Author Topic: Akureyri 2004  (Read 6690 times)

Offline C-code

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 145
    • View Profile
Akureyri 2004
« on: June 24, 2004, 11:47:03 »
Akureyri 2004: Það var fín ferðin okkar til Akureyrar, eins og undanfarin ár, en veðrið hefði mátt vera betra. Bjart var á 17. júní og sýningin hjá BA var ein sú besta sem ég hef séð þar. Bæði var fjöldi sýningartækja meiri en ég hef áður séð og breiddin líka. Fjöldi mótorhjóla var mikill og sum þeirra sjaldgæf, sérstaklega eitt: 4 cyl Ariel, sennilega það eina sinnar tegundar, m. tveimur sveifarásum. Eigandinn setti það í gang og var það alveg sérstaklega eftirminnilegt. Sigurvegarar sýingarinnar, Svavar, Steini og eigandi MG bílsins eru vel að sínu komnir. Eftiminnilegastur var ímínum huga rauður 1960 Impala 348CID, einn sá flottasti sem völ er á. Við höfum gert að venju að skoða okkur um í þessum ferðum. Að þessu sinni fórum við til Húsavíkur og heimsóttum Sverri á Ystafelli og skoðuðum hluta af samgöngusafninu. Það var reyndar hápunktur ferðarinnar vegna þess að það er svo margt til hjá honum sem ekki er til neins staðar annarsstaðar. Má þar nefna nýja, ónotaða Buick dynaflash 8 strokka línu og Chrysler Hemi Firedome trukkavél, sennilega þá einu sem til er á landinu. Fullt er einnig af hlutum þar sem voru fluttir inn af Kristjáni bílakóngi á Akureyri á sinni tíð, en þá var rekið þar eitt öflugasta Ford umboð á landinu. Hann var augljóslega ráðandi afl á svæðinu, því Fordson traktorar voru á hverjum bæ og önnur tæki einnig.  Hugvit þeirra sem þurftu að bjarga sér við erfiðar aðstæður á norðlenskum heiðum voru engin takmörk sett og sést sumt af því á myndum og í reynd á safninu. Margt af þessu er geymt á Ystafelli og er best geymt þar m.a. vegna veðráttunnar. Mörg þessara tækja og bíla eru í heilu lagi vegna þess að veðráttan gengur ekki af því eins og gerist víða sunnar og vestar á landinu. Sverri eru hér með þakkaðar góðar móttökur. Allir sem leið eiga norður ættu að gera sér ferð til hans. Það er vel þess virði.  GKJ

Offline firebird400

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.307
    • View Profile
Akureyri 2004
« Reply #1 on: June 25, 2004, 09:06:58 »
Ég var meira en viku á Akureyri og það var meira en nóg að gera allann tímann. Þeir hjá BA eiga heiður skilið með gott prógram ( þó að live2cruize fólk sé spælt út í þá)


Finnast ekki fleirum en mér það skrítið að það skuli vera haldnar tvær bílasýningar á sama deginum ( 17 júni þ.a.s.)

Vissulega komust ekki allir norður en ef til vill höfðu menn sem eiga sýningarhæf tæki hug á að sýna sitt á báðum

Auk þess getur aðsókn varla verið eins góð þegar að mörg þúsund bíla áhuga menn og konum eru á Akureyri á sama degi

Ég held að stjórn KK ætti að íhuga annann dag fyrir sýninguna að ári,
það meikar sens bissnis lega séð (vá minn að brillera í íslenskunni) :D
Agnar Áskelsson
6969468

Offline Björgvin Ólafsson

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.159
    • View Profile
Akureyri 2004
« Reply #2 on: June 25, 2004, 10:16:31 »
Quote from: "firebird400"
Ég var meira en viku á Akureyri og það var meira en nóg að gera allann tímann. Þeir hjá BA eiga heiður skilið með gott prógram ( þó að live2cruize fólk sé spælt út í þá)


Finnast ekki fleirum en mér það skrítið að það skuli vera haldnar tvær bílasýningar á sama deginum ( 17 júni þ.a.s.)

