Poll

Hvað væri flottast að gera við þakið ?

Hvítur málaður toppur
10 (23.8%)
Rauður vinyltoppur
11 (26.2%)
Svartur vinyltoppur
21 (50%)

Total Members Voted: 42

Voting closed: January 23, 2005, 20:58:58

Author Topic: Vinyltopp eða ekki ????  (Read 3120 times)

Gizmo

  • Guest
Vinyltopp eða ekki ????
« on: January 23, 2005, 20:58:58 »
Jæja... Nú er ég búinn að strippa gamla vinylinn af Oldsinum.  

Ég var búinn að ákveða að setja ekki aftur vinyl topp á Oldsinn en nú þegar ég er búinn að hreinsa allt niður í járn, rífa allar rúður úr og sandblása allt þá kom konan útí bílskúr og spurði mig hvort ég ætlaði ekki bara að setja aftur á hann vinyl, það væri soldið flott....  
Byrjaði þá aftur hausinn að snúast í hringi og veit ég nú ekki hvað ég á að gera í þessu.  Nóg var ég búinn að velta þessu fyrir mér áður en ég byrjaði á verkinu og þóttist ég vera búinn að ákveða að mála hann.

Því langar mig til að spyrja hvað ykkur finnst, annað hvort er að mála þakið hvítt eins og restina af bílnum, eða setja aftur á hann vinylinn.  Ef aftur vinyl, þá dökkrauðan (í stíl við innréttingu) eða svartan.  Hvítur vinyll kemur ekki aftur til greina.  Þessi bíll var með rauðan vinyl upphaflega, en þá var hann reyndar með hvíta innréttingu...

Kostur lakkaðs er að þar fer ekkert á milli mála ef eitthvað ljótt er að gerast, en vinyll getur falið raka og ryð lengi með afleiðingum sem margir þekkja.  Vinyll er þó mun meira "pimp" (sem er gott að mínu mati) og er óneitanlega svolítið "convertible" vannabe.

Hvað finnst ykkur strákar og stelpur ?

Hér eru myndir af bílnum mínum eins og hann var með hvítan vinyltopp, hvítum bíl án vinyl, og svo öðrum með svörtum vinyl.

Offline geysir

  • In the pit
  • **
  • Posts: 65
    • View Profile
Vinyltopp eða ekki ????
« Reply #1 on: January 23, 2005, 21:50:11 »
Rauðan vínil ekki spurning, mjög "Pimp" og ég fíla það.

Og já, illa svalur hjá þér bíllinn. 8)
Atli Þór Svavarsson.

AlliBird

  • Guest
Vinyltopp eða ekki ????
« Reply #2 on: February 01, 2005, 15:37:29 »
Mæli sterklega með hvítum vínil, væri klassi á þessum bíl.

Offline Binni GTA

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 397
    • View Profile
    • http://www.transamgta.com
Vinyltopp eða ekki ????
« Reply #3 on: February 01, 2005, 15:55:37 »
Hvítur fyrir mitt leyti ! 8)
Í skúrnum er :
Dodge Carger SRT-8 "06
Corvette C4 "95 showroom condition !
Oldsmobile Cutlass Hard top "72 lowrider

Í skúrnum var :
Trans Am GTA"88 leður/Digital..MOLI..SOLD :(
Camaro Iroc Z"86 Eyjabíllinn!..SOLD  :(

Offline siggik

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 270
    • View Profile
Vinyltopp eða ekki ????
« Reply #4 on: February 01, 2005, 16:13:47 »
ekki hvítann, þá er hann of hvítur, bara rauðan held ég


ps. hvar fékkstu sona Cragar wheels ?

Gizmo

  • Guest
Vinyltopp eða ekki ????
« Reply #5 on: February 01, 2005, 22:51:51 »
Þessar felgur eru frá American Racing, heita Torq Thrust II, fæst á Summit.com og víðar.  Þessar eru ál, ekki járn/króm.  Ég bað þá úti um aðstoð við að velja rétt backspace og sé ekki eftir því, þeir vildu setja þær 1/4 tommu innar að aftan en ég hefði þorað og það held ég að hafi gert munin.  10" breið með 275 dekk hverfur í hjólskálarnar og dekkin nuddast hvergi við í fullum samslætti (5,75" backspace).  Framfelgurnar eru 8" með 4ra tommu backspace.  Semsagt breikkuð um 1/2 tommu bæði inn og út frá original.  Bíllinn er mjög góður í stýri á þessum felgum.

Ég er farinn að hallast að rauðum/dökkrauðum vinyltopp sem myndi gera mun meira "kontrast" heldur en hvítur, svartur er of litlaus eða þannig og hvítt er svo lítið áberandi, ég fæ vonandi í næstu viku sýnishorn af efnum að utan.

Offline BB429

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 107
    • View Profile
Vinyltopp eða ekki ????
« Reply #6 on: February 01, 2005, 22:59:21 »
En svona dökkrauður hálf-vinyltoppur ( Landau ), eins og var á sumum þessum bílum?
Birgir Björgvinsson
Thank the Lord for the Big Block Ford!

Offline Kiddi

  • TÚRBÓ
  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 2.762
    • View Profile
Vinyltopp eða ekki ????
« Reply #7 on: February 01, 2005, 23:07:31 »
Hafðu hann svartan með svörtum filmum og á þessum felgum... ekki orð um það meir 8)
8.93/154 @ 3650 lbs.

Offline siggik

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 270
    • View Profile
Vinyltopp eða ekki ????
« Reply #8 on: February 01, 2005, 23:13:20 »
já ,takk fyrir það, ég checkaði á www.benni.is, og þeir eru með svona felgur, 15" stærð, 7" breidd Ford ál felgur kostuðu um 30 þús  :? , þá myndu svona felgur kosta um 40 þús líklega, 40x4 sem væru 160 þús af felgum, + dekk


hvað kostuðu þessi dekk, og hvar fékkstu þau ?


btw. góð akvörðun með toppinn, verður helv flottur hjá þér ....

Offline firebird400

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.307
    • View Profile
Vinyltopp eða ekki ????
« Reply #9 on: February 01, 2005, 23:50:28 »
Hvítur vínill ekki spurning
Agnar Áskelsson
6969468

Gizmo

  • Guest
Vinyltopp eða ekki ????
« Reply #10 on: February 02, 2005, 17:13:31 »
Quote
En svona dökkrauður hálf-vinyltoppur ( Landau ), eins og var á sumum þessum bílum?

Þá vantar mig alla lista og annað, er svo ekki alveg að fíla svona hálfa toppa.  Ég skil vel að venjulegir vinyltoppar hafi orðið vinsælir þar sem þeir líkjast blæju, en hvað menn voru að spá með hálfu toppana fatta ég ekki.

Quote
hvað kostuðu þessi dekk, og hvar fékkstu þau ?

Þau kostuðu um 13þ að framan og 14þ að aftan stk, fékk þau í Ísdekk.

Quote
Hafðu hann svartan með svörtum filmum og á þessum felgum... ekki orð um það meir

Full mikið mexican/kókaín eitthvað, held ekki....

Offline challenger70

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 16
    • View Profile
Vinyltopp eða ekki ????
« Reply #11 on: February 06, 2005, 18:13:19 »
Ekki spurning að setja á hann vinyl.  Spurning með þennan svarta eða rauða.  Getur þú ekki látið photoshoppa mynd með réttum rauðum lit þannig að hægt væri að bera þetta saman við þann svarta.