Þið eruð alveg úti á túni með þennan 68 firebird (G-8695). Þessi bíll er nokkuð merkilegur vegna þess að hann var orginal með Pontiac línusexu með SOHC, 215hp, svokallaður Sprint mótor en þetta var kraftútgáfa af línusexunni, bara frá Pontiac. Að auki var hann með 4-gíra kassa, læstu drifi og diskum að framan. Ég átti, frá 1981-85, 69 camaro með venjulega línu sexu og 3gíra beinaðan og var að merja standard 307 og 302 en þessi Pontiac rassskellti minn camaro. Þá átti, held ég, bræðurnir Kiddi og Bragi, sem áttu áður hvíta Coronetinn, þennan Pontiac. Síðan var sett V8 í þennan Pontiac og ef ég man rétt að þá keypti Ingi þennan bíl af bræðrunum. Síðan seldi hann bílinn og keypti 70 Motion Camaroinn af Örvari en hvar Pontiacinn er núna veit ég ekki en af þeim 67-69 Pontiac bílum sem voru hérna er þetta sá merkilegasti að mínu mati.
Benni Eyjólfs og aðallega Jón bróðir hans áttu grænan 67 Pontiac sem stóð lengi hjá þeim en hann hafði lent í einhverju tjóni og var svona lala gert við hann. En svo voru þeir með 67 Keppnisbíl sem ég held að þeir eigi enn, en Jón var búinn að sanka að sér fullt af dóti og ætlaði að smíða eins og hann sagði "porche killer Pontiac" en það var áður en þeir fengu umboðið fyrir útflöttu volswagen bílanna, þannig að ég bendi mönnum að fá að tala við Jón þegar þeir fara næst upp í búð til bræðranna ef þeir vilja fá upplýsingar um 67-68 Firebird