Vissulega komust ekki allir norður en ef til vill höfðu menn sem eiga sýningarhæf tæki hug á að sýna sitt á báðum

Auk þess getur aðsókn varla verið eins góð þegar að mörg þúsund bíla áhuga menn og konum eru á Akureyri á sama degi

Ég held að stjórn KK ætti að íhuga annann dag fyrir sýninguna að ári,
það meikar sens bissnis lega séð (vá minn að brillera í íslenskunni) :D


Þetta er alveg hárrétt hjá þér með sýningu KK & BA. Enda urðum við ekkert parhrifnir af því er KK tók þetta upp í fyrra. Þetta er jafn fáranlegt og ef við héldum keppnir sama dag :evil:

BA hefur haldið sýna sýningu á 17. júní alla tíð og þumalputta reglan hefur verið sú að KK sé með páskahelgin, þrátt fyrir að það hafi nú dottið út öðru hverju.

Bærinn hefur margoft leitað til okkar ásamt öðrum hagsmunaaðilum hér og beðið okkur um að vera með í páskaprógramminu og okkur hefur verið boðið að vera með stóra innisýningu á þessum viðburðum í gegnum árin. Svar okkar er ávallt mjög einfalt - NEI. Við setjum ekki upp sýningu til höfuðs KK.

Vona að menn geri sér grein fyrir þessu fyrir næsta ár, þessi sýning í ár var allavega ekki 30 ára afmælisgjöfin sem við áttum von á frá KK!

Bestu kveðjur!

Björgvin Ólafsson
Stjórnarmaður - BA

p.s vona samt að allir hafi skemmt sér vel hjá okkur :D

Offline 1966 Charger

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 849
    • View Profile
Akureyri 2004
« Reply #3 on: June 25, 2004, 16:49:00 »
Undirritaður vill líka lýsa sérstakri ánægju með Bíladaga B.A.  Meðlimir B.A. lögðu margir á sig geysilega vinnu til að gera þessa helgi að velheppnaðri og glæsilegri bílahátíð sem hefur vaxið árlega frá 1974.  Eitt höfuðmarkmið svona hátíðar er að safna aur í kassann til þess að koma upp KVARTMÍLUBRAUT Á AKUREYRI.   Í ljósi þess verður að líta á það sem mistök af stjórn KK að efna til bílasýningar á sama tíma vegna þess að skemmir fyrir framgangi kvartmíluíþróttarinnar.  Ég er viss um að þorri félagsmanna B.A. og KK hefur engan áhuga á að standa í stríði út af keppnis- og sýningardögum í framtíðinni og ég óska þess að næsta stjórn KK efni ekki til bílasýningar á 17. júní 2005, í óþökk B.A.  Samstarf þessara klúbba á sér langa og jákvæða forsögu sem má ekki eyðileggja með vanhugsuðum skyndiákvörðunum.

Ragnar
66 Charger, 451, .582" lift, 10" conv.  4.10:1. 1868 kg/4118 lbs.
60=1,994, 11,79@114 mph venjuleg Firestone radial dekk.
Íslandsmeistari MC 2007, 2008 og 2009.

Vefstjóri KK

  • Guest
Bílasýning KK á 17 júní
« Reply #4 on: June 29, 2004, 17:48:20 »
Bílasýning KK á 17 júní er ekki stundarákvörðun stjórnar KK. KK er í ÍBH og ÍBH fer þess á leit við öll íþróttafélögin að þau komi að hátíðahaldinu. Þar sem sýning er eina sem KK getur gert til að auka flóruna við hátíðahaldið var það gert. Bæjarstjóri Hafnarfjarðar kom að máli við okkur og lýsti ánægju sinni með veru klúbbsins meðal allra hinna íþróttafélaganna og sagði veru okkar á svæðinu nauðsynlega í framtíðinni. Með fullri virðingu fyrir BA.
Stígur Andri Herlufsen

