Author Topic: Bílasýning Moparklúbbsins-Smáralind  (Read 3731 times)

Offline 1966 Charger

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 849
    • View Profile
Bílasýning Moparklúbbsins-Smáralind
« on: April 28, 2004, 20:31:36 »
Afmælisbílasýning Moparklúbbsins

Allir velkomnir!  Ókeypis inn!

Fyrir þessari bílasýningu stendur Moparklúbburinn sem er hópur rúmlega 10 eilífðarunglinga.  Á sýningunni gefur að líta bílaflota félagsmanna og vina þeirra.  Sýningin er opin frá 10-22 föstudag og laugardag og 10-18 sunnudag.

Sameiginlegt áhugamál félagsmanna eru bílar frá MOPAR; en MOPARbílar eru allir bílar sem framleiddir hafa verið í Dodge, Plymouth og Chrysler verksmiðjunum.

Á sýningunni verða ný og gömul tryllitæki frá MOPAR; sum flutt ný til landsins, önnur komu í gegnum hina sálugu Sölunefnd varnarliðseigna, og enn önnur hafa verið flutt inn notuð.  Þarna verða tæki fyrir fornbílakalla og kellingar, leðurgellur og leðurömmur, alheimstöffara og síunga afa, Schumacherígildi og Garlits wannabees.

Strákarnir í MOPARklúbbnum hófu að hittast reglulega 1984 og þessvegna á klúbburinn þeirra 20 ára afmæli.  Félagsmenn hittast reglulega árið um kring og þá er bara rætt um hluti eins og læst mismunadrif, heita knastása, þjöppuhlutföll og áhrif mismunandi málmblandna á vélarorku.  Þetta hjal fer fram undir drynjandi blúsrokktónlist og síðan eru snæddir heilsusamlegir heitir og kaldir réttir að hætti félagsmanna.

Í tilefni afmælisins hefur klúbburinn líka gert heimildarmyndina "Í skúr drekans."  Þar tala félagsmenn á heimspekilegum nótum um lífið og tilveruna, auk þess sem bíla ber eitthvað á góma.  Heimildarmyndin verður sýnd á sýningunni.

      Gjörið svo vel að líta inn!
66 Charger, 451, .582" lift, 10" conv.  4.10:1. 1868 kg/4118 lbs.
60=1,994, 11,79@114 mph venjuleg Firestone radial dekk.
Íslandsmeistari MC 2007, 2008 og 2009.

Offline ljotikall

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 838
    • View Profile
    • http://kvartmila.is
Bílasýning Moparklúbbsins-Smáralind
« Reply #1 on: April 30, 2004, 19:14:05 »
glæsileg sýning... takk fyrir mig... en eg er að spa er hægt að kaupa eitthverstaðar þessa spólu sem er verið að syna i limalindinni???
aukalimur#858
ljotikall@visir.is
pontiac = Poor old nigger thinks its a cadillac.
kveðja Guðjón Jónsson

Offline Kiddi J

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 530
  • NTGLTY
    • View Profile
Bílasýning Moparklúbbsins-Smáralind
« Reply #2 on: April 30, 2004, 20:30:10 »
Mynd af köggunum
Kristinn Jónasson

Offline old and good

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 166
    • View Profile
:)
« Reply #3 on: May 01, 2004, 11:33:23 »
Virkilega skemtileg sýning
Bjarni - 6638508.
Trans Am 99'
KTM 250 02'

Offline Addi

  • RÆSIR
  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 479
    • View Profile
Jamm
« Reply #4 on: May 01, 2004, 17:29:13 »
Mjög flott sýning, loksins kom eitthvað almennilegt þarna í Náralindina. Og athyglisverð heimildarmynd, ætti að fara með hana í sjónvarpið og leyfa öllum að njóta. Takk fyrir mig
Old Chevy's never die they just go faster

'88 Volvo 240 GLT B230E(K-cam og stillanlegur tímagír)



Arnar B. Jónsson #790
"Ræsir" '06, '07, '08, '09 og '10

Offline marias

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 253
    • View Profile
    • http://www.cardomain.com/id/marias
svalt
« Reply #5 on: May 01, 2004, 19:31:19 »
til hamingju með afmælið og flotta sýnigu,, mer langaði að forvitnast um myndbandið sem var í gangi út í horni.. Hvar getur maður nálgast það? hafði ekki nægan tím til að horfa á það,, konan var að reka á eftir mer :? en það sem ég sá lofaði góðu
Marías H. Guðmundsson

Offline 1966 Charger

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 849
    • View Profile
Í Skúr Drekans til sölu!
« Reply #6 on: May 02, 2004, 12:40:22 »
Sæl öll

Við þökkum öllum sem heimsótt hafa sýninguna okkar í Smáralind og skrifað jákvætt um hana hér sem annarsstaðar.

Myndin Í skúr drekans var upphaflega ætluð fyrir félaga í MOPARklúbbnum eingöngu en vegna mikils áhuga annarra ætlum við að reyna að selja fáein eintök.  Myndin er núna rúmlega 50 mínútna löng og inniheldur viðtöl við tryllitækjaeigendur, gamlar og nýjar spyrnumyndir og sögur af lánlausum löggum og miklum mótorhausum.  Áður en við bjóðum myndina til sölu ætlum við að bæta við myndskeiðum frá Afmælisbílasýningu MOPARklúbbsins í Smáralind.
Ef af verður mun myndin verða boðin eingöngu á DVD formi.  Eintakið mun kosta ríflega 2000 kall.  Fyrstir koma fyrstir fá.
Áhugasamir sendi tölvupóst með nafni, heimilisfangi og símanúmeri á netfangið; irores@centrum.is
Við höfum svo samband við ykkur þegar myndin er fullbúin.
66 Charger, 451, .582" lift, 10" conv.  4.10:1. 1868 kg/4118 lbs.
60=1,994, 11,79@114 mph venjuleg Firestone radial dekk.
Íslandsmeistari MC 2007, 2008 og 2009.