með það á hreinu þannig að það er greinilegt að allir eru ekki með þetta á hreinu og þá ágætt að það sé rætt hér á netinu svona fyrir þá sem vilja ræða og lesa eithvað meira heldur en startara vandamál.

Kv.
Aggi
ON ALKY RACING TEAM.
Chevrolet Malibu Chevelle 1967.Besti tími 10.87
Blown Alky SBC dragster.Besti tími 8.72
Willys Coupe 1941

http://public.fotki.com/Draggi/

Offline 440sixpack

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 362
    • View Profile
True Street.
« Reply #10 on: February 01, 2005, 19:59:08 »
Þessi True street flokkur hentar kanski i staðinn fyrir SE, hentar engan vegin í MC, í True street væru menn eru að keyra frá 9,5 til 10,5 með gasi (se flokkur með gasi)
Þórður Ingvarsson
1970 Dodge Challenger R/T 440 shaker.(seldur) (O O [====R/T=] O O)
1971 Plymouth Cuda Pro-street Project.  (O O {]{]{]|[}[}[} O O)
2003 Mercedes Benz E-500 Avantgarde
2007 Yamaha YZF R-1

Offline Chevera

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 145
    • View Profile
True Street.
« Reply #11 on: February 02, 2005, 17:05:19 »
Ingó! ég ætla að keppa á þínum gamla 1974 Z28 Camaro. reyndar bara með bonestock 350 og saginaw boxi :?  hehehe en á samt muncie og grams í góða 350 :P  hver var besti tíminn þinn á þeim bíl?
hell bent for leather!