Offline 1966 Charger

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 849
    • View Profile
Akureyri 2004
« Reply #5 on: June 29, 2004, 19:03:32 »
Blessaður Stígur

Það er örugglega rétt hjá þér að bæjarstjóranum í Hafnarfirði þótti vænt um að þið skylduð sýna og örugglega vill hann fá ykkur aftur. Bæjaryfirvöld eru nefnilega loksins farin að átta sig á að það koma aurar í bæjarfélagið þeirra þegar fólk sem kemur á bílasýningar og keppnir kaupir þjónustu þar. En þessar forsendur mega ekki verða til þess að menn verði prinsipplausir í tilraunum sínum til að fá goodwill hjá bæjaryfirvöldum.
   Það kemur fram í bréfi Björgvins hér að ofan að bæjaryfirvöld á Akureyri hafi margoft beðið BA um að setja upp bílasýningu um páska og að BA hafi neitað því til að VIRÐA HEFÐ KK um páskasýningarhald.
   Þú heldur þeim möguleika opnum að KK endurtaki sjóvið að ári. Verði svo, þá er alveg ljóst að KK er að sýna BA virðingarleysi.  
   Til að kæta bæjaryfirvöldin ykkar ættuð þið bara að halda páskasýningu KK í Hafnarfirði framvegis.  Ef þið gerið það þá munu þau ekki einu sinni fara fram á þjóðdansaatriði frá KK á sautjándanum.  

Ragnar
66 Charger, 451, .582" lift, 10" conv.  4.10:1. 1868 kg/4118 lbs.
60=1,994, 11,79@114 mph venjuleg Firestone radial dekk.
Íslandsmeistari MC 2007, 2008 og 2009.

Offline 1966 Charger

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 849
    • View Profile
Akureyri 2004
« Reply #6 on: June 30, 2004, 17:09:57 »
Blessaður og sæll Ari
Þú mátt ekki fara á límingunum þótt ég gagnrýni KK málefnalega.  Þú kannt það ráð eitt að reyna að gera lítið úr mér og reyna að gera mér upp þá fáránlegu skoðun að allt við KK og allir sem þar starfa séu glataðir, í stað þess að koma með hugmyndir að farsælli lausn á þessu sýningarmáli.  Þú lítur jafnframt framhjá þeim skiptum sem ég hef hrósað KK á þessari síðu fyrir hluti sem þar hafa og eru vel gerðir, enda hentar það þér ekki.  Þessi augliti til auglitis High Noon stemming, once and for all, you against me and my buddies……hugmynd þín er dálítið gamaldags auk þess sem ég þekki enga vonlausa KK meðlimi, bara baráttujaxla sem fara stundum fram úr sjálfum sér í ákafanum alveg eins og ég og………………….þú ;)
66 Charger, 451, .582" lift, 10" conv.  4.10:1. 1868 kg/4118 lbs.
60=1,994, 11,79@114 mph venjuleg Firestone radial dekk.
Íslandsmeistari MC 2007, 2008 og 2009.

Offline 1966 Charger

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 849
    • View Profile
Akureyri 2004
« Reply #7 on: June 30, 2004, 21:30:19 »
Auðvitað mæti ég Ari!
Og meira en það........ef stórvinir mínir í stjórn KK samþykkja það þá bæti ég hér með 10 þúsund kalli við verðlaunaféð ykkar.
Kemurðu kannski með grillið?
Pylsur eða hamborgarar?
Það er ómögulegt að standa í þrætum á fastandi maga, sérstaklega ef maður er einn á móti fimm.

Ragnar
66 Charger, 451, .582" lift, 10" conv.  4.10:1. 1868 kg/4118 lbs.
60=1,994, 11,79@114 mph venjuleg Firestone radial dekk.
Íslandsmeistari MC 2007, 2008 og 2009.

