Author Topic: Dómnefnd klúbbsins í keppnum  (Read 2811 times)

Offline SPRSNK

  • Stjórn KK
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.807
    • View Profile
Dómnefnd klúbbsins í keppnum
« on: March 24, 2018, 08:07:27 »
Kvartmíluklúbburinn óskar eftir að áhugasamir félagsmenn gefi sig fram til að starfa í dómnefnd klúbbsins í keppnum.
Stjórn klúbbsins hefur þegar skipað í dómnefnd þá Sigurjón Andersen og Svavar Svavarsson.
Stefnt er að því að bæta a.m.k. þremur við dómnefndina.
Dómnefnd er æðsta vald á keppnum klúbbsins og er tengiliður við sérsambönd og fyrsti úrskurðaraðili í ágreiningsmálum og kærum.

Breytingar hafa verið gerðar á eðli og starfi dómnefndar í keppni.

1. Dómnefnd er æðsta vald á keppnisstað. Hún ber ábyrgð á að framkvæmd keppna sé eftir reglum, að úrslit séu birt og úrskurðar um kærur sem berast. Dómnefnd hefur vald til að framfylgja reglum AKÍS, ÍSÍ og FIA ásamt sérreglum keppninnar.
2. Dómnefnd skal skipuð minnst þremur aðilum. Formaður dómnefndar skipuleggur fundi og ber ábyrgð á fundargerðum ásamt því að koma fram fyrir hönd dómnefndar.
3. Keppnisstjóri skal ráðfæra sig við dómnefnd alla keppnina til að tryggja greiða framkvæmd.
4. Dómnefnd er ekki ábyrg fyrir framkvæmd eða skipulagi keppninnar. Dómnefndin ber eingöngu ábyrgð gagnvart AKÍS og FIA.
5. Dómnefnd má taka fyrir hvert það mál sem hún telur þurfa úrskurðar við í keppninni.
6. Kærur skulu vera skriflegar og afhendast keppnisstjóra ásamt tryggingu sem tilgreind er í gjaldskrá AKÍS, nema annað komi fram í dagskrá keppninnar. Tryggingafé fæst ekki endurgreitt nema kæran sé tekin til greina.
7. Dómnefnd skal undirrita og senda til AKÍS lokaskýrslu eins fljótt og auðið er eftir lok keppni. Þessi skýrsla innihaldi úrslit keppninnar ásamt upplýsingum um öll mótmæli og úrskurði sem dómnefnd kann að hafa gert ásamt ákvörðunum sem voru teknar um brottvísun eða aðrar
refsingar.
8. Dómnefnd getur:
a. breytt sérreglum keppninnar
b. breytt uppstillingu riðla og flokkaskiptingar
c. ákveðið endurtekningu á ræsingu
d. fellt úr gildi ákvörðun dómara
e. úrskurðað um refsingu og sekt
f. vísað keppendum úr keppni og frá keppnissvæði
g. bannað keppnistæki sem gætu valdið hættu
h. frestað keppni til dæmis vegna náttúruhamfara eða annarrar hættu
i. fært rásmark og endamark
j. stöðvað keppni
k. gefið út flokkaskiptingu og úrslit keppni
l. óskað eftir sérstakri skoðun keppnistækja
m. tekið á meintri lyfjamisnotkun
9. Dómnefnd má úrskurða um öll mál sem gætu komið upp í keppni með fyrirvara um áfrýjun.
10. Heimilt er að greiða dómnefndarmanni ferðakostnað. Hins vegar er uppihald dómnefndar meðan á keppni stendur ávallt á ábyrgð keppnishaldara.