Það var flott veður og fullt af fólki upp á braut. Flottir bílar að fara flottar ferðir. Ómar Norðdal fór á 10,898@123,97 mi. Tíu sekúndu klúbburinn stækkar enn. Meistari Smári var að keyra á 12,1-2 sek á hvíta Mustanginum. Harry Herlufsen fór flatar 12 í svaka spóli. Harry og Ómar misstu báðir trissureimarnar og róru fáar ferðir meðan Smári drap ekki á bílnum. Smá vesen með sellurnar í byrjun enn svo var allt í lagi. Við erum án hljóðkerfis sem Ingólfur Arnarson formaður hefur lánað KK í áraraðir. Það stendur til bóta því Ingólfur ætlar að útvega KK hljóðkerfi á góðu verði í nánustu framtíð. Við þökkum starfsfólkinu fyrir skemmtilegt kvöld og öllum þeim sem lögðu hönd á plógin, einnig þökkum við öllum öðrum fyrir komuna.
stigurh 8926764