Offline 1966 Charger

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 849
    • View Profile
Akureyri 2004
« Reply #8 on: July 01, 2004, 16:54:37 »
Blessaður Guðmundur

Þú ert með þessi tengsl alveg á hreinu.
1979.  Ég var í stjórn BA um þetta leyti og við höfðum nokkru áður samþykkt að lána KK aura fyrir malbiki í brautina.  Guli hraðsuðuketilinn og 428 Willysinn hans Benna komu á sýningu BA og Shelby Cobran tróndi upp á flutningavagni sem festur var við gamlan Dodge Weapon 4x4.  Þá áður hafði Shelby-inn verið sýndur með sama móti á páskasýningu KK í Laugardalshöll.  Eftir sautjándann tóku við götuspyrnur í úti við Dvergastein hvar 350 Nova (nú eign Einsa B), 390 Mustang 4-ra gíra og 290 Javelin öttu kappi við ketilinn í kvöldsólinni, þar til sjóða fór á þeim síðastnefnda og Jói fékk flensu (sem hann hafði örugglega smitast af fyrir sunnan).  Nokkrum árum síðar gerðist það að Javelineigandinn varð að éta hattinn sinn, eins og hann hafði lofað ef að AMC inn (sem þá var orðinn 401) mundi tapa fyrir Indíánatjaldinu (340 Duster) í spyrnu út með hlíð.  Það var svo upp úr því að Valur Vífilsson og Co. fóru að venja komur sínar í bæinn, öllum til ánægju nema lögreglu staðarins.  EVA Racing voru flottir á því; allir með matching rauðar spanjólur á hausnum.  Þvílíkt hafði aldrei sést í höfuðstað Norðurlands.  Valur var með ýmsar kúnstir í þessum götuspyrnum.  Eitt sinn kældi hann vatnskassann á milli spyrna með því að hella yfir hann vatni  (það eru þessir hitar sem stundum ætla allt að drepa þarna fyrir norðan).  Skömmu eftir yfirhellinginn renndi að bílnum hans frægur gamall kall á Valashrauðum  Land Rover pick up (Gísli í Árnesi sem var pioneer í að flytja risastóra olíutanka hérlendis) leit á pollinn undir bílnum og spurði Valsarann í aumkvunarverðum tón hvort hann vantaði ekki annan vatnskassa.  Ég tel víst að Valur hafi verið með tveggja platínu kveikju á þessum árum, enda mígvann Valiantinn ;)

Ragnar
66 Charger, 451, .582" lift, 10" conv.  4.10:1. 1868 kg/4118 lbs.
60=1,994, 11,79@114 mph venjuleg Firestone radial dekk.
Íslandsmeistari MC 2007, 2008 og 2009.

Offline stigurh

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 513
    • View Profile
10000 kall er bætt við verðlaunaféð snemmhendis
« Reply #9 on: July 01, 2004, 17:32:51 »
10000 kall er bætt við verðlaunaféð snemmhendis. Aukaverðlaunin frá ÁGmótorsport sem eru mega flottar pedalahlífar verða veitt fyrir besta viðbragðið. Bónvörur frá Mothers verða veittar fyrir besta 60 feta tíman. Ég fór strax í það að redda grilli til að brenna kjötið. Pylsur og hamborgarar verða væntanlega grillaðir í gegn. Svo vona ég að norðlendingar fjölmenni. Það má bóka minn stuðning við BA og brautargerð fyrir norðan. Ég væri meir en til í að leggja land undir fót til að keppa á annari braut. Norður jafnvel!
stigurh

Offline 1966 Charger

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 849
    • View Profile
Akureyri 2004
« Reply #10 on: July 01, 2004, 18:49:34 »
Ekki málið Stígur.
Þú ert maður að mínu skapi.
Vertu líka alltaf velkominn norður á 17. júní ;)

Ragnar
66 Charger, 451, .582" lift, 10" conv.  4.10:1. 1868 kg/4118 lbs.
60=1,994, 11,79@114 mph venjuleg Firestone radial dekk.
Íslandsmeistari MC 2007, 2008 og 2009.

