Vissulega mjög gott hráefni í uppgerð, en því er haldið fram að bíllinn sé t.d. með original lakk en raunin er að hann hefur a.m.k. verið sprautaður hægra megin, greinileg för á toppi við efra framrúðu horn, hurðafals og afturgluggalista sem hafa verið teipaðir þegar hann var sprautaður. Restin af original lakkinu er ónýtt og talsvert af geymslubeyglum hér og þar, þar á meðal á þakinu. Svo er bílstjórasætisáklæðið horfið. Þessar myndir á bilasolur.is blekkja mikið.
Líka spurning hve lengi honum hefur verið ekið lofthreinsaralausum.
Ég varð talsvert hissa í þegar ég sá í hverslags ástandi þessi gullmoli var þegar ég fór og skoðaði hann um daginn, allavega tel ég verðið allt of hátt miðað við ástand.
Óskandi væri að einhver kæmi þessum bíl í almennilegt stand, en það mun kosta.
Bjarni Þ.