Author Topic: New Process millikassar?  (Read 2909 times)

Offline T/A

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 288
    • View Profile
New Process millikassar?
« on: August 12, 2004, 13:03:56 »
Sælnú öllsömul.

Svo vill þannig til að ég er með einn NP 203 (að því ég bezt veit) og hef nokkrar spurningar hér:

Hver er munurinn á New Process 203 millikassa og 205?
Er hægt að fá þá bæði með keðju og tannhjólum?
Kallast einhverjir af þeim Quadratrack?
Eins og nafnið gæti gefið til kynna, eru þessir Quadratrack-kassar þannig að bíllinn er alltaf í s.k. sídrifi?
Getur verið að þessum Quadratrack-kössum sé ekki hægt að læsa í lágadrifinu, þ.e. þær stillingar sem eru í boði eru lágt drif->hátt drif->læst hátt drif en ekkert læst lágt drif :?:  :?:

Getur einhver fróðleiksmoli svarað mér þessu? :oops:

Kærar Þakkir,
Kristján Pétur
Kristján Pétur Hilmarsson

Offline Nonni

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 890
    • View Profile
New Process millikassar?
« Reply #1 on: August 12, 2004, 13:41:31 »
Ég er nú enginn sérfræðingur í NP kössum en veit eitthvað smá.

NP203 var í bílum sem voru með sídrifi.  Ég held að hann sé með keðju.  Það er hægt að breyta honum svo hann virki eins og venjulegur millikassi.  Ég veit lítið hvernig sídrifsfúnksjónin virkar í honum.

NP205 er með sterkustu millikössum sem þú færð.  Hann er með gír (en ekki keðju) og virðist þola næstum hvað sem er.  Hann virkar eins og millikassar eiga að virka ;)

NP208 er líka hefðbundinn millikassi, húsið er úr áli svo hann er mikið léttari en NP203 og NP205.  Hann notast við keðju.  NP208 er með lægra lágadrif en hinir tveir, en er ekki eins sterkur (þó hann klikki nú ekki oft)

NP241 er svipaður NP208, með einhverjum endurbótum.

Kv. Jón H.
Jón H. Guðjónsson

1986 Pontiac Firebird Transam
1981 Chevrolet Blazer K5 Silverado
2007 Jeep Grand Cherokee Laredo
2006 Trek 5200
2012 Cube LTD Race

Offline Ingvar Gissurar

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 531
    • View Profile
    • Bloggið.
New Process millikassar?
« Reply #2 on: August 12, 2004, 14:48:39 »
Sídrifsbúnaðurinn eða qatratrackið er nú ekki flókið fyrirbæri 8)
Þetta er mjög svipað og virkar eins og mismunadrif nema þetta liggur langsum í kassanum og yokarnir út í sköftin koma í staðin fyrir öxlana.
Keðjan eða tannhjólin eftir því hvort er, drífa þeta svo áfram frá gírhjólunum fyrir háa/lágadrifið :idea:
Eg held að þetta sé orðið eithvað flóknara í nýrri bílum en hef reyndar ekki haft ástæðu til að kynna mér það :wink:
Kveðja: Ingvar

Offline T/A

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 288
    • View Profile
NP203
« Reply #3 on: August 13, 2004, 08:36:13 »
Sælir og þakka svörin.

Getur verið að þessum NP 203 Quadratrack-kössum sé ekki hægt að læsa í lágadrifinu, þ.e. þær stillingar sem eru í boði eru lágt drif->hátt drif->læst hátt drif en ekkert læst lágt drif ??

Kv. Kristján
Kristján Pétur Hilmarsson

Offline jeepcj7

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 307
    • View Profile
New Process millikassar?
« Reply #4 on: August 13, 2004, 14:23:52 »
N.P.203 er alltaf læstur í lága drifinu eins og flestir kassar en með val í háa drifinu.
kv. jeepcj7
Hrólfur Árni Borgarsson<br />Jeep cj2 ´46. 466  Built ford tough<br />\"There is no substitute for cubic inches\"<

Offline T/A

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 288
    • View Profile
NP203
« Reply #5 on: August 14, 2004, 00:32:09 »
Ég er með NP 203 sídrifskassa sem er með:
lágt drif
hátt drif
hlutlaust
læst hátt drif

Hann er ekki með lágt læst drif sem er alveg fáránlegt. Er það eitthvað einsdæmi?

Kv. Kristján
Kristján Pétur Hilmarsson

Offline T/A

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 288
    • View Profile
NP203
« Reply #6 on: August 14, 2004, 00:32:42 »
Ég er með NP 203 sídrifskassa sem er með:
lágt drif
hátt drif
hlutlaust
læst hátt drif

Hann er ekki með lágt læst drif sem er alveg fáránlegt. Er það eitthvað einsdæmi?

Kv. Kristján
Kristján Pétur Hilmarsson