Offline Kiddi

  • TÚRBÓ
  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 2.762
    • View Profile
Akureyri 2004
« Reply #11 on: July 01, 2004, 22:50:28 »
já hvað er að frétta af kvartmílubrautinni fyrir norðan sem litli fuglinn á gluggasillunni minni er alltaf að tala um :shock:
8.93/154 @ 3650 lbs.

Offline Björgvin Ólafsson

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.159
    • View Profile
Kvartmílubraut á Akureyri
« Reply #12 on: July 02, 2004, 10:33:13 »
Quote from: "Kiddi"
já hvað er að frétta af kvartmílubrautinni fyrir norðan sem litli fuglinn á gluggasillunni minni er alltaf að tala um :shock:


Já, hvað er að frétta af Kvartmílubrautinni fyrir norðan 8)

Þetta er spurning sem ég hef nú þurft að svara nokkuð oft síðastliðin ár og skal því ekki vera feiminn við að svara einu sinni enn, það er nú einu sinni þannig í þessu jaðarsporti sem við stundum að þar er það þolinmæðin sem má ekki klikka!!

Akureyrarbær er búinn að festa kaup á framtíðarlandsvæði fyrir Bílaklúbbinn og er það staðsett fyrir ofan bæinn, nánar tiltekið í landi Glerár. Þeir sem hafa slysast á torfærukeppnir hjá okkur hafa einmitt við það tækifæri þrammað um land "Glerár".

Íþrótta- og tómstundaráð bæjarins samþykkti nú einnig í vor fyrir sitt leyti að þarna yrði sett upp framtíðarsvæði fyrir allar akstursíþróttir sem og æfinga- og ökukennslu. Málið er því í dag komið í deiliskipulag og búið er að teikna enn á ný frumdrög af svæðinu eins og við viljum sjá það líta út - með höfuðáherslu á full-size kvartmílubraut sem atriði nr. 1., 2. og 3.

Á 30 ára afmælisdegi félagsins fengum við svo bæjarstjórann okkar til að koma og kvitta upp á þessar framkvæmdir að félagsmönnum, fjölmiðlum og öðrum velunnurum viðstöddum. (hér er mynd af þeim nöfnum Kristjáni bæjarstjóra og Kristjáni formanni við gjörninginn; http://www3.akureyri.is/frettir/2004/05/28/nr/5048 )

Við erum því að verða fjallkátir með þetta, en vonum að sjálfsögðu að deiliskipulagi fari að ljúka svo hægt sé að drífa alla okkar menn í gúmmístígvél og hrinda af stað fyrstu framkvæmdum á svæðinu!

Við munum að sjálfsögðu pósta inn upplýsingum hér um leið og við höfum næstu góðu fréttir, til að skemma ekki liðsandann :wink:

Bestu kveðjur og góða skemmtun í kvöld, lýst gríðarlega vel á þennan viðburð hjá ykkur!!

Björgvin

Offline 1965 Chevy II

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 8.089
  • Friðrik Daníelss.
    • View Profile
Akureyri 2004
« Reply #13 on: July 02, 2004, 14:03:16 »
Ég þarf sem sagt að græja mér bílakerru fyrir næsta sumar ef þetta gengur upp hjá ykkur fyrir næsta síson 8)
P.S hvern á að hafa samband við til að ganga í BA og hvað kostar teinið?
.....and 500 pounds of torque......what ever that is.
1.30 60ft 5.78 @ 119.9mph 1/8 - 9.07 @ 148.2 mph N/A Pump gas

Offline Vettlingur

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 538
    • View Profile
Kúagerði
« Reply #14 on: July 04, 2004, 23:34:53 »
Sæll Guðmundur
Af því að þú fórst að rifja upp þessa góðu tíma frá liðinni öld datt mér í hug ein góð saga úr Kúagerðinu.
Það var um miðja nótt að vorlagi minnir mig í blíðskaparveðri að nokkrir bílar ætluðu að keppa í spyrnu, eins og svo oft fylgdi með hverjum bíl nokkrir ungir menn og jafnvel kvenfólk. Þetta var á þeim árum þegar Kryppan var sem sprækust og bílar úr öðrum sveitarfélögum á Stór Hafnarfjarðarsvæðinu komu og fengu að reyna sig við hana.  Þegar menn voru klárir var byrjað að spyrna og nokkur reis farin, en svo tökum við eftir manni sem kemur labbandi neðan frá sumarbústöðunum og sjónum. Maðurinn kemur nær veginum og sjáum við að hann er með haglabyssu í hönd, og varð okkur öllum hverft við.
Maðurinn kemur svo að veginum og sest í kantinn svona 150 til 200 metra frá okkur og er all vígalegur svona í rökkrinu. Og vorum við viss um að þarna væri bandóður maður sem við hefðum vakið af værum blundi.
Það færa sig nú allir bakvið bílana og rætt er hvað skuli gera, enginn þorir jú að fara að tala við kallinn og leiðin heim liggur fram hjá honum.
Við ákveðum svo að fara bara öll og ræða málin og vita hvað hann vilji og biðjast afsökunar á framferði okkar.
Svo gengur hersingin af stað í áttina til kallsins, og þegar við komum að honum segir hann "hvað kemst þetta ekkert áfram hjá ykkur ".
Þetta var þá bara forvitin minnkabani sem hafði legið á minnk niður í fjörunni og kom til að horfa á bílana reisa.
Þetta var mikill léttir og var mikið hlegið að þessu.
Þetta voru ógleymanlegir tímar.
Þakka áheyrnina
Kveðja
Maggi :roll:

Þessi mynd er tekin eina nótt fyrr á öld
Chevrolet Corvette 1978

Offline Firehawk

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 450
    • View Profile
Akureyri 2004
« Reply #15 on: July 05, 2004, 12:21:57 »
Quote from: "Trans Am"
Ég þarf sem sagt að græja mér bílakerru fyrir næsta sumar ef þetta gengur upp hjá ykkur fyrir næsta síson 8)
P.S hvern á að hafa samband við til að ganga í BA og hvað kostar teinið?


Sæll, það er hægt að notast við þennan "hlekk": http://www.ba.is/main/join.htm

-j
"There is a fine line between hobby and obsession and I think I crossed it!"

Jóhann Sigurvinsson
1994 Pontiac Firebird Trans Am Firehawk Pilot car #02
1997 Pontiac Grand Prix GTX Clone
1973 Pontiac Firebird Project
2007 GMC Acadia

Offline Vettlingur

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 538
    • View Profile
Oldsar
« Reply #16 on: July 05, 2004, 14:43:22 »
Sælir aftur
Guðmundur þú skrifar   "Á myndinni eru tveir Oldsar. Bíllinn hans Simma, var upprunalega ljósgrænn, fölgrænn með hvítum vinyltoppi, sjálfskiptur og 400CID."
En þessi græni er gamli bíllinn hans Trausta í Dverg sem Jói Pot eignaðist og gerði upp, sprautaði hann grænan með gulum röndum á hoodinu. Bíllinn hans Simma var Olds 442, en þetta er Cutlass. Væri gaman að vita hvað varð um þann rauða, voru það ekki bræður úr Garðahreppi sem áttu hann og annar hét Garðar????? Þetta var töff bíll.
Stemmir þetta ekki.
kveðja
Maggi :P [/b]
Chevrolet Corvette 1978

Offline Vettlingur

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 538
    • View Profile
jómó
« Reply #17 on: July 05, 2004, 17:58:58 »
Hérna er betri mynd af bílnum hans Jóa. Okkur félögunum fannst nóg um þegar Jói var að gera hann upp og allt var fægt og málað. Eina nóttina læddust óprúttnir aðillar inn í skúrinn hjá honum  og máluðu alla boltahausa í húddinu hjá honum í hinum ýmsu litum, en bíllinn varð flottur hjá honum þetta voru tryllitæki með klassa.  :roll:
Kveðja
Maggi
Chevrolet Corvette 1978